Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 21 UMRÆÐAN Jóhann J. Ól- afsson skrifar um óperu- upptökur Nýlega upp-götvaði ég fyrir tilviljun geisladisk með söng hins ást- sæla óperusöngvara okkar Íslend- inga, Stefáns Íslandi. Hljómplötur með honum eru ekki allt of marg- ar og því mikill fengur að þessum upptökum. Um er að ræða hljóm- upptöku sem gerð var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 22. febrúar 1950 af flutningi óperunnar La Bohème eftir Puccini. Ástæðan fyrir þessum geisladiski er þó ekki söngur Stefáns heldur Victoriu de los Ángeles, sem á þessum tíma var orðin heimsfræg óperusöngkona 26 ára gömul. Söngkonan kom til Kaup- mannahafnar til að flytja nokkra konserta og menn notuðu tækifær- ið og fengu hana til að syngja sem gestur í óperu í Konunglega. Líklegt er að La Bohème hafi þegar verið þar á fjölunum og Vict- oria tekið að sér hlutverk Mímíar þetta kvöld. Allir aðrir söngvarar voru danskir m.a. Henry Skjær í hlutverki Marcellos og Ruth Guld- bæk í hlutverki Musettu. Ekki er öll óperan á diskinum. Stefán Íslandi syngur fyrstur með aríu Rudolfos „Che gelida man- ina“ Ekki er þó hér um að ræða söng Stefáns frá þessari sýningu held- ur upptöku frá 2.9.1940. Þá kemur aría Mímíar „Mi chiamano Mimi“. Fyrsta þætti óperunnar lýkur svo með hinum gullfallega dúett Stefáns og Victoriu „O suave fanciulla“. Það er mikill ávinningur fyrir íslensk- ar tónmenntir að eiga þennan dúett með Stefáni. Victoria söng þenn- an dúett oft inn á plötur síðar, m.a. með Jussi Björling. Flestir tenórar ljúka þessum dúetti með sama háa tóninum og sópransöngkonan en Stefán líkur honum með lægri tóni, þar sem ljómandi raddfegurð hans nýtur sín einkar vel. Annar þáttur er ekki heldur allur á diskinum en þriðji og fjórði þáttur eru það. Stefán syngur í þriðja þætti með miklum tilþrifum og af inn- lifun. Sama er að segja um fjórða þáttinn, sem byrjar með dúettin- um „In un coupé“ á móti Henry Skjær. Þar bætist enn einn dúett með þeim félögum við hina tvo, sem þeir sungu inn á plötur 1942, úr Perluköfurunum eftir Bizet og Valdi örlaganna eftir Verdi. Stefán Íslandi, sem á þessum tíma stóð á hátindi söngferils síns 42ja ára gamall, hafði oft sungið í La Bohème frá 1939. Hann var í essinu sínu þetta kvöld , brilljant og örugg- ur. Hann var verðugur mótsöngv- ari Victoriu de los Ángeles skrifuðu dönsku blöðin um sýninguna. Vegna þess að gestasöngur Vict- oriu var í danskri uppfærslu (þá var ekki farið að syngja allar óperur á frummálinu) sungu allir söngvar- arnir á dönsku nema hún, sem söng á ítölsku. Undantekningin var þó Stefán, sem söng alltaf á móti gest- inum á ítölsku en öðrum söngvur- um á dönsku. Þannig er dúettinn „O suave fanciulla“ á ítölsku en dúett- inn „In un coupé“ á móti Henry Skjær á dönsku. Þessa er getið í ævisögu Stefáns „Áfram veginn“ eftir Indriða G. Þor- steinsson. Ber þetta glöggan vott um tungumálafærni Stefáns. Hann var einn örfárra Íslendinga í Dan- mörku, sem talaði svo lýtalausa dönsku að danskir viðmælendur hans héldu að hann væri danskur. Geisladiskur þessi er gefinn út af Naxos útgáfufyrirtækinu og er nr. 8.112010. Höfundur er kaupmaður. Falinn fjársjóður JÓHANN J. ÓLAFSSON Ríkisútvarp á krossgötum UMRÆÐAN Pétur Gunnarsson skrifar um Ríkis- útvarpið Um þessar mundir eru 80 ár síðan Rík-isútvarpið hóf að senda út dagskrá til allra landsmanna. Í fyrstunni var það eins og hver annar gestur, kærkominn, en utan við „alvöru lífsins“. Dagskráin að deginum var mestan part veðurfregnir og síðan kvölddagskrá sem samanstóð af hljómplötuspili, erindi og/eða upplestri. Við vitum hvernig fór: útvarpið tók yfir sam- félagið, gesturinn tók sæti húsbóndans. Og líku gegndi með sjónvarpið sem hóf göngu sína fyrir 44 árum. Í fyrstunni rétt tyllti það niður annarri rasskinninni eins og hæverskur gestkomandi og lagði fátt til mála utan almennar athugasemdir um veðrið og gamanmál. En tók síðan yfir samfé- lagið allt. Það skal hafa verið kostnaðarauki að fara úr hinum ríkjandi miðli: ritmálinu yfir í útvarp með öllum þeim tækjabúnaði sem til þurfti vítt um land og mannskap til að halda úti dagskrá árið um kring. Með sjónvarpi verður kostnaðurinn svo himinhár að íslensk stjórnvöld leiddu hann hjá sér, horfðust aldrei í augu við hann, námunduðu aldrei að greiða hann og kusu að líta á sjónvarp- ið sem einberan afþreyingarmiðil. Sem það óvart ekki var, það var Miðillinn. Þetta er svona álíka og ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki treyst sér til að koma hér á skólakerfi en reitt sig á að börn- in fengju nauðsynlega fræðslu með því að lesa utan á mjólkurfernur og kornflexpakka. Afleið- ingarnar eru hrikalegar, rúmlega einni kynslóð síðar eru Íslendingar ekki aðeins á góðri leið með að flosna upp frá eigin menningu, þeir hafa flosnað upp frá veruleika eigin lífs og svífa um í tómarúmi innan um aðþrengd- ar eiginkonur í bandarískum úthverfum og öfugsnúin morð í breskum smábæj- um og úrslitum í öllum keppnisgreinum karla og kvenna hérlendis sem erlendis. Vita aftur á móti varla hvað snýr upp né niður í eigin tilveru. Þessa sér ekki ein- asta stað í umgengni þeirra hverjir við aðra og umhverfi sitt, þær yfirstandandi ógöngur sem við höfum ratað í má hreint og beint rekja til þess hve illa upplýst við erum um það samfélag sem við lifum og hrær- umst í. Því fullburða sjónvarp er jafn mikilvægt á hraðferð nútímasamfélags og siglingatæki í flug- vél. Án þess vitum við ekki hvar við erum stödd né hvert stefnir. Það er því býsna hart undir tönn að á þess- um örlagatímum skuli RÚV ætla að rifa seglin og bakka enn frekar út úr þjóðlífsmyndinni. Við gerum engar kröfur til Stöðvar 2, Skjás eins eða Omega og ekki heldur til Ingva Hrafns. En við hljótum að gera þá kröfu til sjónvarps/útvarps allra landsmanna að það lifi og hrærist í því sam- félagi sem það á að þjóna. Sú breyting sem varð á stofnuninni við hlutafélagavæðinguna virðist síður en svo hafa orðið til batnaðar. Án þess að nokkur maður sakni þess flokkspólitíska útvarps- ráðs sem var við lýði í gamla fyrirkomulaginu, vaknar spurningin um aðhald og eftirfylgni innan stofnunarinnar. Ef hún sinnir ekki því hlutverki sem hún er lögskyld til að gegna, hver gengur þá eftir efndum? RÚV er á krossgötum af því við erum á kross- götum. Aðstæður knýja okkur til að gera upp á milli hins nauðsynlega og ónauðsynlega. Vel mætti hugsa sér að dagskrá sjónvarps tæki breyt- ingum, minnkaði að magni en ykist að gæðum. Það er sama hvaða upphæð er nefnd í því skyni, hún skreppur saman hjá þeim milljörðum sem daglega berst vitneskja um að hafi farið í súginn – á kostnað almennings. Meðal annars af því við áttum ekki fjölmiðil sem gat staðsett okkur og upplýst. Það er vissulega dýrt að vera fátækur, en það kostar morðfjár að vera án fullburða útvarps/ sjónvarps. Höfundur er rithöfundur. PÉTUR GUNNARSSON Vel mætti hugsa sér að dagskrá sjónvarps tæki breytingum, minnkaði að magni en ykist að gæðum. Það er sama hvaða upphæð er nefnd í því skyni, hún skreppur saman hjá þeim milljörðum sem daglega berst vitneskja um að hafi farið í súginn – á kostnað almennings. Allt að 90% afsláttur Allt á útopnu! www.penninn.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 7 7 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.