Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 29.01.2010, Qupperneq 54
22 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is OPRAH WINFREY ER 56 ÁRA Í DAG. „Ég hugsa ekki um sjálfa mig sem fátæka, bágstadda stúlku úr gettóinu sem gerði það gott. Ég hugsa um mig sem stúlku sem frá unga aldri vissi að hún væri ábyrg fyrir sjálfri sér og varð að gera það gott.“ Oprah Winfrey er ein þekktasta sjónvarpskona heims. Hún hefur séð um þáttinn The Oprah Win- frey Show frá árinu 1986. MERKISATBURÐIR 1845 Ljóðið Hrafninn eftir Edgar Allan Poe kemur fyrst út á prenti í dagblaðinu New York Evening Mirror. 1886 Karl Benz fær einkaleyfi fyrir fyrsta bensíndrifna bílnum. 1891 Liliuokalani verður drottn- ing Havaí-eyja eftir lát bróður síns. Hún er síðasti einvaldur á eyjunum. 1905 Jarðskjálfti verður á Suð- vesturlandi, upptök við Kleifarvatn, 5,5 á Richter. 1928 Slysavarnafélag Íslands er stofnað. Fyrsti forseti þess er Guðmundur Björnsson. 1961 Körfuknattleikssamband Íslands er stofnað. 1964 Kvikmynd Stanley Kubrick, Dr. Strangelove, er frum- sýnd. Á þessum degi árið 1958 gengu leikararnir Paul New- man og Joanne Woodward í hjónaband sem varð eitt það langlífasta í Hollywood. Newman hafði áður verið giftur Jackie Witte og átti með henni þrjú börn, Scott, Susan og Stephanie. Newman og Woodward eignuðust síðan þrjár dætur, Elinor, Melissu og Claire. Þau héldu verndar- hendi yfir einkalífinu og voru lítið fyrir að bera líf sitt á torg. Þau bjuggu lengst af í West- port í Connecticut og var New- man þekktur fyrir hollustu sína við fjölskylduna. Um það vitnar frægt tilsvar hans þegar hann var spurður út í framhjáhald. „Af hverju að fara út og fá sér hamborgara þegar steikin bíður heima?“ Newman og Woodward voru virk í pólitík og studdu demókrata með ýmsum ráðum. Þau léku saman í tíu kvik- myndum. Meðal annars The Long, Hot summer árið 1958 og Mr. and Mrs. Bridge árið 1990. Bæði hlutu þau Óskarsverðlaun á ferlinum, Woodward árið 1957 fyrir The Three Faces of Eve og New- man árið 1986 fyrir The Color of Money. Paul Newman lést úr krabbameini í september 2008, þá 83 ára. ÞETTA GERÐIST: 29. JANÚAR 1958 Newman kvænist Woodward Vísindavefurinn var stofnaður árið 2000 sem verkefni Háskóla Íslands í tilefni af því að Reykjavík var menn- ingarborg. „Þetta átti upphaflega að vera tímabundið verkefni en áhug- inn var meiri en menn áttu von á og því var þessu haldið áfram,“ segir Jón Gunnar Þorsteinsson, aðstoðarritstjóri Vísindavefsins, en í dag starfa um þrír við Vísindavefinn auk þess sem um 800 fræðimenn svara spurning- um sem berast vefnum. Kjarninn í hópi höfunda eru kennarar, fræðimenn og vísindamenn við HÍ en einnig sér- fræðingar um allt land og jafnvel utan landsteina. Langflestar spurningarnar koma frá unglingum á aldrinum 14 til 15 ára. „Þeir vita nógu mikið til að spyrja, eru ekki feimnir og þora að spyrja,“ segir Jón Gunnar en bendir á að mun breiðari aldurshópur skoði vefinn enda var ein milljón heimsókna á síðuna á síðasta ári. „Notendur eru fjölbreyttir en skólafólk notar síðuna mjög mikið enda sjáum við mikinn topp í aðsókn á haustin þegar skólar hefjast,“ segir hann. Reynt er að svara sem flestum spurningum sem berast og snúa að vísindum. „Við svörum því ekki hvort Angelina og Brad séu enn þá saman, en við svörum því hvað sé ást,“ útskýr- ir Jón Gunnar en viðurkennir að mun fleiri spurningar berist en hægt sé að svara. Oft á tíðum eru sendar inn furðuleg- ar spurningar. „Við höfum sérstakan flokk fyrir þær sem við köllum föstu- dagssvör,“ segir Jón Gunnar og eru þau svör á léttari nótum. Hann gefur dæmi um slíkar spurningar: „Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg? Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Hvar er þessi Stökustaður sem er talað um í veðurfréttum? Hvað er að vera alveg kexruglaður? Hvað þýðir orðið montrass?“ Á afmælisárinu er ætlunin að koma með nokkrar nýjungar á vefn- um. Þannig verður hægt að skoða myndbönd á youtube og vefnum, einnig verður hægt að skoða svör í hlaðvarpi auk þess sem þriggja ára Evrópuverkefni Vísindavefsins lýkur á árinu. Í tilefni afmælisdagsins verður í dag haldið málþing um vísindamiðlun. Þar verður fjallað um nám í vísindamiðlun, útgáfu fræðirita fyrir almenning, vís- indamiðlun í fjölmiðlum og vísinda- miðlun til ungs fólks. Málþingið verð- ur haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins klukkan 14 til 16. Sömuleiðis verður haldin fyrir- lestraröð næstu fjóra laugardaga um vísindi handa almenningi. Á morgun verður fyrsti fyrirlesturinn sem Orri Vésteinsson lektor í fornleifafræði mun halda um landnám jarðar. Fyrir- lestrarnir verða í sal 132 í Öskju frá klukkan 13 til 14.30. Þá verður í fram- haldinu fyrirlestrarröð í samstarfi við Orkuveituna og endurmenntun sem kölluð er Vísindi á verði bíómiða. „Þar er tækifæri fyrir fjölskyldur að koma saman og fræðast um vísindi,“ segir Jón Gunnar og býður alla áhugasama velkomna. solveig@frettabladid.is VÍSINDAVEFURINN: HELDUR UPP Á TÍU ÁRA AFMÆLI MEÐ MÁLÞINGI Hver stal kökunni úr krúsinni? JÓN GUNNAR ÞORSTEINSSON Veit ekki hver stal kökunni eða hvar Stökustaður er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÁstkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingigerður Eiríksdóttir Skipum, Stokkseyrarhreppi, lést á hjúkrunardeild Kumbaravogs föstudaginn 22. janúar. Útför hennar fer fram frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 30. janúar og hefst athöfnin kl. 11. Gísli V. Jónsson Herdís J. Hermannsdóttir Móeiður Jónsdóttir Ólafur Benediktsson Ragnheiður Jónsdóttir Vilhjálmur Vilmundarson barnabörn og barnabarnabörn. 100 ára afmæli Anna Pálmey Hjartardóttir verður 100 ára 29. janúar. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheimili Kópavogskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 16.00. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Alda Stefánsdóttir Arnarhvoli, Dalvík, sem lést mánudaginn 25. janúar sl., verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. janúar nk. kl. 13.30. Stefán Steinsson Símon Páll Steinsson Sigurlaug Stefánsdóttir Sigurlína Steinsdóttir Samúel M. Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, Péturs Sigurðssonar fyrrv. framkvæmdastjóra, Breiðdalsvík. Bestu þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis aldraðra að Skjólgarði, Höfn Hornafirði. Bergþóra Sigurðardóttir Arnleif Pétursdóttir Manfred Kleindienst Jóhanna Pétursdóttir Sveinn F. Jóhannsson Sigurður Pétursson Ólöf Kristjánsdóttir Hreinn Pétursson Linda H. Guðmundsdóttir Pétur Pétursson Ingunn H. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fyrrv. eiginmaður og afi, Magnús Guðjónsson Hamravík 36, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 25. janúar sl. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Katrín Þ. Magnússon Magnús Kristinsson Guðjón H. Magnússon Ágústa S. Magnúsdóttir Hafsteinn Kristjánsson Guðrún Ágústsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður O. Egilsdóttir kennari, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 20. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju, í dag, föstudaginn 29. janúar kl. 15. Þórður Adolfsson Sigrún Haraldsdóttir Agla Jael Friðriksdóttir Kjartan Jónatan Friðriksson Egill Moran Friðriksson Soffía Kristín Þórðardóttir Þórdís Ögn Þórðardóttir Sölvi Þórðarson og langömmubörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.