Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 58

Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 58
26 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR IÐNÓ TILBRIGÐI VIÐ STEF Nýtt íslenskt leikrit eftir Þór Rögnvaldsson Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Næstu sýningar: 29/1, 31/1, 4/2, 6/2, 11/2 Sími 562 9700 kl. 11–16 www.midi.is Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 U Fim 18/2 kl. 20:00 Síðasta sýn. Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Gerpla (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fös 29/1 kl. 19:00 U Lau 30/1 kl. 15:00 U Lau 30/1 kl. 19:00 U Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 U Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 Ö Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 Oliver!  MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Síðasta sýning 18. febrúar. Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 30/1 kl. 15:00 Ö Sun 31/1 kl. 15:00 U Sindri silfurfi skur (Kúlan) Sun 31/1 kl. 16:30 Síðasta sýn. Ö Allra síðustu sýningar 31. janúar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 Ö Lau 10/4 kl 15:00 Ö Sun 11/4 kl 13:00 Ö Sun 11/4 kl 15:00 Ö Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á morgun kl. 16 heldur hljómsveitin tónleika í Langholtskirkju þar sem unga kyn- slóðin sýnir hvað í henni býr. Ungur trompetleikari, Baldvin Oddsson, verður einleikari með sveitinni. Þótt Baldvin sé aðeins fimmtán ára hefur hann þegar vakið athygli fyrir fágaðan trompet- leik. Nú verður hann í aðalhlutverki í hinum goðsögulega trompetkons- ert eftir Joseph Haydn. Þrjú önnur verk verða flutt á tónleikunum. Geimskot, „Lift off“, eftir Russell Peck fyrir þrjá slag- verksleikara og níu bassatrommur líkja eftir hljóðheimi geimskips í flugtaki. Ævintýri eitt ég veit eftir Snorra Sigfús Birgisson er samið að beiðni Sinfóníuhljómsveitar tónlist- arskólanna fyrir slagverk og þrjú laglínuhljóðfæri. Sinfónía nr. 5 eftir Felix Mendelssohn (Reformation) er samin 1830 í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá stofnun mótmælenda- kirkjunnar í Evrópu. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Á tónleikun- um kemur einnig fram sex manna hópur hljóðfæraleikara úr hljóm- sveitinni og flytur tvö kammerverk undir stjórn Péturs Grétarssonar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 29. janúar 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Óp-hópurinn stendur fyrir tón- leikum í Selinu að Stokkalæk á Rangár- völlum. Á efnisskránni verða Vínar- og óperettulög. Nánari upplýsingar á www. op-hopurinn.is. 22.00 Magni Ásgeirsson og félagar í hljómsveitinni Killer Queen verða með tón- leika á Græna hattin- um við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Bar og gallerí 46 við Hverfisgötu 46. 23.00 Úlpa og Hudson Wayne koma fram á tónleikum á Grand Rokki við Smiðjustíg. ➜ Sýningar Í Skotinu, sýningarými Ljósmyndasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð), hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum Laurent Friob. Opið virka daga kl. 12- 19, og helgar kl. 13-17. Inger Helene Bóasson sýnir ljósmyndir á stigapalli 3ju og 4ðu hæðar Landa- kotsspítala í Landakoti. Opið alla daga kl. 09-21. ➜ Síðustu forvöð Í Artóteki, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu, lýkur sýn- ingu Sari Maarit Cedergren á sunnu- daginn. Opið fös. kl. 10-19, lau. og sun kl. 13-17. Sýningu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar á Kjarvalsstöðum við Flókagötu, lýkur á sunnudag. Opið alla daga frá kl. 10-17. ➜ Myrkir músikdagar 12.10 Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari flytja verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Jón Nordal og Karl O. Run- ólfsson á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. 20.00 Á Batteríinu við Hafnarstræti 1-3 verða flutt raftónverk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Ragnhildi Gísladóttur, Kolbein Einarsson, Lýdíu Grétarsdótt- ur, Wayne Siegel og Kjartan Ólafsson. 22.00 Anna Þorvalds- dóttir flytur eigin verk á tónleikum í Sölvhóli, sal Listaháskólans við Sölv- hólsgötu. Einnig koma fram Daniel Shapira, Frank Aarnink, Katie Buckley, Hjörtur Jóhann Jónsson og Ólöf Halldórs- dóttir. Myrkir músík- dagar standa yfir til 31. jan. Nánari upplýsingar á www. listir. is/myrkir/. ➜ Dansleikir Dj. Örlygur Smári sér um tónlistina á Skemmtistaðunum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Leikrit 20.00 Leikverkið „Tilbrigði við stef“ eftir Þór Rögnvaldsson í leikstjórn Ingu Bjarnason verður flutt í Iðnó við Von- arstræti. Leikarar: Valgeir Skagfjörð og Gunnar Gunnsteinsson, Lilja Þórisdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Nánari upplýs- ingar á www.leikhopar.is. 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir „Bráðum hata ég þig“ eftir Sigtrygg Magnason í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Út er að koma bókin Hveragerði, búsetusaga eftir Þorstein Ant- onsson og Normu E. Samúels- dóttur. Þorsteinn leggur til form og efnisfrágang sögunnar en hug- hrif og jarðsamband er komið frá Normu. Hún á ættir að rekja vestur á firði og á ljúfsárar end- urminningar frá Hnífsdal við vestanvert Djúp. Í bókinni segir af mannlífi í Hveragerði, bæ listafólks, sumars og grósku en einnig vetrarnæðings og fólks sem lifir þar haust- og vetrar- tíð ævi sinnar vegna aldurs eða sjúkdóma. Bókina prýða teikningar Braga Einarssonar í Eden. Hveragerði í bók menning@frettabladid.is Iðnó í kvöld kl. 20 Leikverkið Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvaldsson í leik- stjórn Ingu Bjarnason er nú sýnt í Iðnó. Verkið hefst á örleikriti Strindbergs, Hin sterkari (Den starkere), en síðan prjónar Þór aftan við verk Strindbergs fjögur ólík en sam- tvinnuð tilbrigði. Leikarar eru þau Valgeir Skagfjörð, Gunnar Gunnsteinsson, Lilja Þórisdótt- ir og Guðrún Þórðardóttir. > Ekki missa af Fram undan er síðasta sýning- arhelgin á tveimur sýningum í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Þar lýkur málverkasýningu Þorra Hringssonar og ljós- mynda- og myndbandssýn- ingu Jóhannesar Dagssonar, Firnindi. Á Kjarvalsstöðum lýkur svo sýningu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda því hátt í tíu þúsund gestir hafa séð hana. Þrennir tónleikar eru haldnir á vegum Myrkra músíkdaga í dag. Þessari stórglæsilegu tónlistar- veislu lýkur á sunnudaginn. Á Batteríinu, Hafnarstræti 1-3, verða frumflutt sex ný raftónverk eftir þau Ríkharð H. Friðriksson, Ragnhildi Gísladóttur, Kolbein Ein- arsson, Lýdíu Grétarsdóttur, Wayne Siegel og Kjartan Ólafsson. Tónleik- arnir hefjast kl. 20. Á Kjarvalsstöðum leika Auður Hafsteinsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir íslenska tónlist fyrir fiðlu og píanó. Verkin eru þrjú: G-Svíta eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sónata eftir Jón Nordal og sónata fyrir fiðlu og píanó op. 14 eftir Karl O. Runólfsson. Þetta eru hádegistón- leikar og hefjast kl. 12.10. Í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, verða flutt níu verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, á tónleikum sem ganga undir nafn- inu Rökkur andar hljóði. Verk Önnu eru flutt reglulega um alla Evrópu og í Bandaríkjunum af íslenskum sem erlendum flytjendum. Verk hennar hafa hljómað á hátíðum á borð við Nordic Music Days, Prague Premieres, Festival Nord ischer Klang, Sumartónleika í Skálholti og Ung Nordisk Musik svo fátt eitt sé nefnt. Anna stundar nú doktorsnám við University of California í San Diego í Bandaríkjunum í samstarfi við Rand Steiger, tónskáld og hljóm- sveitarstjórnanda. Meðal þess sem er á döfinni hjá henni er vinna við tónlist fyrir útvarpsleikrit á vegum Ríkisútvarpsins, ritun hljómsveit- arverks sem er pöntun frá Sinfóníu- hljómsveit Íslands vegna verks sem frumflytja á í nýja tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu í Reykjavík og kamm- erhljómsveitarverk fyrir UCSD New Music Ensemble sem verður frumflutt í San Diego, Kaliforníu, í mars 2010. Þeir sem koma fram auk Önnu sjálfrar á þessum tónleikum eru Daniel Shapira, sem sér um hljóð- og tæknivinnslu, Frank Aarnink, sem leikur á slagverk og flygil, Katie Buckley, sem leikur á hörpu, og Hjörtur Jóhann Jónsson sem beitir fyrir sig röddinni. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22. drgunni@frettabladid.is RÖKKUR OG RAFTÓNVERK RÖKKUR ANDAR HLJÓÐI Verk eftir Önnu Þorvalds- dóttur verða flutt í kvöld. Styrkveitingar menn- ingar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráð- stöfunar voru 62 milljón- ir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir. Stórsveit Reykjavíkur var valin Tónlistarhóp- ur Reykjavíkur 2010 og hlýtur styrk upp á tvær milljónir. Sveitin hefur á undanförnum átján árum haldið á annað hundrað tónleika og mun í ár halda áfram að flytja nýja og gamla tónlist með innlendum og erlendum gestum í fremstu röð. Hæsta styrkinn, 4,5 milljónir, hlaut Nýlistasafnið. Safnið stendur nú á tímamót- um, er að flytja í stærra og ódýrara húsnæði að Skúlagötu 28. Í tilefni af því verða haldnar nokkr- ar athyglisverðar sýning- ar og sú fyrsta á erindi við skólabörn í borginni: Barnasviðið – skapandi endurnýtingastöð. Næsthæsta styrkinn, 2,3 milljónir, hlaut Mögu- leikhúsið sem hefur starf- að samfellt frá árinu 1990 og lengi verið eina barna- leikhúsið í höfuðborginni. Á döfinni eru nýjar leiksýningar unnar upp úr íslenskum þjóðararfi. Styrk upp á tvær milljónir hlutu m.a Íslenski dansflokkurinn, Vesturport og Caput-hópurinn. Borgin styrkir listina Ungir sýna sig STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010. FÓLK FRAMTÍÐARINNAR Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og stjórnandinn Daníel Bjarnason.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.