Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 60

Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 60
28 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Pierce Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig leika James Bond. Brosnan var á sínum tíma sparkað af framleiðendum Bond og í staðinn tók Craig við keflinu. Hefur hann skilað hlutverkinu með miklum sóma. Þrátt fyrir það hefur Brosnan aldrei séð eftirmann sinn í hlutverkinu, sem var honum mjög kærkomið. „Ég hef ekki séð Daniel í hlutverkinu. Ég reyndi að horfa á Cas- ino Royale í flugvél. Ég hélt að 37 þúsund fet væru góð fjarlægð frá hlutverkinu en myndin bilaði strax í byrjun. Flugfreyjan kom og lagaði myndina en hún bilaði strax aftur. Ég hugsaði með mér að guðirnir hljóti að vera að segja mér eitthvað. Síðan þá ákvað ég bara að láta málið kyrrt liggja,“ sagði Brosnan. Synir hans tveir sáu hina Bond-myndina, Quantum of Solace, en Brosnan ákvað að halda sig fjarri henni. Horfir ekki á Bond PIERCE BROSNAN Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig í hlutverki James Bond. Söngvarinn Jón Þór Birgis- son hefur látið hafa eftir sér í erlendum fréttamiðlum að Sigur Rós sé á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar barn- eignir trommarans Orra Páls Dýrasonar og bassaleikarans Georgs Holms og hins vegar sólóplata Jónsa, sem hann ætlar að fylgja eftir með tónleikaferð um heiminn. Georg staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ný plata frá sveitinni komi ekki út á þessu ári. „Við erum alveg í rólegheitum enda allir upp- teknir. Þegar við höfum tíma hittumst við og semjum og gerum eitthvað,“ segir bassa- leikarinn sem eignaðist sína þriðju dóttur í október. Orri Páll eignaðist aftur á móti strák síðastliðinn laugardag. Georg segir lítið vera af fullkláruðum Sigur Rósar- lögum á lager. „Við erum í því ferli að semja í rólegheitunum. Við erum komnir með hug- myndir og grunna en í raun- inni erum við ekkert að flýta okkur að klára, enda ætlum við ekkert að taka upp strax. Jónsi er upptekinn núna með sitt verkefni. Við ætlum að leyfa honum að gera það og svo förum við í einhvern gír eftir það.“ Hvernig líkar þér við nýju lögin hans Jónsa? „Ég er reyndar bara búinn að heyra þetta lag sem er búið að spila í útvarpinu. Hann hefur ekki enn þá leyft mér að heyra hitt. Ég veit ekki hvort hann er spéhræddur og þorir ekki að leyfa okkur að heyra,“ segir hann og hlær. „En lagið sem ég hef heyrt er rosaflott og mjög mikið hann. Það fer ekki á milli mála að þetta lag er eftir hann.“ - fb Engin plata frá Sigur Rós SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós ætlar ekki að gefa út nýja plötu á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson lýsir á laugardaginn sínum öðrum undanúrslitaleik á skömmum tíma í EM-keppn- inni í handbolta. Hann er að vonum í skýjunum yfir góðum árangri strákanna okkar. Síðast lýsti Adolf Ingi undanúrslita- leik Íslendinga á móti Spánverjum á Ólympíuleikunum sællar minn- inga. Vonandi verða heilladísirn- ar aftur með okkur Íslendingum á laugardaginn. „Þetta er búið að vera æðislega skemmtilegt eins og alltaf þegar liðinu gengur vel. En þetta fer voðalega mikið eftir gengi liðsins. Þegar það gengur illa er erfitt að taka viðtölin við þá og allir eru svo- lítið súrir. Svo þegar það gengur vel er þetta bara óendanlega gaman,“ segir Adolf Ingi, sem var í essinu sínu í sigurleiknum á móti Norð- mönnum. Almenningur virðist skiptast dálítið í tvo hópa þegar Adolf er annars vegar. Margir eru mjög ánægðir með hann en aðrir finna honum flest til foráttu. Adolf kipp- ir sér lítið upp við það. „Mér finnst sorglegt að fólk geti ekki fundið sér eitthvað annað til að dunda sér við,“ segir hann. „Þetta er bara vinnan mín og maður reynir að gera þetta eins vel og maður getur. Maður getur ekkert verið að velta sér upp úr því hvort maður pirri einhverja. Þegar þú ert með um og yfir átta- tíu prósent af þjóðinni að fylgjast með er hætt við að ekki séu allir sáttir.“ Adolf er sannfærður um að Íslendingar geti komist alla leið á EM, sérstaklega eftir sigurinn frábæra gegn Noregi. „Það sem er svo gaman að sjá er sjálfstraustið og tiltrúin sem er komin í þennan hóp. Þeir búa svo ofboðslega mikið að þessum árangri á Ólympíuleik- unum. Núna vita þeir hvað þeir eru góðir. Ef allt gengur upp geta þeir unnið öll liðin í þessu móti. Þeir eru svakalega vel innstilltir og góðir þessir drengir.“ freyr@frettabladid.is Æðislega gaman á Evrópumótinu SKEMMTIR SÉR VEL Adolf Ingi Erlingsson hefur skemmt sér vel á EM í handbolta, enda árangurinn verið frábær. FRÉTTABLAÐIÐ/EÁS Ný góðgerðarplata til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí fór beint í efsta sæti banda- ríska vinsældalistans eftir að hún kom út. Platan er jafnframt sú fyrsta sem er aðeins gefin út í stafrænu formi sem kemst í efsta sæti listans. Platan hefur selst í 171 þúsund eintökum og hefur að geyma tónlist sem var flutt í sjónvarps- söfnun sem var sýnd í beinni útsendingu á dögun- um, þar sem um sjö milljarðar króna söfnuðust. Þar stigu á svið flytjendur á borð við Jay-Z, Mad- onna, Coldplay, Beyonce og U2. Söfnunin var sýnd víða um heim og voru áhorfendur um 83 millj- ónir. Aðrir sem sungu til styrktar fórnarlömb- unum voru Wyclef Jean, sem er frá Haíti, Bruce Springsteen, Jennifer Hudson, Rihanna og Stevie Wonder. Fleiri vilja leggja sitt af mörkum til söfnunar- innar. Upptökustjórinn Quincy Jones ætlar að gera nýja útgáfu af laginu We Are The World sem var tekið upp árið 1985 í baráttunni gegn hungurs neyð í Afríku. Lagið var samið af Michael Jackson og Lionel Richie og á meðal þeirra sem sungu voru Billy Joel, Tina Turner og Bono. Ekki hefur verið ákveðið hverjir syngja í nýju útgáfunni, sem verð- ur tekin upp í Los Angeles á mánudag. Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi far- ist í jarðskjálftanum í Haítí og skiptir hver króna miklu máli í björgunarstarfinu. Góðgerðarplata fór á toppinn COLDPLAY Hljómsveitin Coldplay er ein þeirra sem á lag á góðgerðarplötunni vinsælu. > SLÆMUR FAÐIR Leikarinn Michael Douglas hefur tjáð sig um son sinn, Cameron Douglas, sem afplánar fangelsis- dóm fyrir ýmis lögbrot. Leik- arinn segist ekki hafa verið syni sínum góður faðir. „Ég tek ábyrgð þar sem það á við. Ég hefði getað verið meira til staðar fyrir son minn. Ég var mikið fjarverandi og enginn engill.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.