Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 64
32 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabla- EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Vín eirikur@frettabladid.is EM í handbolta: Ísland-Noregur 35-34 (18-16) Mörk Íslands: (skot): Arnór Atlason 10 (12), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (7/4), Róbert Gunnarsson 4 (7), Ólafur Stefánsson 4 (8), Alexander Petersson 3 (5), Vignir Svavarsson 2 (2), Aron Pálmarsson 2 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (2). Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 9/1 (25/2, 36%), Björgvin Páll Gústavsson 8 (26/5, 31%). Hraðaupphlaup: 14 (Guðjón 4, Alexander 3, Vign- ir 2, Róbert 2, Ásgeir 1, Arnór 1, Ólafur 1). Fiskuð víti: 4 (Ólafur 2, Snorri Steinn 1, Róbert 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Noregs (skot): Håvard Tvedten 8/6 (10/6), Bjarte Myrhol 5 (6), Kristian Kjelling 5 (8), Lars Erik Björnsen 4 (6), Börge Lund 4 (6), Kjetil Strand 4 (10), Erlend Mamelund 2 (4/1), Frank Löke 2 (5). Varin skot: Steinar Ege 8 (43/3, 19%). Hraðaupphlaup: 9 (Myrhol 4, Björnsen 2, Strand 1, Lund 1, Mamelund 1). Fiskuð víti: 7 (Löke 4, Tvedten 2, Björnsen 1). Utan vallar: 10 mínútur. Rússland-Austurríki 30-31 Króatía-Danmörk 27-23 STAÐAN: Króatía 5 4 1 0 134-123 9 Ísland 5 3 2 0 163-149 8 Danmörk 5 3 0 2 136-134 6 Noregur 5 2 0 3 138-135 4 Austurríki 5 1 1 3 148-156 3 Rússland 5 0 0 5 140-161 0 ÚRSLIT HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son segir að nú hefjist nýtt mót hjá íslenska landsliðinu eftir að það tryggði sér sæti í undanúr- slitum á EM í handbolta með sigri á Noregi í gær. „Við lögðum leikinn þannig upp að hann væri eins og Póllands- leikurinn á Ólympíuleikunum. Þetta var í raun eins og leikur í 8-liða úrslitum,“ segir Guðjón Valur. „Við vildum ekki treysta á neina aðra og það er gott að geta verið í bílstjórasætinu. Við getum leyft okkur að vera ánægðir eftir þennan sigur en nú hefst hjá okkur í raun nýtt mót með undan- úrslitunum um helgina.“ - esá Guðjón Valur Sigurðsson: Nú byrjar nýtt mót hjá okkur MAGNAÐUR Guðjón Valur hefur látið til sín taka á EM. MYND/DIENER HANDBOLTI Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var vitanlega himinlifandi yfir árangri lands- liðsins á EM í Austurríki. Liðið er þar komið í undanúrslit eftir sigur á Noregi í gær, 35-34. „Mér líður ágætlega,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Það eina sem er skrítið er að maður er svolítið hrokafull- ur og ekki að missa sig í einhverju gleðikasti. Ég er bara glaður en veit að þetta er ekki nema eitt skref og ekki lokaskrefið.“ Hann segir að nú taki við enn á ný sama ferlið þegar liðið hefur undirbúning fyrir næsta leik. „Við fáum að slaka á í kvöld og svo byrjum við að leikgreina aftur á morgun. Þannig er þetta bara. Við viljum ekki eitthvað sem er ásættanlegt og þau tækifæri sem gefast á maður að grípa.“ Hann segir að liðið hafi ekki enn toppað á mótinu. „Við getum spilað enn betur. Við vorum klaufar í þessum leik að hafa ekki náð að hrista þá af okkur. Við vorum oft þrem- ur mörkum yfir og misstum for- ystuna oft niður í 1-2 mörk. Þeir náðu meira að segja að komast yfir í seinni hálfleik. Það vantaði alltaf herslumuninn hjá okkur.“ En tækifærin voru til staðar, segir Ólafur. „Það voru fjölmargir sénsar sem við hefðum átt að nýta betur og koma okkur í 4-5 marka for- ystu. Dómararnir byrjuðu reynd- ar að tína okkur út af eftir að þeir norsku fóru að henda sér í gólfið og fiska sóknarbrot á okkur. Það var vissulega dýrt en við sýndum mikinn karakter að koma okkur aftur inn í leikinn, sérstaklega þar sem þeir voru að komast á fínt skrið.“ Ólafur sagði frammistöðu Arn- órs Atlasonar í leiknum hafa verið frábæra. „Þetta voru gullin mörk sem hann skoraði. Allt óvænt mörk og nánast allt hafnaði í netinu hjá honum. Það var líka frábært að við skyldum hafa klárað [Steinar] Ege eins og við gerðum. Það er sjald- an sem hann er í eins stafa tölu í vörðum skotum. Það var lykillinn að þessum árangri hjá okkur.“ - esá Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var manna rólegastur í fagnaðarlátunum eftir sigurinn á Noregi: Þetta er bara eitt skref og ekki lokaskrefið FYRIRLIÐINN YFIRVEGAÐUR Ólafur Stef- ánsson var ekki að missa sig í gleðinni í gær. MYND/DIENER Guðmundur Guðmundsson var greinilega hrærður eftir sigur Íslands á Noregi á EM í handbolta í gær. Með sigri tókst Íslandi að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar en liðið er enn taplaust eftir sex leiki. „Þessi leikur var eins og að hann hefði verið í átta liða úrslitum þó svo að hann hefði verið í milliriðlakeppninni,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var bara allt eða ekkert – inni eða úti.“ Guðmundur segir að þessi sigur sé tileinkaður Gunnari Magnússyni handknattleiksþjálfara sem hefur starfað náið með Guðmundi og Óskari Bjarna Óskarssyni aðstoðarlandsliðsþjálf- ara í kringum landsliðið. „Okkur hefur ekki liðið vel því að félagi okkar hefur átt um sárt að binda. Við hugsum mikið til hans og ákváðum að tileinka honum þennan leik og sigur. Þetta var tákn- rænn sigur fyrir hann og hans fjölskyldu.“ Hann segir að allir í kringum landsliðið hafi hugsað mikið til hans á síðustu dögum. „Það hafa verið erfiðar tilfinningar hjá mörgum í liðinu vegna þessa. Ég var því afskaplega ánægður með liðið og hvernig þeir kláruðu þetta verkefni. Þeir hafa staðið sig stórkostlega.“ Um leikinn segir hann að það hafi verið afar erfitt að ráða við norska liðið. „Þetta er líklega besta norska landslið sem ég hef séð og mátti ekki miklu muna hjá okkur, en það tókst.“ Íslenska liðið hefur spilað mjög grimman varnarleik til þessa á mótinu en leyfði sér þó ekki að ganga jafn langt og í öðrum leikjum. „Norðmenn eru með afar öfluga línumenn. Svo þarf að fara út í skytturnar og því kemur upp erfið staða. Við fund- um ekki nógu gott jafnvægi þarna á milli en samt nógu mikið svo að það dugði til.“ Oft dugði ekkert annað en að sleppa línumönnunum þegar þeir fengu boltann. „Það er betra en að fá á sig bæði mark og tveggja mínútna brottvísun. Það þýðir ekki að eiga við það.“ Enn og aftur var Guðmundur skiljanlega óánægður með dómgæsluna á mótinu. „Eitt dæmi er að Róbert var tvisvar dæmdur brotlegur þegar hann stóð kyrr á vellinum - grafkyrr. Ef það er ólögleg hindrun þá er það ný regla. Það er alveg hrikalega erfitt að þurfa að eiga við svona lagað og ég vona innilega að þetta verði ekki svona í undanúrslitunum.“ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: HUGSAR TIL FÉLAGA SEM Á UM SÁRT AÐ BINDA Þessi sigur er tileinkaður góðum félaga okkar > Arnór hefur bætt sig um 30-40 prósent Steinar Ege, markvörður norska landsliðsins og liðsfélagi Arnórs Atlasonar hjá FCK, lenti í miklum vandræðum með þann síðarnefnda í gær. Arnór skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leik Íslands og Noregs á EM. „Arnór hefur verið frábær á mótinu. Hann hefur átt við meiðsli að stríða en notaði þann tíma mjög vel til að bæta skotin sín og styrkja sig. Ég tel að hann hafi bætt sig um 30-40 prósent á síðasta eina og hálfa ári,“ sagði Ege við Fréttablaðið. Um leikinn sagði hann að Norðmenn hefðu gefið allt sem þeir áttu. „Það var þó ekki nógu mikill stöðugleiki í vörninni og Ísland átti skilið að vinna.“ HANDBOLTI Ísland keppir til verð- launa á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem haldið er í Austur- ríki. Þetta varð ljóst eftir að Ísland vann magnaðan sigur á Noregi í lokaumferð milliriðlakeppninnar, 35-34. Arnór Atlason var frábær í leiknum í gær og skoraði alls tíu mörk úr tólf skotum. Steinar Ege, sem er af mörgum talinn einn besti markvörður heims, átti ekk- ert svar við honum né öðrum til- burðum íslensku sóknarmannanna lengst af í leiknum. Ísland hafði forystu nánast allan leikinn og fékk ótal tækifæri til að stinga Norðmennina af. Það er í raun ótrúlegt og til marks um magnaðan sóknarleik liðsins að það hafi skorað átján mörk í fyrri hálfleik þó svo að liðið hafi þá mis- notað fimm dauðafæri, ýmist af línu eða úr hraðaupphlaupi. Ísland náði forystunni eftir fyrsta stundarfjórðunginn og hélt henni þar til rúmar ellefu mínút- ur voru til leiksloka. Þá tókst Nor- egi að komast yfir, 28-27, en Ísland svaraði með þremur mörkum í röð og sex af næstu átta. Liðið lét for- ystuna aldrei af hendi eftir það, þrátt fyrir að að Norðmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á síðustu tíu mín- útunum tókst það ekki. Það var fyrst og fremst tveimur mönnum að þakka. Annars vegar Björgvini Páli Gústavssyni sem varði fjögur skot á síðustu mín- útunum, hvert öðru mikilvægara, og hins vegar Arnóri Atlasyni sem skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Íslands í leiknum. En það kom vitanlega meira til en aðeins framlag þeirra tveggja í þessum erfiða leik. Vignir Svavarsson átti afar góða innkomu í íslensku vörnina eftir að Ingimundur Ingimundarson hafði fengið tvær tveggja mínútna brott- vísanir með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson átti sem fyrr fína spretti í sókninni þegar hann fékk tækifærið og þá varði Hreiðar Guðmundsson nokk- ur mjög mikilvæg skot. Róbert, Snorri Steinn, Guðjón Valur, Alex- ander, Sverre, Ingimundur, Ásgeir Örn og ekki síst Ólafur - allir skil- uðu þeir sínu í leiknum og gott betur. Eins og við var að búast voru línumennirnir Frank Löke og Bjarte Myrhol afar erfiðir viður- eignar og baráttan við þá setti svip á allan varnarleik íslenska liðsins. Það gerði það að verkum að skytt- urnar fengu mun meira frelsi hjá íslensku varnarmönnunum en hjá fyrri andstæðingum Íslands á mót- inu. Engu að síður leystu íslensku varnarmennirnir þetta erfiða verkefni vel. Liðið fær fyrst og fremst mikið hrós fyrir að gefast aldrei upp. Það var við það að stinga Norðmennina af í nokkur skipti en þó svo að það hefði gengið á ýmsu héldu strák- arnir sínu striki og kláruðu verk- efnið með miklum sóma. Enn og aftur var dómgæslan í allt of stóru hlutverki í leikn- um og hlýtur það að teljast mikið áhyggjuefni að nánast allir leikir Íslands einkennast af afar furðu- legri dómgæslu. Ísland mætir Frakklandi í und- anúrslitum á laugardaginn og fær þá tækifæri til að hefna fyrir ófar- irnar í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking. Veisla í Vínarborg um helgina Ísland vann í gær sigur á Noregi, 35-34, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum á EM í handbolta. Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum en óhætt er að segja að strákarnir okkar séu sjóðandi heitir. EINLÆGUR FÖGNUÐUR Róbert Gunnarsson og Arnór Atlason fagna hér hreint ógurlega þegar ljóst var að Ísland var komið í und- anúrslit á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. MYND/DIENER FAÐMLAG Guðmundur faðmaði strák- ana sína eftir leikinn. MYND/DIENER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.