Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 66

Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 66
34 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur og getur sta›fest fla› me› opinberum gögnum? Ef flú vilt ljúka námi í pípulögnum, húsasmí›i e›a málarai›n flá gæti raunfærnimat veri› fyrir flig. Raunfærnimat er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›. A› loknu raunfærnimati fara flátt- takendur í skóla og ljúka flví námi sem eftir stendur til a› útskrifast. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur í síma 590-6400, jafnframt er hægt a› sko›a www.idan.is e›a senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Kynningarfundur ver›ur haldinn um verkefni› fimmtudaginn 4. febrúar, kl.17:00 í Skúlatúni 2, 1. hæ› (gengi› inn vestan megin). Hófst flú nám í pípulögnum, húsasmí›i e›a málarai›n en laukst flví ekki? Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 26 .0 18 FÓTBOLTI Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Eiði Smára Guðjohnsen síð- ustu daga. Á þriðjudag var hann í læknisskoðun hjá West Ham og ætlaði að gera samning við félag- ið. Þá stökk Tottenham í leikinn og símtal Daniels Levy stjórnar- formanns virðist hafa hreyft við Eiði. Hann var nefnilega staddur í herbúðum Tottenham í gær þar sem hann gekkst undir aðra lækn- isskoðun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var lítið annað eftir en að skrifa undir samning við félagið ef skoðunin gengi vel. Harry Redknapp, stjóri félagsins, sagði síðan í gær að Eiður væri kominn til félagsins. „Mér finnst Eiður vera góður leikmaður og hann getur leikið margar stöður fyrir okkur. Hann getur spilað á miðjunni sem og í sókninni,“ sagði Redknapp. „Við vorum að missa Aaron Lennon í meiðsli og því vantar dýpt á miðjuna. Við gætum spil- að demantamiðju og Eiður myndi henta frábærlega í það kerfi.“ Eiður Smári Guðjohnsen á góðar minningar frá tveimur leikjum sínum á White Hart Lane á sínum fyrstu árum með Chelsea en sá völlur verður einmitt heima- völlur Eiðs Smára fram á vor hið minnsta. Eiður Smári lék alls ellefu leiki í deild og bikar með Chelsea á móti Tottenham og öll þrjú mörk- in hans í þessum leikjum komu á White Hart Lane. Eiður átti mjög eftirminni- lega innkomu í sínum fyrsta leik á White Hart Lane, heimavelli, Tottenham, fyrir tæpum níu árum. Það tók Eið Smára aðeins tólf mín- útur að skora í sínum fyrsta leik á White Hart Lane en Eiður kom þá inn á sem varamaður á 78. mínútu í deildarleik liðanna 17. apríl 2001. Eiður skoraði síðan markið sitt á 90. mínútu eftir frábæra sam- vinnu við Hollendinginn Jimmy Floyd Hasselbaink. Eiður fékk boltann úti á kanti, lék inn að miðju, fór í þríhyrninga- spil við Hasselbaink og afgreiddi boltann síðan af mikilli yfirvegun einn á móti Neil Sullivan mark- verði Tottenham. Ári síðar átti Eiður Smári síðan einn sinn besta leik í enska boltan- um þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Chelsea á White Hart Lane í átta liða úrslitum enska bikarsins. Eiður Smári var valinn maður leiksins á Sky-sjónvarps- stöðunni. Mörk Eiðs Smára í leiknum voru keimlík en hann slapp í bæði skiptin inn fyrir vörn Tottenham og skoraði ískaldur framhjá Neil Sullivan. Fyrra markið kom á 48. mínútu eftir stungusendingu Gra- eme Le Saux og það síðara skoraði Eiður Smári á 66. mínútu eftir að hafa sloppið í gegnum Tottenham- vörnina. Eiður Smári náði ekki að skora í síðustu sex leikjum sínum á móti Tottenham og á síðasta tímabili sínu með Chelsea, 2005-06, kom hann ekkert við sögu í leikjum lið- anna. - hbg, óój Eiður Smári gæti spilað á miðjunni Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sagði í gær að Eiður Smári Guðjohsen yrði lánaður til félagsins frá Monaco út leiktíðina. Eiður Smári Guðjohnsen kunni vel við sig á heimavelli félagsins þegar hann lék með Chelsea. Hann skoraði eftir aðeins tólf mínútur í fyrsta leiknum á White Hart Lane fyrir tæpum níu árum. FANN SIG VEL Eiður Smári Guðjohnsen var í essinu sínu á White Hart Lane fyrir tæpum átta árum. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI „Við erum það klikk- aðir að ég vorkenni því liði sem þarf að mæta okkur næst,“ sagði Björgvin Gústavsson, hæst- ánægður eftir sigur Íslands á Noregi í gær. „Við sýndum það í dag og höfum gert það áður á þessu móti að við erum með hungrið og sig- urviljann í lagi,“ bætti hann við. Björgvin átti magnaðan kafla undir lok leiksins í gær og ríkan þátt í sigri Íslands gegn Noregi „Ég komst ekki í takt við leik- inn í byrjun en Hreiðar átti þá frábæra innkomu. Ég fékk svo aftur tækifæri undir lokin og næ upp góðri einbeitingu sem skil- aði sér í nokkrum vörðum bolt- um. Aðalatriðið er þó að við erum komnir áfram í undanúrslitin.“ - esá Björgvin Páll Gústavsson: Vorkenni næsta andstæðingi BJÖRGVIN PÁLL Hefur reynst betri en enginn á EM í Austurríki. MYND/DIENER HANDBOLTI Arnór Atlason átti stór- brotinn leik með Íslandi gegn Nor- egi í gær. Hann skoraði tíu glæsi- leg mörk úr aðeins tólf skotum og gaf þess utan sjö glæsilegar stoð- sendingar á félaga sína. Sérstak- lega dýrmætur var hann í loka- kafla leiksins en hann skoraði síðustu tvö mörk Íslands í leikn- um. „Þetta var auðvitað alveg frá- bært. Mér líður nú eins og við höfum sannað að árangur okkar á Ólympíuleikunum var engin tilvilj- un. Við erum komnir í hóp bestu handboltaþjóða í heimi og höfum nú staðfest það,“ sagði Arnór brosmildur við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Hann segir þó að baráttunni sé ekki lokið enn. Þvert á móti. „Það er ömurlegt að lenda í fjórða sæti og þá væri bara alveg eins gott að fara heim núna. Við erum því ekki hættir – langt frá því.“ Arnór segist njóta þess að spila með Ólafi Stefánssyni landsliðs- fyrirliði. „Hann er einn besti handbolta- maður í heimi og því vill það oft verða þannig að andstæðingurinn vill frekar fara út á móti honum. Þar af leiðandi skapast oft mikið pláss hjá mér. Mér var því í raun leyft að skjóta á markið.“ Hann segir enga töfraformúlu fyrir góðri frammistöðu. „Ég byrjaði vel, skoraði úr fyrstu skotunum mínum og um leið jókst sjálfstraustið jafnt og þétt. Það var frábært að sjá þetta allt hafna í netinu og eiga það góðan þátt í að tryggja okkur sæti í úrslitun- um.“ Arnór er liðsfélagi Steinar Ege hjá FCK í Danmörku en sá síð- arnefndi náði sér ekki á strik í norska markinu í gær og virtist ekkert vita hvernig Arnór myndi skjóta á markið. „Ég hef skotið á hann á nánast hverjum degi í fjögur ár og þekki hann því vel. Hann þekkir mig líka vel. En þetta varð niðurstað- an að þessu sinni og ekkert nema gott um það að segja.“ Arnór segir liðið ekki komið á endastöð. „Alls ekki. Við verðum að fylgja þessu eftir. Við höfum ekki enn náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir mót,“ segir Arnór Atlason. - esá Arnór Atlason sýndi frammistöðu í heimsklassa gegn Noregi í gær: Staðfestir að við erum á meðal bestu þjóða heims ÓTRÚLEG FRAMMISTAÐA Frammistaða Arnórs gegn Noregi í gær er ein sú besta í sögu landsliðsins. Norðmenn réðu ekkert við hann. MYND/DIENER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.