Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 35 EM í handbolta: Þýskaland-Tékkland 26-26 Slóvenía-Spánn 32-40 Pólland-Frakkland 24-29 STAÐAN: Frakkland 5 4 1 0 135-118 9 Pólland 5 3 1 1 148-144 7 Spánn 5 3 1 1 162-133 7 Tékkland 5 1 1 3 142-154 3 Slóvenía 5 0 2 2 3 159-178 2 Þýskaland 5 0 2 3 127-136 2 ÚRSLIT EINSTAKAR HERRAVÖRUR ÁN ILM– OG LITAR– EFNA  FÓTBOLTI Viktor Bjarki Arnarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KR. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til KR en hann lék þar sem lánsmaður hjá félaginu sumarið 2008. „Þetta er þriggja ára samningur en ég ætla mér aftur út eftir eitt ár,“ segir Viktor Bjarki léttur og ákveðinn. Hann lék með Nyberg- sund í fyrra en var ekki spennt- ur fyrir að vera þar áfram. „Þetta var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þessi bolti hentaði mér ekki vel. Langar spyrnur í stað þess að spila fótbolta.“ Viktor fór upphaflega til Lille- ström en þjálfarinn sem keypti hann þangað var rekinn viku eftir að hann kom til félagsins. „Svo meiddist ég og fékk engin tæki- færi hjá nýja þjálfaranum. Þetta gekk ekki alveg upp en ég sé samt alls ekkert eftir tímanum í Nor- egi,“ segir Viktor Bjarki sem seg- ist vera sáttur við samninginn við KR. „Ég á bestu árin eftir og efsta deild hér heima er betri gluggi en neðri deild í Noregi,“ segir Viktor en af hverju KR? „KR var áhuga- verðasti kosturinn. Það vantar mann fyrir Gumma Ben. sem vill spila fótbolta. Svo þekki ég félag- ið vel og mér líkar einnig vel við Loga þjálfara.“ - hbg Viktor Bjarki Arnarsson samdi við KR í gær: Ætla mér aftur út AFTUR Í RÖNDÓTT Viktor Bjarki er hér í leik með KR árið 2008. MYND/VALLI HANDBOLTI Spánverjar sátu eftir með sárt ennið þegar Frakkar lögðu Pólverja, 29-24, í síðasta leik milliriðils 2. Talsverð pressa var á Frökkum fyrir leikinn þar sem tap í honum hefði fleytt Spánverjum áfram. Spánverjar kláruðu sitt verkefni vel gegn Slóveníu og vonuðu hið besta. Frakkarnir stigu aftur á móti upp þegar á þurfti að halda og lönduðu öruggum sigri á Pól- verjum sem voru eflaust ekki að keyra á fullu gasi þar sem liðið hafði þegar tryggt sig áfram í undanúrslit fyrir leikinn. Það verða því Danir og Spán- verjar sem leika um 5.-6 sætið á mótinu að þessu sinni. - hbg Milliriðill 2: Frakkar skelltu Pólverjum VONBRIGÐALIÐ Danir stóðu ekki undir eigin væntingum á EM og áttu aldrei möguleika gegn Króatíu í gær. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Róbert Gunnarsson sagði leikinn við Noreg í gær hafa verið mjög furðulegan. „Þetta var fáránlegur leikur,“ sagði Róbert. „Norðmennirn- ir grýttu sér í jörðina hvað eftir annað og við vorum alltaf að fá dæmdar á okkur ólöglegar hindr- anir. En svo gerðist það hinum megin líka.“ Hann segir þó að dómararn- ir hafi ekki hallað meira á annað liðið. „Nei, alls ekki. En þetta var skrýtinn leikur og því var það svo gott hjá okkur að halda haus. Þetta var erfiður leikur og við tileinkum allir Gunnari Magnús- syni sigurinn.“ - esá Róbert Gunnarsson: Héldum haus RÓBERT Hefur átt frábæra leiki á EM. MYND/DIENER KNATTSPYRNA Íslenska landslið- ið fær spennandi vináttulands- leik gegn landsliði Mexíkó þann 24. mars. Leikurinn mun fara fram í Charlotte í Bandaríkjunum þar sem landslið Mexíkó verður á æfingaferðalagi fyrir HM. Þetta er annar vináttulands- leikurinn sem næst í hús á stutt- um tíma en fyrr í vikunni var tilkynnt að Ísland myndi mæta Liechtenstein á Laugardalsvelli þann 11. ágúst. - hbg Vináttulandsleikur í fótbolta: Ísland mætir Mexíkó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.