Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 70
38 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Ragnar Bragason, leikstjóri Vakt- ar-þáttanna, hefur lesið handritið að amerísku útgáfunni af Nætur- vaktinni sem handritshöfundurinn Adam Barr hefur unnið en Barr skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Desperate Housewives og Will & Grace. Ekki liggur enn fyrir hvort farið verður í gerð pilot- þáttar eftir handritinu en að sögn Kjartans Þórs Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Saga Film, ætti það að skýrast á næstunni. Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á persónum þáttanna eins og gefur að skilja fyrir banda- ríska sjónvarpið. Þannig hefur nafni Ólafs Ragnars verið breytt í Tommy en að sögn Ragnars verður sú persóna að mestu leyti óbreytt. „Hann er umboðsmaður einhverr- ar hljómsveitar og það kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart að hann skuli hafa farið „ómengaður“ inn í handritið, hann er svona amer- íski draumurinn holdi klæddur.“ Daniel, sem Íslendingar myndu seint kvitta upp á að væri eitthvert kyntröll, er hins vegar orðinn mik- ill kvennaljómi í bandarísku útgáf- unni og segir Ragnar hafa lesið það út úr handritinu að hann eigi eftir að vera í tygjum við nokkra kvenmenn og að í uppsiglingu sé hugsanlegur ástarþríhyrningur. Þess ber þó að geta að Daníel mun eftir sem áður heita Daniel. Mesta breytingin verður hins vegar á Georg Bjarnfreðarsyni. Ragnar segir það ekki hafa komið sér á óvart. „Georg er náttúrlega kommúnisti í íslensku þáttaröðun- um og slíkt er dauðasök í Ameríku, að vera kommi er nánast verra en að vera morðingi. Þannig að hann er gerður að svokölluðum „survi- valist“,“ útskýrir Ragnar en slík- ir menn eru náskyldir „rednecks“ eða sveitalúðum. „Hann á allavega einhverja þannig vini og hreykir sér af því að geta lifað einn af úti í villtri náttúrunni með einn hníf að vopni,“ segir Ragnar og bend- ir á að þetta sé nokkuð skondið. „Georg og Ólafur voru náttúrlega andstæður, hin gömlu stórveldi, Sovétríkin og Ameríka.“ Þá segir Ragnar að miklar breyt- ingar hafi verið gerðar á andrúms- lofti þáttanna. Í frumútgáfunni hafi þeir leyft sér að hafa langar þagnir og atriði þar sem lítið var að gerast í raun og veru. „Banda- ríkjamenn hafa ekki alveg þolin- mæði fyrir slíku, þeir vilja meiri keyrslu og meiri hraða, svona svipað og var gert með amerísku útgáfuna af The Office,“ segir Ragnar og bætir loks við að banda- ríska útgáfan gerist á bensínstöð í úthverfi Los Angeles. freyrgigja@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 RAGNAR BRAGASON: MEIRI KEYRSLA Í AMERÍSKU SERÍUNNI GEORG BJARNFREÐARSON SVEITALÚÐI Í AMERÍKU ÁHERSLUBREYTINGAR Ólafur Ragnar heitir Tommy í banda- rísku útgáfunni af Næturvaktinni. Hand- ritið er klárt og talið er nánast öruggt að prufuþáttur eða „pilot“ verði gerður eftir því. Daníel mun eftir sem áður heita Daniel en er í handritinu lýst sem kvennaljóma og Georg verður að sjálfsögðu ekki kommúnisti, enda slíkt bannorð í Ameríku. Í stað þess verður hann hálfgerður „redneck“ eða sveitalúði. Ragnar Bragason leikstýrði íslensku þáttaröðinni. Erlendar vefsíður á borð við Indian Express greindu frá því í gær að Kate Winslet myndi tala inn á Sólskins- drenginn, heimildarmynd Friðriks Þór Friðrikssonar um einhverfa strákinn Kela. Þetta eru engar nýjar fréttir fyrir Íslendinga. Það sem hins vegar vakti mestu athyglina hjá erlendu fréttasíðunum er sú staðreynd að Kate gerir þetta frítt og var það talið til marks um gott hjartalag leikkonunnar. Athygli vekur að sama orðalag var að finna í öllum fréttunum og því ljóst að einhver úr innsta hring Winslet hefur ákveðið að koma þessu á framfæri við heim- spressuna. Og meira af kvikmyndum. Óvænt samstaða hefur myndast meðal kvikmyndagerðarmanna sem hingað til hafa verið fremur höfuðlaus her. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur niðurskurður menntamálaráðherra og yfirlýsingar Páls Magnússonar útvarpsstjóra farið illa í íslenska kvikmyndagerðar- menn. Hátt í þrjú hundruð mættu á baráttufund á Hótel Borg og segja gárungarnir að það hafi hreinlega aldrei gerst að jafnmargir kvikmyndaleikstjórar hafi mætt á einn stað og verið sammála í meginatriðum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vinna nú margir að því að gera myndbönd og kynningarefni sem á að sýna hversu mikilvæg- ur kvikmyndaiðnaðurinn er fyrir íslenskan efnahag. Einn þeirra er Ólafur Jóhannesson sem hefur þegar birt sitt myndband á vefsíðunni Videmo. Myndbandið heitir Borgríki og skartar Birni Thors, Ólafi Darra, Ingvar E. Sigurðssyni og Ágústu Evu í aðalhlutverkum. Í fyrstu virðist þetta vera ramm-íslensk hasarmynd en svo allt í einu er klippt og greint frá því að þetta sé myndin sem aldrei verður vegna fyrirhugaðrar niðurskurðar. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég er búinn að vera að hlusta á Hawk is Howling með Mogwai og Howl með BRMC er enn þá á fóninum frá því ég keypti hana fyrir fjórum árum. Annars bý ég með músík-skinku sem mengar eyru mín alla daga með sorpi sem ég er farinn að kunna betur og betur að meta því ég er svo þróuð mannvera og get aðlagast öllu.“ Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðar- maður. Steingrímur Þórhallsson, organisti og kórstjóri í Neskirkju, leynir á sér því hann sigraði nýlega í mik- illi dægurlagakeppni á vefsíðunni Broadjam.com. Síðan er ætluð ungum tónlistarmönnum til að koma sér á framfæri. „Þetta er þeirra aðalkeppni sem heitir 6-pack og gengur út á að þú átt að senda inn lög í sex flokkum, meðal annars ósungið lag, andlegt lag og ástarlag,“ segir Steingrímur – eða Stein Thor eins og hann kall- ar sig í útlöndum. „Svo kusu inn- skráðir notendur milli laganna. Maður gat bæði unnið í hverjum flokki fyrir sig og svo alla keppn- ina ef maður safnaði nógu mörg- um stigum í heildina. Ég sigraði í ósungna flokknum og svo alla keppnina því ég var nógu ofar- lega í mörgum flokkum. Sigurinn kom mjög á óvart því ég nennti eiginlega ekki að taka þátt í ást- arlagaflokknum. Svo í vikunni sem keppnin var að klárast var ég bara allt í einu orðinn efstur. Ég svaf ekkert í 3-4 daga. Stigatal- an breyttist á nóttunni því þetta er bandarísk keppni og átta tíma mismunur.“ Verðlaunin, sem nú eru á leið- inni til landsins, eru ekkert slor. „Þetta er heilt bretti af græjum að verðmæti 30.000 dollarar og allt dót sem kemur manni vel,“ segir Steingrímur. „Einhver þrjú hljómborð, tveir gítarar, hljóðkort, mækar, mixerar og svo framvegis. Ég veit ekki hvernig maður verð- ur þegar þetta kemur til landsins. Verðlaunin eru þó ákveðinn bjarn- argreiði við mig því ætli ég þurfi ekki að borga mörg hundruð þús- und krónur í aðflutningsgjöld. Ég verð að fara að vara þá í tollinum við að þetta sé á leiðinni.“ Steingrímur stundar nám í tón- smíðum í Listaháskólanum auk þess að starfa í Neskirkju. Hann segir verðlaunin mikla hvatningu fyrir sig og hefur síður en svo sagt sitt síðasta á þessum vettvangi. - drg Organisti vann bretti af græjum VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 iPad. 2 Ásbjörn Óttarsson. 3 95 milljarðar. LÁRÉTT 2. báru að, 6. mannþyrping, 8. málm- ur, 9. pili, 11. vörumerki, 12. tíðindi, 14. langt op, 16. ekki, 17. dýrahljóð, 18. angan, 20. ætíð, 21. skarpur. LÓÐRÉTT 1. þurft, 3. pot, 4. móðu, 5. þangað til, 7. áhald, 10. duft, 13. þvottur, 15. frjáls, 16. trjátegund, 19. hef leyfi. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. ös, 8. tin, 9. rim, 11. ss, 12. frétt, 14. klauf, 16. ei, 17. urr, 18. ilm, 20. sí, 21. klár. LÓÐRÉTT: 1. þörf, 3. ot, 4. misturs, 5. uns, 7. sirkill, 10. mél, 13. tau, 15. frír, 16. eik, 19. má. „Auðvitað vona ég að honum gangi vel og bara öllu liðinu. Það skiptir ekki máli hver skorar þessi mörk. Liðsheildin skiptir gífurlegu máli og er að fleyta þessu liði áfram, en auðvitað er gott að hafa einhverja sem taka á skarið,“ segir Hildur Arnardóttir, stolt móðir Arnórs Atlasonar, hægrihandarskyttu íslensa lands- liðsins í handbolta. Ísland tryggði sér sæti í undanúrslitun Evr- ópumótsins í Austurríki í gær með sigri á Noregi. Arnór skoraði 10 mörk í leiknum ásamt því að gefa nokkrar frábærar stoðsendingar. Arnór er sonur Hildar og Atla Hilmarssonar handboltahetju. Hann hefur leikið frábærlega á mótinu og er markahæsti maður liðsins. „Það er náttúrulega frábært að horfa á leikina, það er ekkert öðruvísi. Bara æðislegt,“ segir Hildur og játar að stressið geri vart við sig þegar leikirnir ná hámarki. „...En ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna Noreg. Ég var ákveðin í því.“ Samfélagið leggst í dvala á meðan leikir íslenska landsliðsins eru í gangi og eins og margir aðrir þá horfði Hildur á leikinn í gær í vinnunni. Hún íhugar nú að skella sér til Austurríkis og ná undanúrslitun- um. En hvernig metur hún möguleika íslenska lands- liðsins? „Þeir fara alla leið - ekki spurning!“ -afb Mamma stolt af Arnóri FRÁBÆR Arnór Atlason hefur leikið frábærlega á EM og mamma er að sjálfsögðu stolt. Auglýsingasími SVAF EKKERT AF SPENNINGI Steingrímur Þórhallsson sigraði í tónsmíðakeppni á vefsíðunni Broadjam.com. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.