Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 4
4 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ranglega var haft eftir Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftir- litsins, í gær að áætlaður hagnaður vegna gjaldeyrissvika hafi numið allt að fimm milljörðum króna. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Tvö mál sem Byr spari- sjóður höfðaði á hendur fyrir- tækjum í eigu Þorsteins Jónsson- ar og Magnúsar Ármann voru felld niður í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær þar sem sparisjóður- inn höfðaði málið fyrir röngum héraðsdómi. Málin sneru að lán- veitingum Byrs til eignarhalds- fyrirtækjanna Materia Invest, MogS, Runnur, Runnur 2 og Sól- stafir. Í lánasamningunum sem spari- sjóðurinn hafði gert við fyrirtæk- in kom fram að færu málin fyrir dóm skyldu þau höfðuð í Héraðs- dómi Reykjaness. Byr þarf því að höfða málin að nýju fyrir réttum dómstól. Byr þarf að höfða mál að nýju: Fór fyrir rang- an dómstól BYR Lögfræðingar Byrs þurfa að sækja málið að nýju, nú fyrir réttum dómstóli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 2° 0° 1° 4° 2° 0° -1° -1° 22° 7° 12° 4° 24° -6° 6° 14° -5° Á MORGUN 3-10 m/s, hvassara syðst. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. 3 2 0 -2 -3 -5 -1 -3 -7 -2 1 8 7 5 6 5 3 8 6 7 2 15 -2 -2 -3 -7-4 -2 0 -4 -6-3 VÍÐA GOTT Veðrið næstu daga verður yfi rleitt gott og það verða í raun- inni ekki miklar breytingar fram að helgi. Í dag og á morgun verður úrkomulítið og víða nokkuð bjart en á fi mmtudag eru horfur á smá snjó- komu eða slyddu um suðaustan og austanvert landið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði ekki í samræmi við lög þegar það synjaði eig- anda heilsulindar um atvinnuleyfi fyrir sér- hæfðan nuddara sem hann hafði auglýst eftir á taílenska heilsulind, samkvæmt úrskurði umboðsmanns Alþingis. Forsaga málsins er sú að eigandi nudd- stofunnar auglýsti eftir starfsmanninum á heilsulind en gerði meðal annars kröfur um að starfsmaðurinn skyldi vera útskrifaður úr virtum taílenskum nuddskóla, kynni skil á taílenskum spa-hefðum og menningu, að hann kynni taílensku og gæti haft „snurðulaus samskipti við eiganda og hugmyndafræðing heilsulindarinnar“. Kröfurnar sem gerðar voru áttu við eigin- konu eiganda nuddstofunnar. Félagsmálaráðuneytið taldi að eigandinn hefði í starfsauglýsingunni gert óraunhæf- ar kröfur til þess sem ráðinn yrði í starfið og synjaði nuddaranum atvinnuleyfi á grundvelli þess að fólk á Evrópska efnahagssvæðinu hefði forgang að vinnu hér á landi. Ráðuneyt- ið tók þar með undir úrskurð Vinnumála- stofnunar sem taldi að „umrætt starf krefjist hvorki slíkrar sérþekkingar né að fullreynt sé að finna fólk til starfans á Evrópska efna- hagssvæðinu“. Umboðsmaður telur með áliti sínu að úrskurður ráðuneytisins hafi ekki verið reist- ur á réttum lagagrundvelli og að ráðuneytið hafi ekki rökstutt mál sitt nógu vel. Úrskurð- urinn hafi því ekki verið í samræmi við lög. Hann beinir þeim tilmælum til félagsmála- ráðuneytisins að það taki málið til nýrrar meðferðar komi fram ósk þess efnis. - kh Umboðsmaður Alþingis sendi félagsmálaráðuneytinu tóninn vegna taílensks nuddara: Ráðuneytið úrskurðaði ekki í samræmi við lög NUDD Eigandi heilsulindarinnar óskaði eftir sérhæfðum nuddara sem átti meðal annars að vera útskrifaður úr virtum taílenskum nuddskóla. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Fyrirlestur Dr. Tal Ben-Shahar hinn 27. mars fer fram í Vodafone-höll- inni. Forsala á fyrirlesturinn hefst 12. febrúar á miði.is. ÁRÉTTING MENNING Eru líkindi með dómi sögunnar yfir Gissuri jarli Þor- valdssyni og áköllum um land- ráðamenn útrásarinnar? Þessu veltir Úlfar Bragason, rannsókn- arprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, fyrir sér í fyrir- lestri á vegum Sagnfræðingafé- lagsins í hádeginu í dag. Hann spyr hvort verið sé að vísa óbeint til hinnar hefð- bundnu stórsögu um glæsta gullöld, sem hafi runnið skeið sitt á enda vegna svika óþjóð- hollra manna, og hrópum um svik Jóhönnu Sigurðardóttur og annarra ráðherra á Austurvelli 17. júní. Fyrirlesturinn verður hald- inn í Þjóðminjasafninu og hefst klukkan 12.05. - kóp Sagnfræðingafélagið: Gissur jarl og forsætisráðherra SVEITARFÉLÖG Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) mun taka yfir rekstur Lífeyr- issjóðs starfsmanna Kópavogs- bæjar (LSK) frá og með 1. mars. LSS mun þá annast allan dagleg- an rekstur, útreikning og borgun lífeyris og umsjón með reiknis- haldi, ásamt móttöku og vörslu iðgjalda. LSS hefur gert sambærilega samninga við sjóði starfsmanna Reykjavíkur, Húsavíkur, Nes- kaupstaðar og Akraness. LSK komst í fréttirnar á síð- asta ári þegar stjórnin var grun- uð um lögbrot og var skipaður umsjónaraðili. Þá kærði Fjár- málaeftirlitið stjórnina til efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra. - kóp Samningar milli lífeyrissjóða: Tekur yfir rekstur sjóðsins UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi skipulag tveggja sveitarfélaga, Skeiða- og Gnúp- verjahrepps og Flóahrepps, sem gera ráð fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Ástæðan er að þátt- taka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu hafi stangast á við skipulags- og byggingarlög. Svandís segir að í raun hafi úrskurðurinn verið borðleggj- andi. Samkvæmt skipulags- og byggingalögum megi enginn annar bera kostnað við skipulag en sveit- arfélag og skipulagssjóður. Þess vegna hafi greiðslur Landsvirkj- unar verið ólöglegar og ógilt skipu- lagið. Gunnar Örn Marteinsson, odd- viti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir úrskurðinn hafa komið sér á óvart. Ósanngjarnt sé að Lands- virkjun komist hjá því að greiða hluta gjaldanna og þau falli öll á sveitarfélagið. Hann talar um pól- itískan leikaraskap. „Mér finnst enginn tilgangur vera í þessu í svona pólitískum leikaraskap, sem mér finnst þetta nú vera. Ef það er vilji stjórnvalda að hafna því að fara í virkjanir í Neðri-Þjórsá á einhverjum svona forsendum þá sé ég engan tilgang í því að menn séu að halda áfram með málið. Ég held að það þurfi að koma skilaboð frá ríkisstjórn- inni um það hvaða sýn hún hefur á þetta.“ Þá segir Gunnar Örn að ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sé væntanleg og hún hljóti að hafa áhrif á málið. Gunnar gagnrýnir málsmeðferð ráðuneytisins. Málið hafi verið í fjórtán mánuði á borði þess og sveitarfélagið hafi í tvígang óskað eftir fundum um það, en verið virt að vettugi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist hafa orðið hissa á úrskurðinum. Fyrirtækið hafi fengið lagalegt álit um aðra niðurstöðu. Hann segir úrskurð- inn tefja málið og það verði fyrir vikið kostnaðarsamara. Hann segir menn ekki hafa skoðað nákvæm- lega hvað úrskurðurinn þýði, en skipulagsferlið verði endurtekið á einhvern hátt. Hörður segir úrskurðinn ekki áfellisdóm yfir Landsvirkjun. „Nei, nei, alls ekki. Þetta var allt upp- lýst til ráðuneytisins.“ Hann segir að á endanum hljóti fyrirtækið að greiða þennan kostnað, varla geti menn ætlast til að sveitarfélagið geri það. kolbeinn@frettabladid.is Landsvirkjun braut lög með greiðslum Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi skipulag sem gerir ráð fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Tefur skipulagsferlið og er dýrara, segir forstjóri Landsvirkj- unar. Pólitískur leikaraskapur, segir oddviti sveitarfélags eystra. URRIÐAFOSS Virkjun í neðri hluta Þjórsár dregur mjög úr vatnsmagni fossins svo hann hverfur að mestu. Umhverfisráðherra segir að ekki hafi verið hægt að úrskurða öðruvísi þar sem lög hafi verið brotin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mér finnst enginn til- gangur að vera í þessu í svona pólitískum leikaraskap. GUNNAR ÖRN MARTEINSSON ODDVITI SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPS GENGIÐ 01.02. 2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,4887 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,53 128,13 202,30 203,28 177,12 178,12 23,787 23,927 21,615 21,743 17,416 17,518 1,4115 1,4197 197,38 198,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.