Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 16
16 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Hefur þú áhuga á að starfa við hjálparstörf erlendis? Rauði kross Íslands auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í sendifulltrúanámskeiði félagsins. Námskeiðið er tvíþætt og fer fyrri hluti þess fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn í Munaðarnesi 21. – 26. mars næstkomandi. Alls verða 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðið en þátttaka í því er forsenda þess að geta starfað sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi en veitir þó ekki tryggingu fyrir slíku starfi. Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góðrar enskukunnáttu í töluðu og skrifuðu máli er krafist en mikill kostur er ef umsækjandi hefur góð tök á frönsku og /eða arabísku og /eða spænsku. Rauði kross Íslands leitar sérstaklega að sérfræðingum á sviði heilbrigðis og verkfræði sem gætu starfað með Alþjóða Rauða krossinum í kjölfar náttúruhamfara og/eða á átakasvæðum en einnig frönskumælandi fólki með háskólamenntun á sviði lögfræði eða mannréttinda til að starfa að vernd almennings á átakasvæðum. Reynsla af skýrsluskrifum, verkefna- og fjármálastjórnun er mikill kostur fyrir öll ofangreind störf sem og starfsreynsla á alþjóðavettvangi. Umsóknir berist með tölvupósti til Kristínar Ólafsdóttur verkefnisstjóra á alþjóðasviði Rauða kross Íslands (kristinolafs@redcross.is) fyrir 10. febrúar næstkomandi. Umsækjendur er vinsamlegast beðnir um að nota staðlað umsóknareyðublað sem er að finna á heimasíðu Rauða krossins www.raudikrossinn.is en þar er einnig að finna nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði. Öllum umsóknum verður svarað. UMRÆÐAN Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að ein-hvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalykt- ir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðana- könnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekst- ur þess sé traustur og eiga þúsund- ir bæjarbúa mikið undir að vel tak- ist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efna- hagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neit- aði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í rusl- flokk. Þann sama dag jókst skulda- tryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endur- skoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þess- ari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbind- ingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að ríf- ast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenning- ur í Kópavogi eða annars stað- ar á landinu. En á meðan við bend- um og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekst- ur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxta- gjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryf- irvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmd- ir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömur- lega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð millj- óna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarand- staðan sýni þá ábyrgð sem stjórn- málamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrir- greiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og krepp- an dýpkar. Þennan reikning þurf- um við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvext- irnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Biðin kostar sveitarfé- lögin hundruð milljóna GUÐRÚN ARNARDÓTTIR UMRÆÐAN Vigdís Hauksdóttur skrifar um Icesave Steingrímur J. Sigfússon stjórnar-andstæðingur fór mikinn í fjöl- miðlum haustið 2008. Tökum dæmi. Á vef RÚV 23. október kemur fram: „Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.“ Hvar er uppreisnin? Verður hún kannski 6. mars? Á vef svæði mbl.is þann 22. október 2008 er viðtal við óbreyttan Steingrím J. Þá blasti sú staðreynd við að AGS hafði sett þau skilyrði að mál vegna Icesave-reikninganna yrðu að fullu gerð upp við Breta og Hollendinga. Þar segir hann: „… að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun. Ekki liggi fyrir að okkur sé laga- lega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martrað- ir séu að rætast varðandi aðkomu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins.“ Síðan hefur Stein- grímur legið í Þyrnirósar- svefni, sem þjóðin freistar nú að vekja hann af. Síðar í sömu frétt segir Steingrím- ur: „Slíkar skuldbindingar upp á hundruð milljarða geti ekki verið einkamál einnar ríkisstjórnar.“ Alveg hárrétt, Steingrímur. Og þaðan af síður einkamál eins manns og gamalla flokksfélaga hans. Á vefsvæði amx.is í janúar 2009 er einnig að finna merkilega tilvitn- un í Steingrím: „Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikn- ingunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlána- tryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.“ Í sömu frétt stend- ur: „Eins og undirritað- ur lýsti yfir við atkvæða- greiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan og ógildanleg- an nauðungarsamning. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Trygginga- sjóðurinn hins vegar við skuldun- um verður ljóst að ekki verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endan- lega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn.“ Það er ég viss um að Ragnari Reykás vöknar um augun af geðshræringu, þegar hann les um umturnaða ráðherrann sem snerist í skoðunum sínum á einu augabragði, við það eitt að skipta um stól í þingsalnum. Höfundur er alþingismaður. Á einu augabragði UMRÆÐAN Baldur Jónasson skrifar um stjórnmál Aftan á Fréttablaðinu á mánu-dag er lítill fréttamoli með mynd af Ögmundi Jónassyni, alþingismanni og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Segir í þess- um skrifum að nú hitni undir núverandi útvarpsstjóra og séu á því nokkur líkindi að Ögmund- ur Jónasson fari í embættið enda „þyki hann þekkja ágætlega til í rekstri RÚV eftir áralangt starf sem formaður BSRB auk þess að hafa verið þar fréttamaður á árum áður“. Allt er þetta satt og rétt og efast ég ekkert um að Ögmundur myndi standa sig vel sem útvarpsstjóri ef því væri að skipta. En rúsínan í pylsuendan- um er eftir. Moli Fréttablaðsins endar nefnilega á þess: „Hrók er- ingin þykir jafnframt gagnast flokksmönnum Ögmundar ágæt- lega, ekki síst eftir að hann lenti upp á kant við flokkssystkini sín.“ Nú vill svo vel til að ég er flokksbróðir Ögmundar og þekki ágætlega til í VG og einnig út fyrir þær raðir, á meðal fólks sem styður málstað flokksins. Ég leyfi mér að fullyrða að Ögmund- ur Jónasson hefur ekki lent upp á kant við þorra þess fólks nema síður væri. Hans framganga hefur styrkt málstað VG veru- lega. Ef það er svo að Ögmund- ur er upp á kant við ríkisstjórn- ina og einhverja í þingflokki VG þá ættu hin síðarnefndu að hugsa sinn gang! Hið rétta er að mikil reiði er ríkjandi yfir því að Ögmundur skyldi sjá sig knúinn að fara úr ráðherraembætti og þar með úr ríkisstjórn og vill þetta fólk fá hann þangað aftur hið bráðasta. Ég hef orðið mjög áþreifanlega var við þetta innan úr heilbrigð- isgeiranum og í samfélaginu almennt. Það eru ótvíræðir hags- munir ríkisstjórnarinnar og VG að fara þess á leit við Ögmund Jónasson að hann komi aftur til liðs við ríkisstjórnina með aðkomu að henni. Ríkisstjórnin þarf á því að halda. Trúverðug- leiki hennar sem félagshyggju- stjórnar er í húfi. Höfundur er félagi í VG og fyrr- verandi starfsmaður RÚV. Ríkisstjórnin þarfnast Ögmundar UMRÆÐAN Arnar Árnason skrifar um umhverfismál Það er manninum nauð-synlegt að ganga ekki á náttúruauðlindir og valda ekki spjöllum á umhverfi sínu. En það er líka nauð- synlegt að taka upplýstar ákvarðanir í umhverfisvernd. Því miður hafa ýmsar vafasam- ar meiningar um umhverfismál nánast öðlast sannleiksgildi. Hver hefur ekki fengið tölvupóst með innifalinni áskorun um að bjarga nú trjánum og prenta ekki út póstinn? Ef þú heldur að pappír ógni umhverfinu þá skaltu hugsa þig tvisv- ar um. Helmingurinn af trefjaefni til pappírsfram- leiðslu kemur úr endurunn- um pappír. Hin 50% koma úr nytjaskógum, sem fara stækkandi með hverju ári, afgöngum frá byggingar- og húsgagnatimburvinnslu og frá nauðsynlegri grisjun á skóglendi. Ný tré binda koltvísýring mun betur en gömul og því er ræktun nytjaskóga frábær leið til þess. Sameinuðu þjóðirnar hafa meira að segja lýst því yfir að trjá- og pappírsiðnaður leiki stórt hlutverk í að milda loftslagsbreytingarnar. Pappírsframleiðendur í Evrópu eru því mjög meðvitaðir um mikil- vægi endurvinnslu og stuðla sam- viskusamlega að henni um alla álf- una. Skógar í Evrópu hafa stækkað um 30% frá miðri síðustu öld og er það fyrst og fremst meðvitaðri umhverfisstefnu pappírsframleið- enda að þakka. Tökum fagnandi á móti kynning- arbæklingum og -blöðum því papp- írinn er í góðri sátt við umhverfið. Höfundur er markaðsstjóri Odda. Sjálfbær nýting skóga Ég leyfi mér að fullyrða að Ögmundur Jónasson hefur ekki lent upp á kant við þorra þess fólks nema síður væri. Ég krefst þess að stjórnarand- staðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar. VIGDÍS HAUKSDÓTTIR ARNAR ÁRNASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.