Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 20
Stofnfundur samtaka um heilsuferðaþjónustu á Íslandi var haldinn í lok síðasta mánaðar. Katrín Júlí- usdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, sótti fund- inn og segir veruleg tækifæri felast í þessari tegund ferðaþjónustu. Heilsuferðaþjónusta er sproti innan ferðaþjónust- unnar sem hefur vaxið í samræmi við aukinn áhuga almennings á heilsu og vellíðan. Umtalsverð undir- búningsvinna hefur verið unnin í iðnaðarráðuneytinu í tengslum við þetta mál og verður um fjórum millj- ónum króna varið í verkefnið. „Iðnaðarráðuneytið vinnur þetta verkefni í sam- starfi við ferðamálastofu og við höfum sett okkur háleit markmið um að fjölga þeim ferðamönnum sem sækja landið heim. Vandamálið sem við stönd- um frammi fyrir núna er hvernig við förum að því að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna ferða- mannatíma og við veðjum á heilsuferðaþjónustu,“ útskýrir Katrín. Hún segir ótal tækifæri hér á landi til sóknar í þessari tegund af ferðaþjónustu og bendir meðal annars á að sundlaugar og náttúrulegar laugar, hreinar matarafurðir, ósnortna náttúru og hreint loft megi nýta í heilsuferðaþjónustu. Katrín bendir á að ferðamönnum sem kaupa heilsu- tengda ferðaþjónustu fjölgi árlega um átján prósent og þó hingað kæmi ekki nema brot af þeim fjölda væri það mikil búbót. „Stefnan er að búa til klasa samstarfsfyrirtækja sem munu vinna að heilsuferðaþjónustu og vonandi verðum við komin með fullmótaða vöru í hendurnar fyrir næsta haust. Sjálf tel ég að þetta sé framtíðin hvað ferðaþjónustu varðar og ég finn fyrir miklum áhuga á meðal íslenskra ferðaþjónustuaðila að sækja inn á þennan markað.“ Katrín segir að samtökin muni einnig skoða þann möguleika hvort hægt sé að skapa markað fyrir lækn- ingaferðaþjónustu. „Annar möguleiki er að fara af stað með læknistengda ferðaþjónustu hér á landi, en það er eitthvað sem við getum ekki hent okkur út í alveg strax,“ segir Katrín að lokum. sara@frettabladid.is Mikil tækifæri innan heilsuferðaþjónustu Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, sótti stofnfund samtaka um heilsuferðaþjónustu á Íslandi. Hún segir ótal tækifæri vera hér á landi til sóknar í þessari tegund ferðaþjónustu. Katrín Júlíusdóttir segir mikilvægt að fjölga þeim ferðamönnum sem sækja landið heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flügger-litir hafa skapað sér sterka stöðu á Íslandi og styrktist hún enn frek- ar á dögunum þegar fyr- irtækið gekk til samstarfs við Hempel-málningarfyr- irtækið. „Hempel hefur sérhæft sig í skipa- og iðn- aðarmálningu en Flügger- litir hafa í gegnum tíðina lagt megináherslu á húsa- og híbýlamálningu. Eftir breytinguna erum við orðnir þéttir á öllum svið- um,“ segir Vigfús Gunnar Gíslason, framkvæmda- stjóri Flügger. Flügger og Hempel, sem bæði eru með starfsemi víða um heim og byggja á aldargömlum grunni, voru aldrei í beinni samkeppni enda með ólíkar áhersl- ur. „Nú erum við komnir með breiðara úrval undir einn hatt og bindum mikl- ar vonir við það enda hefur Hempel verið þekktasta merkið á sviði skipa- og iðnaðarmálningar á Íslandi um áratugaskeið og er með sterka markaðsstöðu.“ Hempel var í samstarfi við íslenska málningar- fyrirtækið Slippfélagið en sleit því í lok árs 2009. „Þá lágu fyrir upplýsing- ar um að Slippfélagið ætti í fjárhagserfiðleikum og tóku forsvarsmenn Hemp- el ákvörðun um að leita til Flügger enda fyrirtækið með sterka stöðu á Íslandi. Þetta eru tvö dönsk fyrir- tæki sem gera með sér viðskiptasamning en bæði hafa verið með viðskipti á Íslandi. Við erum gamla Harpa Sjöfn sem Flügger keypti þegar fyrirtækið fór að hasla sér völl hér á landi og erum með net verslana bæði á höfuðborgarsvæð- inu og úti um landsbyggð- ina en höfuðstöðvarnar eru að Stórhöfða 44 í Reykjavík og þar eru aðsetur söludeild- ar Hempel,“ segir Vigfús. Hann segir að samkomu- lag hafi orðið um að ráða hluta af starfsmönnum sölu- deildar Hempel, eða sölu- stjórana Þorstein Hauks- son og Hörð Backman, sem höfðu umsjón með Hemp- el, til Flügger til að tryggja áframhaldandi gæðaþjón- ustu. „Þannig höldum við tengslum við viðskiptavini og viðhöldum þekkingu.“ Hempel í nýjar hendur Hempel málningarfyrirtækið, sem sérhæfir sig í skipa- og iðnaðarmálningu, hefur nú gengið til samstarfs við Flügger-liti og hefur staða Flügger því styrkst til muna. Vigfús Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger, segir samstarfið við Hempel tryggja breiðara úrval. Hér er hann ásamt sölustjóranum Þorsteini Haukssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kynning STÓRT VETNISVERKEFNI fer af stað bráðlega. Af þeim sökum afhenti iðnaðarráðherra á dögunum tíu Ford Focus FCV vetnisrafbíla til ýmissa notenda sem munu taka þátt í verkefninu. www.iðnadarraduneyti.is MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.