Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 22
 2. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa „Með þessu erum við að hvetja almenning til að huga betur að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og hægt er, bæði í leik og starfi,“ segir Kristín Lilja Frið- riksdóttir, hjá Íþrótta- og Ólymp- íusambandi Íslands, sem ætlar að hefja átaks- og hvatningarverkefn- ið Lífshlaupið næstkomandi mið- vikudag. Lífshlaupið fer nú af stað í þriðja sinn og er fyrirkomulag átaksins með sama sniði og síðustu tvö ár. Þannig geta þeir sem eru fimmt- án ára og yngri tekið þátt í hvatn- ingarleik grunnskólanna en sextán ára og eldri í vinnustaðakeppni. Leikreglur eru einfaldar að sögn Kristínar. „Sá skóli eða vinnustaður sem skráir á sig hreyfingu flesta daga á tímabilinu 3. til 23. febrúar vinnur keppni. Lágmarkshreyfing hvers nemanda er klukkutími á dag en hálftími á hvern starfsmann í sam- ræmi við ráðleggingar Lýðheilsu- stöðvar um hreyfingu. Ég vil þó benda á að í vinnustaðakeppninni deilist heildarhreyfing niður á alla starfsmenn viðkomandi fyrirtæk- is en ekki aðeins þá skráðu og því um að gera að fá flesta til að vera með.“ Hún bætir við að þátttak- endur eigi jafnframt möguleika á að vinna til viðurkenninga í ein- staklingskeppni sem stendur yfir allt árið um kring. Að sögn Krist- ínar fjölgaði þátttakendum á síð- asta ári um 1.588, eða úr 7.700 í 9.288 manns. Hún reiknar með enn betri þátttöku í ár. „Til að svo verði höfum við meðal annars ein- faldað skráningarkerfi skólanna þannig að aðeins einn starfsmað- ur frá hverjum skóla þarf að skrá hann. Eftir það geta kennarar við- komandi skóla skráð sína bekki.“ Sjá www.lifshlaupid.is. - rve Höfðar til allra landsmanna Kristín ásamt vinnufélugunum hjá ÍSÍ sem hafa þegar skráð sig til leiks. Frá vinstri: Örvar Ólafsson, Kristín, Hannes S. Jónsson, Andri Stefánsson, Þórarinn Alvar Þórar- insson og Hafsteinn Pálsson formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það geta allir spilað badmin- ton og það sem meira er, það geta allir keppt í badminton. Íþróttin, sem á rætur sínar að rekja til Indlands, nýtur nú mikilla vinsælda á Íslandi. „Badmintoníþróttin hefur aldrei notið meiri vinsælda en nú í vetur,“ segir Jóhann Kjartansson, yfir- þjálfari hjá Tennis- og badminton- sambandi Íslands. „Við renndum alveg blint í sjóinn vegna ástands- ins í þjóðfélaginu og áttum ekki von á þessari miklu aðsókn en erum vitaskuld afar ánægð með hana.“ Íþróttin er komin frá Indlandi og barst til Evrópu með enskum liðs- foringjum sem þar voru í hernaði. Fyrsti leikurinn fór fram á Eng- landi árið 1873 en þegar hertoginn af Beaufort fékk áhuga á þessum leik var hann kynntur á herragarði hans í Gloucesterskíri, Badminton House, og þaðan er nafn íþróttar- innar komið. „Það skemmtilega við badmin- tonið er að það geta nær allir spil- að íþróttina en iðkendur hér eru frá fimm ára aldri og upp í nír- ætt. Hér eru einnig vinnuhópar og saumaklúbbar sem sumir hafa spilað saman í allt að 30-40 ár og það sem sumir hafa einmitt mest gaman af er að keppa innbyrðis. Fólk er vitaskuld fyrst og fremst að spila sér til ánægju og heilsu- bótar. Mörgum finnst ekki verra að keppa og sumir halda strangt bók- hald og taka því vel á,“ segir Jó- hann og brosir. Að sögn Jóhanns er algeng- ast að almenningur festi sér völl í húsi TBR í Gnoðarvogi einu sinni í viku eða oftar en einnig er hægt að panta staka tíma með mest viku fyrirvara. „Æfingatímar fyrir börn og unglinga eru frá klukkan 14.20 til 16.50 flesta dag vikunnar.“ Flestir æfa tvisvar í viku í 50 mínútur í senn, fyrst yngstu börn- in og þau eldri seinni partinn. Þá er boðið upp á sex vikna námskeið á mánudagskvöldum klukkan 21.50 þar sem farið er í undirstöðuatriði íþróttarinnar. Fólk hefur að því loknu náð ágætis færni til þess að spila að sögn Jóhanns. Næsta námskeið hefst í byrjun mars. Nánari upplýsingar sem og upplýsingar um fleiri námskeið má finna á heimasíðu Tennis- og badmintonsambands Reykjavíkur, www.tbr.is - uhj Sumir halda strangt bókhald í badminton „Badmintoníþróttin hefur aldrei notið meiri vinsælda en nú í vetur,“ segir Jóhann Kjartansson, hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ný rannsókn sýnir fram á að börn eru líklegri til að fara til tann- læknis ef foreldrarnir fara sjálf- ir reglulega. Í rannsókninni tóku þátt 6.100 manns sem svöruðu spurninga- lista. Helstu niðurstöður voru þær að 86 prósent barna foreldra, sem höfðu farið til tannlæknis á árinu fyrir könnunina, höfðu einn- ig farið til tannlæknis. Aðeins 64 prósent barna foreldra, sem ekki höfðu farið til tannlæknis á síð- ustu tólf mánuðum, höfðu sjálf farið. Einnig benti rannsóknin til þess að foreldrar sem frestuðu tannlæknaferðum vegna kostn- aðar áttu börn sem gerðu slíkt hið sama. Rannsóknin var gerð af vís- indamönnum við sjúkrahúsið í Massachusetts í Bandaríkjunum og birtist grein um hana í tíma- ritinu Pediatrics. - sg Börn læra af foreldrum Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Brjóstaminnkunaraðgerðum á körlum í Bretlandi fjölgaði um áttatíu prósent frá árinu 2008 til 2009 eða úr 323 aðgerðum í 581, en það var mesta aukningin á sviði lýtalækninga þar í landi í fyrra. Lýtalækningum almennt fór þó einnig fjölgandi og virðast Bret- ar ekki setja kreppuna fyrir sig þegar kemur að útlitinu. Aðgerðirnar eru í níu af hverj- um tíu tilvikum framkvæmd- ar á konum og er brjóstastækk- un langvinsælust. Mesta aukning- in er þó hjá körlum og eru nef- og augnpokaaðgerðir efstar á lista. Brjóstaminnkunaraðgerðunum fjölgar þó mest eins og fyrr segir og vill lýtalæknirinn Rajiv Grov- er meina að karlmannstímaritum sé um að kenna. „Margir karlmenn upplifa pressu frá karlmannstíma- ritum sem sýna stælta kroppa, en slík blöð voru mörg hver ekki á markaði fyrir nokkrum árum. Brjóstaminnkun á körlum er ekki ný af nálinni en með tilkomu kar- latímaritanna fóru menn að átta sig á því að þessi möguleiki væri fyrir hendi.“ - ve Brjóstaminnkunum fjölgar um 80 prósent Bretar setja kreppuna ekki fyrir sig þegar kemur að útlitinu. NORDICPHOTOS/GETTY Hádegishópur Vilt þú keyrslu og aðhald? Nýtt námskeið að hefjast þriðju- og fi mmtudaga kl. 12.05–12.50 6 vikur Byrjar 9. febrúar Verð kr. 14.900 Þjálfari er Anna Borg, sjúkra- og einkaþjálfari Skráning í síma 560 1010 eða á heilsuborg@heilsuborg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.