Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 26
 2. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa Kemur út fimmtudaginn 4. febrúar Sérblaðið Hillur, skápar og skipulag Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri hefst á laugar- daginn næstkomandi og stendur til 21. mars. Hátíðin verður sett við hátíðlega athöfn í Skauta- höllinni. Þar koma fram hæfileikaríkir iðkendur í listhlaupi auk þess sem Ólympíufarar heiðra sam- komuna rétt áður en þeir halda utan til Van couver í Kanada. Á dagskrá VH 2010 er að finna viðburði sem ná yfir fjölmargar íþróttagreinar þar sem snjór og útivist eru í aðalhlutverki. Í Hlíðarfjalli fer stór hluti hátíðarinnar fram þar sem svigskíði, gönguskíði, telemarkskíði og snjóbretti verða í aðalhlutverki bæði í keppni og sem almenn af- þreying. Einnig verður boðið upp á námskeið í skíðaiðkun fatlaðra. Í Skautahöllinni verður keppt í listhlaupi, íshokkíi, krullu og endurvakin verður bæjar- keppnin í íshokkíi þar sem erkifjendurnir Ak- ureyri og Reykjavík takast á. Árleg vetrarsportsýning Félags vélsleða- manna í Eyjafirði verður haldin aðra helgina í febrúar og um sömu helgi verður snjó-cross og ís-cross. Einnig verður blásið til keppni í samhliða spyrnu á vélsleðum við Skautahöllina. Íþróttafélög á svæðinu láta ekki sitt eftir liggja. Hestamannafélagið Léttir stendur fyrir Stjörnutölti, Bílaklúbbur Akureyrar sýnir ísakstur og skátar verða með vetrar- þrautir. Nánari upplýsingar um dagskrá VH 2010 er að vinna á vefsíðunni www.vmi.is - sg Um átján prósent barnshaf- andi kvenna á Íslandi fara í þvívíddarsónar hjá fyrirtæk- inu 9 mánuðum í Kópavogi. Guðlaug María Sigurðardóttir ljósmóðir segir ýmsar ástæður fyrir áhuga verðandi foreldra. „Tæknin sem notuð er í þrívíddar- sónar er sú sama og notuð er til að finna fiskitorfur. Í tvívíddartækni fara allar hljóðbylgjur á sama stað- inn en í þrívíddartækni er notað- ur sami styrkur en munurinn er sá að bylgjurnar dreifast á stærra svæði. Þess vegna fáum við sjón- vænni myndir,“ útskýrir Guðlaug María Sigurðardóttir, ljósmóðir og framkvæmdastjóri 9 mánaða, sem hefur boðið upp á þrívíddarsónar á Íslandi í fjögur ár. Áhuginn var strax mikill hjá verðandi foreldrum. Í upphafi kreppu haustið 2008 minnkaði að- sóknin en hefur aukist aftur. „Núna fáum við um 17 til 18 prósent allra barnshafandi kvenna til okkar,“ segir Guðlaug María og telur marg- ar mismunandi ástæður liggja að baki áhuganum. „Sumir eru forvitnir og vilja eiga myndir, aðrir líta á þetta sem skemmtilega eign fyrir barnið seinna meir. Svo koma konur sem eiga menn sem eru að vinna er- lendis eða úti á sjó, og einnig fólk sem á ættingja erlendis,“ telur hún upp. Hún segir einnig til í dæminu að fólk komi og vilji ekki sjá mynd- irnar fyrr en barnið er fætt til að bera saman. „Svo kemur fólk sem veit að eitt- hvað er að og vill fá að sjá betur hvað það er,“ segir hún og bætir með hluttekningu við að einnig komi fólk sem jafnvel viti að barn- ið muni ekki lifa og vilji fá að sjá það í umhverfi þar sem því líði vel. „Ég fékk póst um daginn frá konu sem missti barnið sitt á með- göngu en hafði farið í þrívíddarsón- ar. Hún var mjög þakklát fyrir að eiga mynd af barninu.“ En hvað sést á myndunum? „Það fer algerlega eftir fyrirsætunum. Sum börn taka þátt í þessu af lífi og sál, brosa, ulla og sjúga nafla- strenginn meðan önnur eru annað að spekúlera,“ segir hún og brosir. Sjónum er fyrst og fremst beint að andliti barnsins en einnig er reynt að ná myndum af fótum og höndum. „Við getum séð kynið en getum líka sleppt því ef fólk vill ekki vita.“ Guðlaug María segir best að taka myndirnar frá 22. til 36. viku. „Upp úr 24. viku verða þau hins vegar yf- irleitt sætari, þau eru svo grönn og holdlítil fyrir þann tíma.“ Tími í þrívíddarsónar kostar 13.900 krónur. Guðlaug María seg- ist halda að skoðun hjá 9 mánuðum sé sú ódýrasta í Evrópu. Hún segir algengt að íslenskir námsmenn er- lendis komi til hennar í fríum þar sem verðið sé svo hagstætt og þá komi einhverjir útlendingar sem nýti tækifærið á ferðalagi um landið til að kíkja á barnið sitt. Nánari upplýsingar á www.9m- anudir.is. - sg Nýtt líf í þremur víddum „Sumir eru forvitnir og vilja eiga myndir, aðrir líta á þetta sem skemmtilega eign fyrir barnið seinna meir,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir ljósmóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Myndirnar úr þrívíddarsónarnum eru ótrúlega skýrar. MYND/ÚR EINKASAFNI Hátíðin hefst um helgina Snjóbretti, skíði, mótorcross og listhlaup á skautum er meðal þess sem keppt verður í á Vetraríþrótta- hátíð ÍSÍ á Akureyri. ● SYKRUÐ ÁKVARÐANATAKA Samkvæmt rannsókn sem fagtímaritið Psychological Science birti nýlega er sykurinn ekki alslæmur, í það minnsta ekki þegar kemur að ákvarðanatökum. Hópur fólks var látinn svara spurningalista, þar sem reyndi á dómgreindina og ákvarðanatöku um eigin framtíð. Helmingi spurningalistans svöruðu þátttakend- ur á fastandi maga og hinn helminginn leystu þeir eftir að hafa fengið sykrað gos að drekka. Einn hópur fékk svo gos með gervisykri. Samkvæmt niðurstöðum tók hópurinn sem fékk sykraða gosið skynsamlegustu ákvarð- anirnar varðandi eigin framtíð, völdu til að mynda að bíða lengur eftir stærri peningaupphæð í stað þess að fá mun minni upphæð greidda strax á morgun. Hópurinn sem tók ákvörðun á fast- andi maga og drakk diet-gosið var hins vegar óþolinmóðari, gætti ekki að lang- tímagróða og vildi fá peningana strax. Rannsakendur segja niðurstöðuna vera þá að svöng séum við óþolinmóðari. Og að syk- urlaus matvæli, sem eru hitaeiningasnauð, full- nægi ekki líkamlegri þörf okkar fyrir hitaeiningar og hindri því heldur ekki óþolinmæði og fljótfærni. ● EITT GLAS Á DAG KEMUR HEILSUNNI Í LAG Fæði sem inniheldur mikið af andoxunarefn- um er talin góð fyrir heilsuna. Til andoxunarefna telj- ast til að mynda C-vítamín og E-vítamín sem finn- ast bæði í ávöxtum og grænmeti. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að bláber eru hvað ríkust af and- oxunarefnum. Mælt er með því að byrja hvern dag með því að drekka glas af bláberjasafa, en það mikla magn af andoxunarefnum sem hann inniheldur getur bæði styrkt ónæmiskerfið og komið í veg fyrir ýmsa sjúk- dóma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.