Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 38
22 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > KOMINN Í KYNLÍFSBANN Leikarinn Matthew McCon- aughey er þessa dagana í fjörutíu daga kynlífsbanni. Konan hans, hin brasil- íska Camila Alves, eign- aðist annað barn þeirra fyrir þremur vikum. Samkvæmt brasilísk- um hefðum þarf hún fjörutíu daga til að jafna sig áður en hún getur stundað kynlíf á nýjan leik. Egill Einarsson hefur verið stoppaður úti á götu, knúsaður og kysstur fyrir framgöngu Arons Pálm- arssonar á EM. Egill segir Aron skólabókardæmi um mann sem nær sínum mark- miðum. „Ég verð að viðurkenna að kjúkl- ingurinn kom mér á óvart, ég vissi að hann væri góður en kannski ekki alveg svona rosalega góður,“ segir Egill Einarsson einkaþjálfari um skjólstæðing sinn, Aron Pálm- arsson. Íslendingar sáu nýja hand- boltastjörnu fæðast á dúklögðu gólfi Stadthalle í Austurríki þegar hinn nítján ára gamli Hafnfirð- ingur lék andstæðinga sína á EM grátt og kom þeim í opna skjöldu með línusendingum sínum, undir- skotum og uppstökkum. Egill við- urkennir að hann sé að rifna úr stolti yfir „kjúklingnum“ en vill þó ekki alveg kvitta upp á að kjúkl- ingurinn sé orðinn að manni. „Við erum svo nýbyrjaðir að kalla hann kjúklinginn.“ Fréttablaðið greindi frá sam- starfi þeirra í desember 2008. Árinu áður, þá sautján ára gam- all, hafði Aron skrifað einkaþjálf- aranum bréf og lýst hugmyndum sínum um að verða besti leikmað- ur í heimi. Aron hafði fylgst með framgöngu Egils í fjölmiðlum og leist vel á hann og vildi bara vita hvort Egill væri ekki örugglega rétti maðurinn í starfið. Í kjölfarið tóku þeir til hendinni, fóru í mikl- ar styrktaræfingar og árangurinn lét ekki á sér standa; Aron er nú leikmaður þýska stórliðsins Kiel og leikur þar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Og er ein af vonar- stjörnum íslensks handbolta. Egill segist alltaf hafa haft mikla trú á Aroni, hann sé skólabókar- dæmi um það að menn geti látið drauma sína rætast. „Fólk vissi að hann væri efnilegur en hversu oft höfum við séð efnilega leikmenn kikna undan pressu?“ segir Egill sem hefur hjálpað Aroni með mat- aræðið að undanförnu og er honum enn innan handar þegar landsliðs- maðurinn og bronshetjan er hér á landi. Einkaþjálfarinn er ekki í vafa um að framtíðin sé björt hjá Aroni og hann er staðráðinn í að vera viðstaddur HM í Svíþjóð á næsta ári. „Maður verður að ná einu stórmóti, það er ekki nokkur spurning.“ freyrgigja@frettabladid.is Stoltur af kjúklingnum FYRIR TVEIMUR ÁRUM Egill og Aron unnu saman að því að styrkja leikmanninn fyrir komandi átök. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kvikmyndirnar Transformers: Revenge of the Fallen og Land of the Lost fengu sjö tilnefning- ar hvor til hinna árlegu Razzies- skammarverðlauna í Hollywood. Báðar voru þær tilnefndar sem verstu myndir síðasta árs auk þess sem aðalleikararnir, Megan Fox og Will Ferrell, voru tilnefnd- ir sem verstu leikararnir. Fox var sömuleiðis tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Jennifer´s Body. Aðrar myndir tilnefndar sem þær verstu voru All About Steve með Söndru Bullock í aðalhlut- verki, G.I. Joe: The Rise of the Cobra og Old Dogs með Robin Williams og John Travolta í aðal- hlutverkum. Bullock var einn- ig tilnefnd sem versta leikkonan, sem er nokkuð skondið því búist er við því að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í dag fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. „Hún gæti orðið fyrsta mann- eskjan til að hljóta Razzie- og Óskarsverðlaun sömu helg- ina,“ sagði John Wilson, skipu- leggjandi Razzies-verðlaunanna, sem verða afhent í þrítug- asta sinn 6. mars, degi á undan Óskarsverðlaun- unum. Aðrar tilnefndar sem verstu leikkonur voru Miley Cyrus, Beyonce Knowles og Sarah Jess- ica Parker. Sem verstu leikarar voru einnig til- nefndir Jonas-bræð- ur, Steve Martin, Eddie Murphy og John Tra- volta. Tilnefningar fyrir verstu myndir og leik- ara síðasta áratugar voru einnig tilkynnt- ar. Sem versta myndin var Battlefield Earth nefnd til sögunnar ásamt Freddy Got Fingered, Gigli, I Know Who Killed Me og Swept Away. Ben Affleck, sem lék í Gigli, var tilnefndur sem versti leikarinn ásamt John Travolta úr Battlefield Earth. Aðrir t i lnefndir voru Eddie Murphy, Mike Myers og Rob Schneider. Í kvenna- flokki urðu fyrir valinu þær Linds- ay Lohan, Jennifer Lopez, Madonna, Mariah Carey og Paris Hilton. MEGAN FOX Mega- beibið Megan Fox hlaut tvær tilnefningar til Razzies-verðlaunanna. Tilnefndar til sjö Razzies Íslenska leikkonan Anita Briem var meðal stjarnanna í Hollywood þegar kvikmyndin When in Rome var frum- sýnd. Aðdáendur flykktust að stjörn- unum þegar þær mættu prúðbúnar í El Capitan-kvikmyndahúsið á mið- vikudaginn í síðustu viku. When in Rome hefur reyndar ekki fengið rosa- lega góða dóma en hún skartar Krist- en Bell, sem íslenskir sjónvarpsáhorf- endur ættu að kannast við úr Gossip Girls, og Josh Duhamel, eiginmanni Fergie úr The Black Eyed Peas, í aðal- hlutverkum auk Anjelicu Houston og Jon Heder, nördaleikarans geðþekka úr Napeolon Dynamite og Blades of Glory. Anita vakti mikla athygli að venju á rauða dreglinum en meðal þeirra sem sóttu frumsýninguna má nefna áður- nefnda Fergie, Miami Vice-leikarann Don Johnson og Bradley Cooper úr The Hangover. Anita er nú nýbúin að leika í kvikmyndinni Dead of Night á móti ofurmenninu Brandon Routh en inni á opinberri heimasíðu kvik- myndarinnar, deadofnight-themovie. com/, má sjá ljósmyndir frá tökunum og meðal annars myndir af Anitu og Routh saman. Næsta verkefni Anitu samkvæmt imdb.com er Everything Will Happen Before You Die. Dead of Night verður hins vegar frumsýnd á þessu ári. Anita á frumsýningu með Fergie MEÐAL STJARNANNA Anita Briem var meðal stjarnanna þegar kvikmyndin When in Rome var frumsýnd. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Söngkonan Kate Perry komst að því í gegnum google.com að unn- usti hennar, Russell Brand, hygð- ist biðja hennar. Hún viðurkenndi í samtali við fjölmiðla að hún gúggl aði stundum sjálfa sig og sá þar að vefmiðlar voru farnir að fjalla um hvers vegna Russell væri að kaupa hringa. „Þetta er bara svona, því miður,“ sagði Kate. Google kjaftaði frá GÚGGLAR SJÁLFA SIG Kate Perry viður- kennir að hún gúggli sjálfa sig. NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.