Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 42
26 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is N1 Deildin KONUR Þriðjudagur KA heimilið Mýrin Fylkishöll Ásvellir KA/Þór - Valur Stjarnan - HK Fylkir - FH Haukar - Víkingur 19:00 19:30 19:30 19:30 2009 - 2010 Framherjinn knái, Grétar Ólafur Hjartarson hjá Grindavík, er kominn aftur á ról eftir langa fjarveru vegna hnémeiðsla. Grétar varð sem kunnugt er fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné í júlí árið 2008 en þá var hann nýkominn aftur í raðir Grindavíkur frá KR. Meiðsli Grétars voru reyndar í fyrstu greind vitlaust og ekki talið að hann væri með slitin krossbönd og því beið hann með það að fara í aðgerð þar til í nóvember sama ár þegar endanlega varð ljóst að hann þyrfti nauðsynlega á aðgerð að halda. Eftir það tók við löng og ströng endurhæfing en markvarðahrellirinn Grétar sér nú loksins fyrir endann á því ferli. Grétar lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin á föstudagskvöld þegar Grindavík mætti Þrótti Vogum og vann 7-1 sigur í Reykjaneshallarmót- inu svokallaða sem haldið er í tilefni af tíu ára afmæli hallarinnar. Grétar gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Grindavíkur í leiknum en hann var þó eðlilega fyrst og fremst ánægður með að vera byrjaður að spila á nýjan leik. „Þetta var fyrsti leikurinn minn í einhverja sautján eða átján mánuði og það er því óhætt að segja að ég sé sáttur við að vera byrjaður að spila aftur. Það var líka mjög gaman að skora en aðalmálið var náttúrlega að vera byrjaður að spila aftur,“ segir Grétar. Grétar viðurkennir að endurhæfingin hafi verið löng og ströng og hann hafi vonast til þess að vera byrjaður að spila miklu fyrr. „Eftir að ég fór í aðgerðina í nóvember árið 2008 má segja að þetta sé búin að vera stanslaus vinna í að koma sér aftur á lappir. Þessi meiðsli taka alltaf langan tíma og þó svo að ég hefði viljað byrja aftur fyrr þá var það einfaldlega ekki hægt. Löppin á mér var bara svo ónýt eftir þetta að það kom bara ekki til greina að gera neitt annað en að byggja sig upp og ég er orðinn fínn núna. Ég vona bara að þetta verði allt í lagi því þetta er eiginlega búið að vera eins og mjög langt undirbúningstímabil og ég er orðinn spenntur fyrir að fara að spila fótbolta aftur,“ segir Grétar að lokum. GRÉTAR ÓLAFUR HJARTARSON: ER BÚINN AÐ JAFNA SIG EFTIR ERFIÐ HNÉMEIÐSLI OG BYRJAÐUR AÐ SKORA Á NÝ Búið að vera eins og langt undirbúningstímabil FÓTBOLTI Margir knattspyrnu- áhugamenn kannast orðið ágæt- lega við KR-inginn Ingólf Sigurðs- son þó svo hann sé mjög ungur að aldri. Hann var í herbúðum hol- lenska félagsins Heerenveen leik- tíðina 2007-08 og hefur verið undir smásjá margra stórra félaga enda þykir hann mikið efni. Hann er á förum til Lundúna um miðjan mánuðinn þar sem hann verður til reynslu hjá Ars- enal í fimm daga. „Ég fer eftir nákvæmlega tvær vikur. Ég hef ekkert farið til félags á reynslu lengi og bíð spenntur. Þetta kom fyrst upp í lok síðasta árs. Þá vissi ég að þeir vildu taka á móti mér og nú er komið að því,“ sagði Ingólfur spenntur en hann hafnaði tækifæri á að fara til reynslu hjá Man. Utd síðasta sumar. „Þeir vildu endilega fá mig en ég kæfði það mál eiginlega í fæðingu. Ég var alls ekki tilbúinn í neitt slíkt á þeim tíma. Ég vildi bara vera hér heima og einbeita mér að því. Þótt það hljómi kannski skringilega þá sé ég ekkert eftir að hafa hafnað því boði. Maður verð- ur nefnilega að vera skynsamur og hlusta á sjálfan sig,“ sagði Ingólfur sem telur sig aftur móti vera tilbú- inn núna að skoða nýja möguleika og líst vel á að fara til Arsenal. „Það hefur sýnt sig að unglinga- starfið hjá þeim er gott og með fremstu unglingastörfum í heim- inum. Þess vegna er ég afar sáttur að fá að fara þangað í allan þenn- an tíma,“ sagði Ingólfur en hvað er hans lið í enska boltanum? „Það er Liverpool, því miður,“ sagði Ingólf- ur og hló við. Ingólfur hefur verið að spila mikið með meistaraflokki KR í vetur en hann fékk aðeins að spreyta sig með liðinu síðasta sumar og skoraði mark í sínum fyrsta leik. Honum hefur geng- ið vel í meistaraflokksleikjunum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Þrótti á dögunum. „Ég er í mjög góðum höndum hér heima hjá KR og eingöngu að æfa með meistaraflokknum þar sem ég er að reyna að vinna mér sæti í liðinu. Ef það kemur eitt- hvað upp þá skoðar maður það samt að sjálfsögðu. Ég er ánægð- ur með hvað ég hef fengið að spila mikið í vetur. Mér gengur líka vel að aðlagast meistaraflokknum en það hefur tekið svolítinn tíma. Ég stefni að sjálfsögðu á að standa mig vel, komast í liðið og kannski fá eitthvað smá hlutverk. Eitthvað annað en að halda bara á vatns- brúsunum,“ sagði Ingólfur léttur en hann horfir björtum augum á framtíðina. „Það er plús að vera ungur og vitlaus. Þá getur maður látið sig dreyma.“ henry@frettabladid.is Sé ekki eftir því að hafa hafnað Man. United Hinn 16 ára gamli Ingólfur Sigurðsson er á leið til reynslu hjá enska úrvals- deildarfélaginu Arsenal um miðjan mánuðinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingólfur verið í sigti erlendra liða lengi og meðal annars hjá Man. Utd. Á LEIÐ TIL ENGLANDS Ingólfur heldur til Lundúna eftir tvær vikur þar sem hann mun æfa með Arsenal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Ársþing KSÍ fer fram hinn 13. febrúar næstkomandi og sem oftast liggur fjöldi tillagna um breytingar á lögum KSÍ. Áhuga- verðasta tillagan er klárlega til- laga um að færa bikarúrslitaleik karla yfir á menningarnótt og að hætt verði að spila undanúrslita- leikina á Laugardalsvelli. Það eru níu lið af tólf í Pepsi- deildinni sem leggja fram þessa tillögu, öll félög nema Breiðablik, Haukar og Selfoss. Má því telja lík- legt að tillagan verði samþykkt. Hugmyndasmiðurinn er Hjörv- ar Hafliðason, fyrrum markvörð- ur Breiðabliks, en hann fékk hug- myndina fyrir fimm árum. „Þetta var árið 2005, þegar ég var að vinna hjá Fréttablaðinu. Þá skrif- aði ég pistil um málið og varpaði þessari hugmynd fram,“ sagði Hjörvar. „Árið á undan var afar leiðinlegur og óspennandi leik- ur sem var illa sóttur. Þetta fyr- irkomulag hefur þess utan ekki heppnast vel. Bikarúrslitaleikur- inn á að vera hápunktur sumars- ins og er það alls ekki í dag,“ sagði Hjörvar en bikarúrslitaleikurinn hefur farið fram í október síðustu ár við misjafnar aðstæður. „Það finnst engum gaman að spila í svona kulda og hvað þá að fólk vilji fara á völlinn. Það er bara leiðinlegt þegar það er kalt. Með því að hafa þetta á menning- arnótt má gera ráð fyrir talsvert betri mætingu, meiri stemningu og veðrið verður einnig væntan- lega betra.“ - hbg Hugmynd Hjörvars Hafliðasonar um úrslitaleik bikarsins að verða að veruleika: Bikarúrslit á menningarnótt HUGMYNDARÍKUR Hjörvar segist luma á fleiri sniðugum hugmyndum. Enska úrvalsdeildin: Sunderland-Stoke City 0-0 STAÐAN: Chelsea 23 17 3 3 57-19 54 Man. United 24 17 2 5 56-20 53 Arsenal 24 15 4 5 60-28 49 Tottenham 24 12 6 6 45-25 42 Liverpool 24 12 5 7 42-26 41 Man.City 22 11 8 3 44-30 41 Aston Villa 23 11 7 5 31-18 40 Birmingham 23 9 7 7 22-23 34 Everton 23 8 8 7 33-34 32 Blackburn 24 7 7 10 25-40 28 Fulham 23 7 6 10 26-28 27 Stoke City 22 6 8 8 19-26 26 Sunderland 23 6 6 11 30-40 24 Wigan Athletic 22 6 4 12 24-47 22 West Ham 23 4 9 10 29-38 21 Bolton 22 5 6 11 29-44 21 Wolves 23 5 6 12 19-40 21 Burnley 23 5 5 13 23-46 20 Hull City 23 4 8 11 22-48 20 Portsmouth 22 4 3 15 19-35 15 ÚRSLIT > Haraldur Freyr áfram í Keflavík Varnarmaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Keflavíkur. Þetta kom fram á fótbolti.net í gær. Haraldur stefndi á að komast aftur í atvinnumennsku en virðist ekki hafa nælt í neitt bitastætt fyrst hann ákvað að semja aftur við Kefla- vík. Það eru aftur á móti afar góð tíðindi fyrir Keflavík að halda Haraldi hjá félaginu enda sterkur og reyndur miðvörður. FÓTBOLTI Lokadagur félagaskipta gluggans var í gær og var minna um stór tíðindi en búist var við. Man. City keypti vængmanninn Adam Johnson frá Middles- brough en missti af Argentínu- manninum Fernando Gago hjá Real Madrid. City var til í að greiða 18 millj- ónir evra fyrir Gago og var búið að ná samkomulagi við Madrid. Pappírsvinnan tók aftur á móti of langan tíma og City féll á tíma og missti þar með af leikmanninum. Stræstu skiptin voru hugsan- lega þau að Robbie Keane var lánaður frá Tottenham til Celtic út leiktíðina. West Ham nældi sér í Egypt- ann Mido að láni en sá ætlar að spila fyrir aðeins 1.000 pund á viku hjá félaginu. Brasilíumaður- inn Ilan kemur einnig frá St. Eti- enne. - hbg Lokadagur janúargluggans: Engin stór félagaskipti FERNANDO GAGO Var á leiðinni til City en City féll á tíma. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, á ekki sjö dagana sæla eftir að upp komst um framhjáhald hans við Vanessu Perroncel, fyrrum unn- ustu Wayne Bridge. Terry barnaði Perroncel á meðan hún var enn með Bridge og leikmennirnir að spila saman. Málið komst í blöðin um helg- ina og í kjölfarið er eiginkona Terrys flúin til Dúbaí með börn þeirra og hefur farið fram á skilnað. Enska knattspyrnusam- bandið hefur ekki viljað tjá sig um málið en menn hafa áhyggj- ur af því að það geti komið óein- ing innan hópsins þegar Terry og Bridge hittast á nýjan leik. - hbg John Terry í vondum málum: Eiginkonan vill fá skilnað FÓTBOLTI Sunderland tók á móti Stoke í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Stoke var í tólfta sæti deildar- innar fyrir leikinn en Sunderland í því þrettánda aðeins tveimur stigum á eftir. Leikurinn var engin flugelda- sýning og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik né þeim seinni. - hbg Einn leikur í enska boltanum: Markalaust jafntefli BARÁTTA Steed Malbranque og Glenn Whelan berjast hér um boltann í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.