Alþýðublaðið - 18.08.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1923, Blaðsíða 2
ALf»YBO-*LA.»lftl AIMMraiiðBerlím selar hin ó viöj afnanlega hveitibranð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stæretu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. Erlend sfinskejtL Khöfn, 15. ágúst. Þýztia stjóriiiii nýja. Frá Berlíu er símað: Strese- mann er bæði ríkiskanslari og utanríkisráðherra. Aí hinum, er stjórnina skipa, eru fjórii jafnað- armenn, tveir miðflokksmenn og þrír lýðveidissinnar. Frakkar og fjóðverjar. Franska stjórnin hefir boðið Stresemann( að byrja á því að draga úr hernaðaraðgerðunum í Ruhr-héruðunum, ef þýzka stjórn- in setji næga tryggingu fyrir því, að E>jóðverjar geri skyidu sína í skaðabótamálinu. Strese- mann hefir svarað tilboðinu þannig, að andróðrinum í Ruhr skuli hætt, ef Frakkar hægi svo til, að eigi beri á hertökunni. Kosniiiganéttar á að Yera almennar, jafn og beinn og fyrir alla, jafnt konnr sem karla, sem eru 21 árs að aldri. Fangelsi eða betrnnarheimili. (Frh.) n. Skilorðsbundnu hegningardóm• arnir og barnadómarnir hafa unnið mikið gagn, með því að frelsa marga þá, er hrasað hafa f fyrsta sinni, frá því að verða merkta glæpamenn. Barnadómarnir hafa að eins verið reyndir í dálitlum hluta Bandaríkja Ameríku, — eftir því, sem ég hefi framast getað fengið upplýsingar um, — og hafa því starfað á mjög takmörkuðu land- svæði, en lög um skilorðsbundna dóma eru sameign margra þjóða. Skilorðsbundnu hegningar"dóm- arnir eru frábrugðnir öðrura heguingardómum í því, að þeir koma ekki til framkvæmda, nema sá; sem dæmdur er, sé innan ákveðins árabils aftur dæmdur sek'ur . um hegningavert athæfi, Að öðrum kosti fellur refsingin niður. — Hér á landi varð auk þess eftir lögum þessum t. d. ónýtt >25 aura málið< alræmda, sem ýmsa rekur sennilega minni til enu þá, þar sem maður nokk- ur var kærður fyrir það að hafa dregiö sér 25 aura af almannafé. Varð það mál allfrægt á sínum ti'ma.1) Barnadómarnir (eða »barna- dómstólarnir<) eru sérstakir dóm- ar, sem reyndir hafa verið með góðum árangri í Kólóradóríkinu í Bandaríkjum Ameríku. Stofn- andi þeirra er Lindsey dómari í borginni Denver. — Fyrir þá koma börn og unglingar, sem aðhafst hafa eitthvað það, sem varðar við lög, og jafnvel full- orðnir menn, sem skámt eru komnir áleiðis á glæpabrautinni og talsverðar líkur þykja til að hafa megi góð áhrif á. Tilgang- urinn er, að hjálpa þessu fólki til að verða að nýtum mönnum, og ráðið sem notað er til þess, er að hafa gætur á því og leið- beina því, en ekki að dæma því hegningu. Það er því ekki dæmt í fangelsi, heidur sett undir sér- stakt leiðbeinandi eftirlit, en látið að öðru leyti verá frjálst að starfa á venjulegan hátt að vinnu sinni eða námi. Komi slík börn ekki reglulega í skóla eða heim til sín, ellegar eldra fólkið til vinnu sinnar o. s. frv., er grafist fyrir hvar það elur mann- ino. Þá rannsókn hefir sérstök lögreglusveit á höndum, og eru starfsmennirnir sjálfboðaliðar. Má 1) Lögin um skilorðsbundna hegningardóma voru sett hór á landi árið 1907, ásamt sérstökum ákvæðum um hegningu barna og unglinga. HjálparstÖð hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. ri—12 f. h. Þriðjudagá ... — 5 —-6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. - Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- líkja þeim við kvennasveit þá, — er rætt var um á kvenna- fundi í vor, — sem sjái utn, að börnin hér í Reykjavík tari heim til sín á vissum tíma á kvöldin, (þá er bæjarstjórnin hefir séð fyrir hjálparmeðulum, sem geri tramkvæmd þess starís viðráðan- legri en ella).1) — Reynt er at alefli að hafa göfgandi áhrif á þá, sem barna- dómur setur undir eftiriit, svo sem framast er kostur á. — — Nokkrar tilraunir hafa verið getðar til að umbæta sjálf hegn- ingarhúsin og færa þau nokkru nær því takmarki að verða betr- unarheímili. Þetta er þó víðast hvar enn þá allskamt á veg komið. Þjóðirnar virðást eiga alleifitt með að átta sig á, að það, sem gera þarf, er ekki að hegna afbrotamönnunum, heldur að betra þá. Sumstaðar hefir verlð reynt að sameina þetta tvent, betrunartilraunir og hegn- iogu, svo sem frekast hefir verið kostur á. — Sá maður, sem lengst hefir komist í því að umskapa fangels- in og breyta þeim í betrunar- heimili, og sem lagt hefir alla 1) Ég vona að fundai kouuinar taki ekki illa upp, þó að ég vitui í umræður, er fóru fram á fundi, sem margir gestir voru boðnir á (bæiarstjórnarmenn og kennarar), og sem ekki var tekið fram um að vera skyldu leyndarmál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.