Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 2
2 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is segir félagsmálaráðuneytið ekki hafa farið að lögum þegar taílenskri konu var synjað um atvinnuleyfi á nuddstofu á Álfta- nesi. Hugsanlega hafi ráðuneytið bakað sér skaðabótaskyldu en það sé úrlausnarefni dómstóla. Bogi Jónsson, eigandi nuddstof- unnar, segir það myndi verða gott að fá eitthvað til að minnka skað- ann. „Ef þeir fimm félagsmálaráð- herrar sem hafa haft með málið að gera og forstjóri Vinnumálastofn- unar myndu biðja mig opinberlega afsökunar þá myndi ég láta það nægja,“ segir Bogi. Á árinu 2006 hugðist Bogi ráða taílenska mágkonu sína til starfa á nuddstofu sem hann var að koma upp við veitingastað sinn Gullna hliðið á Álftanesi. Mágkonan er með sérmenntun í nuddfræðum frá Wat Po-skólanum sem sagður er sá virtasti í Taílandi. Stofa Boga hafði einmitt þessa tegund nudds sem sérsvið. Vinnumálastofnun og síðar félagsmálaráðuneytið höfnuðu atvinnuumsókn mágkonu Boga. Ekki var talið að fullreynt væri að fá til starfa sambærilegan nudd- ara af evrópska efnahagssvæð- inu þótt Bogi hafi auglýst starfið á þeim vettvangi. Hann hafi gert of þröngar og óraunhæfar kröfur. Þær voru meðal annars að viðkom- andi hefði stundað nám í Konung- lega Wat Po-heilsufræðiskólanum og talaði taílensku til að geta kynnt sér nýjustu strauma og stefnur í nuddinu. „Þau laun sem hún ætti að fá samkvæmt ráðningarsamn- ingi bentu ekki til að verið væri að greiða fyrir langt nám eða mikla þekkingu launþegans,“ segir þess utan í áliti umboðsmanns um rök hinna opinberu aðila. Umboðsmaður Alþingis segir félagsmálaráðuneytið hvorki hafa byggt synjun sína á lögum né kannað málið nógu vel áður en ákvörðun var tekin. Ekki hafi verið sýnt fram á að Bogi hefði bersýnilega gert óhóflegar kröfur til viðkomandi starfsmanns. Bogi segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en að málalyktir nú, nærri fjórum árum eftir upp- haf málsins, komi vonum seinna. „Baðhúsið hjá mér stóð autt í tvö ár á meðan ég var að þrjóskast við að ná þessu í gegn og það hefur aldrei komist almennilega í gang út af þessari vitleysu því maður var ekki öruggur með starfs- mann,“ segir hann. Þótt mágkonan hafi ekki fengið atvinnuleyfið á sínum tíma segir Bogi að hún hafi komið hingað síðar í heimsókn. „Og nú er hún gift og á sína fjölskyldu hér.“ gar@frettabladid.is Taílenskum nuddara var úthýst án ástæðu Félagsmálaráðuneytið rannsakaði ekki nógu vel mál taílenskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi sem nuddari á Álftanesi, segir umboðsmaður Alþingis. Eigandi nuddstofunnar vill afsökunarbeiðni frá fimm félagsmálaráðherrum. BOGI JÓNSSON Var neitað um að flytja inn sérhæfðan nuddara frá Taílandi og segir það hafa kippt grundvellinum undan rekstri nuddstofu hans á Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gunnar, er svona taktföst hrynjandi í tónlistinni núna? „Að sjálfsögðu vonum við að tónlistin finni rétta taktinn í næstu uppsveiflu.“ Gunnar Guðmundsson er framkvæmda- stjóri Sambands flytjenda og hljómplötu- framleiðenda. Í Fréttablaðinu í gær sagði Gunnar að algert hrun hefði orðið í sölu tónlistar. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK VOTLENDI EFTIR CHARLOTTE ROCHE 30 VIKUR Í LANGEFSTA SÆTI ÞÝSKA BÓKSÖLULISTANS ÁRIÐ 2008DY N A „Ég rækta avókadótré. Það er eina áhugamálið mitt, fyrir utan kynlíf.“ „Þet ta er bersö gul saga, oft s jokkerand i, en sömule iðis bókmennt alegt afrek .“ VANITY FA IR VIÐSKIPTI Þeir sem fara með rannsókn á málefnum Sjóvár og Milestone hafa ekki rætt við Bjarna Benediktsson, for- mann Sjálfstæðisflokks- ins, um aðkomu hans að viðskiptum félaganna. Hann á ekki von á því að það verði gert. DV hefur að undan- förnu fjallað um tengsl Bjarna Benediktsson- ar og félagsins Vafn- ings við Sjóvá og Mil- estone, og ekki síst það hvernig bótasjóð- ur Sjóvár var notaður í misheppnaðar fjár- festingar erlendis. Segir í DV í gær að Bjarni hafi gegnt lykilhlut- verki í viðskiptafléttu sem gekk út á að gera Milestone og ættingjum Bjarna af Engeyjarættinni, eig- endum félagsins BNT, kleift að koma 45 milljörðum úr landi til að greiða bankanum Morgan Stanley skuld og bjarga þannig Milestone frá falli. Bjarni veðsetti hluta- bréf í félaginu Vafn- ingi, sem hélt utan um fasteignaviðskipti með lúxus- íbúðir í Makaó. Áður hafði hann veitt sjálfum sér umboð til veð- setningarinnar, ásamt tveim- ur öðrum stjórnarmönnum BNT, þeim Jóni Benediktssyni og Gunn- laugi Sigmundssyni, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins og föður núverandi formanns. „Mín aðkoma að þessu máli ligg- ur alveg fyrir,“ segir Bjarni. „Hún var fólgin í því að veita Glitni veð í hlutafélaginu Vafningi til trygg- ingar á láni sem Glitnir hafði veitt því. Aðra aðkomu að málinu hafði ég ekki,“ segir hann. Hann hafi ekki vitað um þau við- skipti með bótasjóð Sjóvár sem nú eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. „Það hefur legið fyrir frá því að byrjað var að fjalla um þetta mál að það var verið að end- urfjármagna skuldir og mér var kunnugt um að viðræður ættu sér stað við Glitni um að eiga þátt í þeirri endurfjármögnun. Ég ber ekki ábyrgð á ákvörðunum sem Sjóvá tekur í þessu máli, ég ber ekki ábyrgð á því sem Milestone- stjórnendur gera í þessu máli, ég ber einungis ábyrgð fyrir hönd þeirra félaga sem ég sit í stjórn fyrir og í þessum fréttaflutningi er verið að færa á mína ábyrgð ákvarðanir sem voru aldrei á mínu borði,“ segir hann. - sh Bjarni Benediktsson á ekki von á því að saksóknari ræði við hann vegna rannsóknar á bótasjóði Sjóvár: Ég ber ekki ábyrgð á Milestone og Sjóvá BJARNI BENEDIKTS- SON Segir aðkomu hans að viðskiptun- um ekki óeðlilega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞÝSKALAND, AP Réttarhöldum yfir grunuðum stríðsglæpamanni, hinum 89 ára gamla John Demjanjuk, var frestað í gær eftir að lækn- ar sögðu hann þurfa á með- ferð að halda vegna blóð- leysis. Hann á við alvarleg veik- indi að stríða, en hefur engu síður þótt fær um að taka þátt í réttarhöldunum, sem fram fara í München. Von- ast var til að halda mætti þeim áfram fljótlega. Demanjuk er sakaður um að hafa tekið þátt í að myrða nærri 28 þúsund manns í útrýmingar- búðum þýskra nasista. - gb Réttarhöld í Þýskalandi: Demjanjuk er sagður veikur JOHN DEMJANJUK SVEITARFÉLÖG Íbúðalánasjóður hefur sent sveitar- félögum erindi þar sem sótt er um afslátt á fast- eignagjöldum vegna staðgreiðslu. Þá er óskað eftir að sorphirðugjöld falli niður, í þeim eignum sem standa auðar. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalána- sjóðs, segir að rekstrarkostnaður sjóðsins af íbúð- um sé orðinn talsverður. Sjóðurinn eigi orðið hátt í 400 íbúðir, en hafi á árum áður átt 50 til 100. Því hafi verið leitað til sveitarfélaga með þetta erindi, hagur beggja gæti veirð að mætast á miðri leið. Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fengust þau svör að dæmi væru um að sveitarfélög hefðu veitt slíkan afslátt. Það væri ákveðið hagræði fyrir sveitarfélög að fá fasteignagjöldin greidd í einu lagi, frekar en í allt upp í tíu gjalddögum. Sveitarstjórnir hefðu í raun sjálfdæmi hvernig þær brygðust við þessum erindum, en mikill meirihluti sveitarfélaga hefði engar reglur um afslátt. Þá þekkist það einnig að sveitarfélög felli niður sorphirðugjald ef íbúðir standa auðar. Þá er sorpílátum skilað inn. Það getur hins vegar verið erfitt að úrskurða um slíkt í fjölbýlishúsum og þá eru fyrrum eigendur oft og tíðum áfram í húsnæði eftir að sjóðurinn hefur tekið það yfir. - kóp Íbúðalánasjóður á orðið hátt í 400 íbúðir víða um land: Sækir um afslátt á gjöldum ÍBÚÐIR Íbúðalánasjóður ber mikinn rekstrarkostnað af um 400 íbúðum sem sjóðurinn á nú. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÍNA, AP Starfsfólk dýragarðs í Kína er staðráðið í að taka vel á móti tveimur risapöndum, sem koma þangað frá Bandaríkjunum í dag. Önnur þeirra fær sérstaka tungumálakennslu til þess að skilja kínverska starfsfólkið. Mei Lan heitir hún og kom í heiminn í dýragarði í Atlanta fyrir þremur árum. Með henni er send pandan Tei Shan, sem fædd- ist á sama stað fyrir fjórum árum. Foreldrar þeirra voru upphaf- lega sendar til Bandaríkjanna frá Kína, en samkvæmt samkomu- lagi landanna voru þær aðeins til láns og ber að skila bæði þeim og afkvæmum þeirra til Kína. - gb Góðar móttökur í Kína: Pandan fær að læra kínversku Á LEIÐ TIL KÍNA Pandan Tei Shan kemur til Kína í dag ásamt félaga sínum, Mei Lan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innbrotsþjófur handtekinn Innbrotsþjófur var handtekinn í Hafnarfirði í fyrramorgun. Hann hafði meðal annars stolið fartölvu úr húsi í bænum en náðist, ekki langt frá vett- vangi. Hann er grunaður um að hafa fleira misjafnt á samviskunni. SAKAMÁL Sektaður út af löggubol Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 25 þúsund króna sekt, sem greiðist í ríkissjóð, fyrir að spóka sig í einkennisbol lögreglu við veitingastaðinn Broadway í Ármúla í Reykjavík. BRETLAND, AP Koma mætti í veg fyrir um það bil 40 prósent af öllum krabbameinsveikindum heims ef fólk hætti að reykja, hætti ofáti, drægi úr áfengis- drykkju, stundaði reglulega lík- amsþjálfun og fengi bólusetn- ingar gegn veirum sem valda krabbameini. Þetta segja sérfræðingar hjá alþjóðastofnun gegn krabba- meini, sem í gær sendu frá sér, í tilefni alþjóðlega krabba- meinsdagsins, skýrslu um þær aðgerðir sem grípa þarf til svo draga megi úr krabbameins- vandanum. Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in WHO segir að rekja megi áttunda hvert dauðsfall í heiminum til krabbameins. - gb Ný skýrsla um krabbamein: Hægt að fækka tilfellum mjög SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.