Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 6
6 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Kannaðu málið á byr.is Þetta er miklu minna mál en þig grunar. „Vertu þinn eigin fjármálastjóri með Netgreiðsluþjónustu Byrs.“ í heimabanka DÓMSMÁL Karlmaður nær áttræðu, Sveinbjörn Tryggvason, hefur verið dæmdur í tveggja ára fang- elsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa tælt unga stúlku til að hafa við sig nánast daglega samræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur til að greiða henni 1,2 milljónir í miskabætur. Athæfi mannsins stóð yfir frá 2001 til 2007. Stúlkuna tældi hann með peningum, skartgripum, fatnaði og fleiri gjöfum. Stúlkan kærði manninn til lög- reglu í mars 2008. Hún kvaðst hafa séð hann fyrst árið 2000, er hún var þrettán ára. Þá afgreiddi hún í kjötborði Hagkaupa á Smára- torgi, þar sem maðurinn kom til að versla. Stúlkan var svo á leið heim úr vinnu, fótgangandi og illa klædd í vondu veðri, þegar mað- urinn stöðvaði bifreið sína og bauð henni far. Hann bauð henni við sama tækifæri vinnu og lét hana hafa símanúmer sitt, svo og fimm þúsund krónur í peningum, sam- kvæmt framburði hennar. Nokkru síðar hafði maðurinn svo samband við stúlkuna og fór með hana í skartgripabúð, þar sem hún mátti velja sér gjöf. Fljótlega fór maðurinn svo að bjóða stúlkunni heim til sín og bauð henni meðal annars að nota ljósabekk sem hann var með á heimili sínu. Eftir nokkur skipti bað hann hana að afklæðast og tók af henni vídeómyndir nak- inni. Svo fór hann að káfa á stúlk- unni og færði hana síðar inn í herbergi með billjardborði, sem hann lagði hana upp á. Þar beitti hann hana ýmiss konar hrotta- legri kynferðislegri misneytingu. Fáeinum mánuðum eftir að maður- inn tældi stúlkuna til sín hóf hann að hafa samfarir við hana. Stund- um sýndi hann henni vídeómynd- ir sem hann hafði tekið af henni nakinni, þegar hann var að mis- nota hana, stundum klámefni. Þegar stúlkan var fjórtán ára fór hún að neyta fíkniefna. Kvaðst hún hafa deyft sig með efnum áður en hún heimsótti manninn. Hún fór í meðferð 2007, þegar hún var hætt að hitta hann. Í framburði stúlkunnar kom fram að maðurinn hefði meðal annars borgað fyrir hana bílpróf og gefið í skyn að hann ætlaði að gefa henni bíl, enda ætti hann fyrirtækið Egil Vilhjálmsson ehf. Hefði hann keypt bíla í þessum tilgangi og látið þá standa í hlað- inu hjá sér, en selt þá ef stúlkan hlýddi honum ekki. Eitt sinn læsti hann hana inni í herbergi í fjóra tíma þar sem hann var ósáttur við hana. Maðurinn ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar. jss@frettabladid.is HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi, óskilorðsbund- ið. Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tvö ár fyrir að níðast á stúlku í fjögur ár Karlmaður nær áttræðu var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu miskabóta fyrir að hafa tælt unga stúlku með gjöfum til að hafa við sig nánast daglega samræði og önnur kynferðismök um árabil frá því að stúlkan var 14 ára. LÖGREGLA Tveir karlmenn og ein kona, öll Litháar á þrítugs aldri, hafa verið úrskurðuð í áframhald- andi gæsluvarðhald til 17. febrúar að kröfu lögreglunnar. Fólkið er grunað um aðild á inn- flutningi á þrem kílóum af met- amfetamíni og 4.200 MDMA-töfl- um til landsins. Fíkniefnin fundust í bíl í Færeyjum en áfangastaður hans var Ísland. Tveir aðrir Lithá- ar voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins og eru þeir enn í haldi lögreglu í Færeyjum. Málið er rannsakað í samvinnu við lög- regluyfirvöld í Færeyjum og Lit- háen með aðkomu Europol og toll- yfirvalda á Íslandi. - jss Reyndu að smygla fíkniefnum: Þrennt áfram í gæsluvarðhaldi SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitar- félagið Álftanes þarf að fara í nauðasamninga vegna fjárhags- vandræða. Þetta var haft eftir Magnúsi Orra Schram, þing- manni Samfylkingarinnar, í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Magnús segir að koma verði í veg fyrir fólksflótta úr sveitar- félaginu, en þegar séu merki um að fólk flytjist annað. Magnús Orri telur að til greina komi að setja á fót sérstaka stjórn yfir sveitar- félaginu, sem myndi þá fara með málefni þess á meðan unnið er úr fjárhagsvandanum. - sh Þingmaður Samfylkingar: Álftanes þarf nauðasamninga SVEITARSTJÓRNARMÁL Nefnd sam- gönguráðherra gerir það að til- lögu sinni að hafnalög verði end- urskoðuð. Eins að verkaskipting hafna verði auðvelduð og úrelding gerð möguleg. Þá er talið æski- legt að eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga verði falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri þeirra. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skip- aði nefndina í febrúar 2009 til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við fjárhagsvanda hafna. Nefndin telur að vandi hafna liggi meðal annars í of miklum skuldum, lágum tekjum og að tekjustofnar séu ekki fullnýttir. Þá sé fækkun hafna sem hafi tekjur af afla og vöruflutningum athugunar- efni og aflagning sjóflutninga. Vegna þessa er talið æskilegt að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verði falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri þeirra enda oft um veigamikinn hluta af rekstri sveitarfélaga að ræða. Nefndin gerir að tillögu sinni að veittir verði styrkir til að úrelda stakar hafnir eða að úrelda stök hafnamannvirki með tilliti til breytts hlutverks. Hafnamann- virki, sem eingöngu eru ætluð til samgangna, eins og ferjubryggjur, verði styrkt að fullu af ríkisvaldi og verði í eigu þess. Einnig að meta með nákvæmni hagkvæmni þess að færa flutninga af vegum á sjó. - shá Endurskoða þarf hafnalög að mati nefndar samgönguráðherra: Vandinn liggur í skuldabagga VESTMANNAEYJAHÖFN Í öllum sjávar- byggðum landsins er höfnin þunga- miðjan, og á það ekki síst við um Eyjar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR STJÓRNMÁL Formaður viðskipta- nefndar Alþingis telur mjög mikilvægt að fá botn í það hvort eitthvað sé hæft í ásökun- um hollenskra yfirvalda um að fulltrúar íslenska fjár- málaeftirlits- ins hafi logið að þeim um stöðu Lands- bankans í fyrra. Þess vegna verða núverandi og fyrrverandi forstjórar Fjár- málaeftirlitsins kallaðir fyrir nefndina í þarnæstu viku. Þetta sagði Lilja Mósesdóttir, formað- ur hennar, í samtali við Ríkisút- varpið í gær. Árni Þór Sigurðs- son, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að fyrrver- andi stjórnendur Seðlabankans og núverandi bankastjóri verði einnig kallaðir fyrir nefndina. - sh Formaður viðskiptanefndar: Forstjórar FME verða kallaðir fyrir nefndina LILJA MÓSESDÓTTIR Á að seinka klukkunni á haust- in á ný miðað við gang sólar? Já 62% Nei 38% SPURNING DAGSINS Í DAG: Kaupir þú þér einhvern tíma tónlist? Segðu skoðun þína á visir.is. Wilders fer fyrir rétt Frávísunarkröfu orðháksins Geert Wilders, eins umdeildasta þing- manns Hollands, var hafnað fyrir dómi í gær. Þar með þarf hann að svara til saka fyrir ummæli sín, sem þykja fela í sér hatursáróður gegn múslimum. HOLLAND Tveir fangar frá Guantánamo Stjórnvöld í Sviss samþykktu í gær að taka við tveimur föngum frá Guan- tánamo-búðum Bandaríkjahers á Kúbu. Fangarnir tveir eru frá Kína, bræður af þjóð Úígúra, og ættu ekki von á góðum móttökum færu þeir til Kína. SVISS SJÁVARÚTVEGUR Strandveiðibátar voru gerðir út frá nánast öllum útgerðarstöðum landsins, alls 53 höfnum. Rúmlega 70 prósent afl- ans var seldur á fiskmörkuðum. Þetta kom fram í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrir- spurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að það veki athygli að „aðeins rúm tvö pró- sent aflans var fluttur óunninn úr landi. Afli strandveiðibáta hefur því nánast allur verið unninn hér innanlands og þannig skapað fjölda starfa hjá fiskvinnslufólki.“ - shá Strandveiðar um allt land: Lítið magn var flutt úr landi Í HÖFN Á sjötta hundrað leyfa voru gefin út til veiðanna í sumar. HOLLAND, AP Stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur verið uppálagt af áfrýjunardómstól að endurskoða niðurstöðu sína um að ákæra ekki Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð í Darfur-héraði. Nið- urstaða dómstólsins í Haag er talin leggja grunninn að því að al-Bashir komist upp með að hafa skipulagt þjóðarhreinsanir í héraðinu. Stríðsglæpadómstóllinn sendi frá sér ákæru á hend- ur forsetanum í mars í fyrra fyrir ýmsa aðra glæpi. Þetta var í fyrsta sinn sem stríðsglæpadómstóllinn gaf frá sér ákæru á hendur sitjandi þjóðarleiðtoga. Forsetinn neitaði sök. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 300 þúsund manns hafi fallið í átökum uppreisn- armanna og stjórnarhers í Darfúr og sex milljónir manna séu á vergangi. Saksóknari sagði þá að al-Bas- hir bæri ábyrgð á morðum, nauðgunum og pyntingum í héraðinu auk þess sem hann sé ábyrgur fyrir að fjöl- margir íbúar hafi verið fluttir nauðugir frá heimilum sínum um leið og öllum eigum þeirra hafi verið rænt. Síðan í mars hefur forsetinn ferðast til þeirra ríkja sem eru honum vinsamleg en afturkallað heimsóknir til ríkja sem hann telur líkleg til að framselja hann til Haag. Súdanstjórn hefur rekið þrettán líknarsamtök úr landi á tæpu ári og aukið enn á neyð milljóna manna sem þjást vegna stríðsástandsins sem hefur varað lengi í héraðinu. - shá Stríðsglæpadómstólnum gert að taka mál Súdanforseta upp að nýju: Vilja kæra fyrir þjóðarmorð OMAR AL-BASHIR SIGURREIFUR Ógnarstjórn forsetans er talin sú versta í heimi af líknarsamtökum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.