Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 2010 13 FERÐIR Tæplega nítján þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síð- astliðnum, 1.200 færri en í janúar árið 2009. Fækkaði því erlendum gestum í janúar um sex prósent milli ára. Fleiri Íslendingar fóru hins vegar utan í janúar í ár en í fyrra eða 7,4 prósent fleiri, voru 18.500 árið 2009 en tæplega tuttugu þúsund í nýliðnum mánuði. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu Ferðamálastofu fjölgaði breskum ferðamönnum um tæp tólf prósent og hafa þeir aldrei verið fleiri í janúarmán- uði. Í heild er fækkun frá öðrum markaðssvæðum þótt fjölgun sé frá einstökum löndum til dæmis Hollandi og Kanada og Kína. - sbt Ferðalög í janúar: Fleiri fóru til út- landa í janúar 2010 en í fyrra VEIÐI Bæjarstjórn Fljótsdalshér- aðs hefur breytt verðskrá vegna refa- og minkaeyðingar. Er þetta gert þar sem samning- arnir við veiðimenn voru lausir og fjármagn það sem ætlað var til refa- og minkaeyðingar dugði ekki síðustu tvö ár. Fá veiðimenn nú 13.500 krónur fyrir vetrarveidd- an ref en fengu áður 18.000. Fyrir grenjadýr verðar borgaðar 9.000 krónur í stað 12.000 áður og fyrir yrðlinga verða greiddar 4.500 krónur í stað 6.000 áður. Áfram verða greiddar 3.500 krónur fyrir mink og þá verður gjald fyrir nýtt greni óbreytt en fyrir það eru greiddar 20.000 krónur. - th Breytt verðskrá á Héraði: Borgar minna fyrir refinn SAMGÖNGUR Talsvert minni bíla- umferð var nú í janúar en janúar í fyrra. Þetta kemur fram á heima- síðu Vegagerðarinnar. Þar segir að á sextán talningarstöðum við hringveginn hafi umferðin minnk- að um þrjú prósent. „Mest dróst umferðin saman á Suðurlandi en hún jókst hins vegar á Norður- og Austurlandi,“ segir Vegagerðin sem kveður umferðina í janúar fram að þessu hafa aukist frá ári til árs þar nú. Umferðin á Suður- landi minnkaði um 5,6 prósent og á höfuðborgarsvæðinu um 3,5 pró- sent. Á Norðurlandi jókst umferð um 4,0 prósent og á Austurlandi um 1,3 prósent. - gar Kreppan líka á þjóðvegi eitt: Bílaumferð er minni en áður Á SUÐURLANDSVEGI Bílaumferð um Suðurland hefur dregist saman frá því í fyrra. ÁLYKTUN Stjórn Rithöfundasam- bands Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem Ríkisútvarpið er hvatt til að endurskoða afstöðu sína til innlendrar dag- skrárgerðar og íslenskrar kvikmyndagerðar. „Á örlagatímum er fátt nauð- synlegra einni þjóð en skýr mynd af sjálfri sér og því sem á henni brennur,“ segir í ályktuninni. „Hinn sameiginlegi fjölmiðill allra landsmanna ætti því frem- ur að bæta í en draga úr, hvað þá skera alfarið niður. Hið forn- kveðna á við nú sem fyrr: Þekktu sjálfan þig!“ - th Rithöfundasamband Íslands: Vill að RÚV endurskoði afstöðu sína Með líf- og sjúkdómatryggingu hjá Lífís býrðu þér og þínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð. Mikilvægt er að upphæð tryggingarinnar endurspegli ólíkar þarfir þínar á hverjum tíma hvað varðar fjölskyldustærð og fjárhagslegar skuldbindingar. Kíktu á lifis.is eða hafðu samband í síma 560 5000 og kláraðu málið núna. *Samkvæmt verðskrá Lífís miðað við tvítuga reyklausa konu og að vátryggingarfjárhæðin sé 2 milljónir kr. fyrir líftryggingu og 2 milljónir kr. fyrir sjúkdómatryggingu. Það borgar sig að byrja ungur og hraustur. Það kostar ekki nema 479 krónur á mánuði að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís.* Það er einfalt að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís. Þú klárar málið á lifis.is. F í t o n / S Í A BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti lætur gagnrýni kínverskra stjórnvalda sem vind um eyrun þjóta. Hann lýsti því yfir á þriðjudag að hann ætli sér að hitta Dalaí Lama, leiðtoga Tíbeta, þegar hann kemur til Bandaríkjanna síðar í mánuðinum þrátt fyrir að Kínverjar segi þetta skaða enn frekar samskipti ríkjanna, sem þó eru stirð fyrir. Kínverjar ítrekuðu andstöðu sína í gær, og sögðust bæði andvíg heimsókn Dalaí Lama til Banda- ríkjanna og algerlega andvíg því að hann eigi fund með Banda- ríkjaforseta. Í síðustu viku staðfestu banda- rísk stjórnvöld einnig að þau ætli sér að selja vopn til Taívan. Kín- verjar brugðust ókvæða við og hótuðu Bandaríkjunum efnahags- legum refsiaðgerðum, sem muni beinast gegn þeim fyrirtækjum sem taka þátt í vopnasölunni. Kínversk stjórnvöld telja bæði Tíbet og Taívan vera héruð í Kína og hafa jafnan mótmælt harðlega þegar önnur ríki hyggjast hafa minnstu samskipti við hvort held- ur fulltrúa útlagastjórnar Tíbets á Indlandi, sem Dalaí Lama er í forystu fyrir, eða stjórnvalda á Taívan. - gb Bandaríkjaforseti tekur ekkert mark á gagnrýni og hótunum Kínverja vegna yfirvofandi heimsóknar: Obama ætlar að hitta leiðtoga Tíbeta BARACK OBAMA Vopnasala til Taívans jafnt sem fundur með Dalaí Lama hafa vakið hörð viðbrögð Kínverja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.