Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 18
18 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna „Verandi mjög nísk manneskja að upplagi en jafnframt mikill nautna- belgur þá finnst mér yfirleitt allt það sem ég kaupi þá og þá stundina vera bestu kaupin meðan þau eiga sér stað og jafnframt verstu kaupin þegar þau eru afstaðin,“ segir Ólöf Erla Svansdóttir, forleggjari hjá útgáfunni Ókeibæ. „Ég hef unnið með þessa klípu þannig að ég reyni að kaupa sem minnst og gengst upp í tilhugsuninni um sjálfa mig sem nægjusama. En uppá- haldskaupin mín er notað hjól sem ég keypti í Amsterdam fyrir tveim árum, ekki endi- lega út af notagildi hjólsins – heldur gjörningnum sjálf- um; að hafa haft fyrir því að finna hjól, kaupa það á góðu gengi, taka það í sundur og flytja heim. Hjólið sjálft er búið að vera mikil stofu- prýði upp á þurrklofti síðan. Svo hugsa ég alltaf um hvað ég var sniðug þegar ég keypti taubleiurnar á börnin mín – alltaf þegar ég skipti á þeim og alltaf þegar ég þvæ bleiurnar og alltaf þegar ég brýt þær saman … Verstu kaupin eru líklega þau skipti sem ég ætlaði að fjárfesta í námi sem ég lauk aldrei, og já – fjórði bjórinn á barnum er yfirleitt vond kaup. NEYTANDINN: ÓLÖF ERLA SVANSDÓTTIR FORLEGGJARI Taubleiur og notað hjól Mikil aukning hefur orðið á ferðamönnun sem halda norður í skíðaferð undan- farin ár. Hápunktarnir eru vetrarfríin sem hefjast í skólum í þessari viku og svo páskafríið. Aðsókn í Hlíðafjall, skíðasvæðið á Akureyri, var þrefalt meiri í jan- úar í ár en í janúar 2008. Þá komu 8.500 manns í fjallið en 25.000 í ár. Janúar er þó fjarri því að vera aðalskíðamánuðurinn. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, for- stöðumanns skíðasvæðisins, hefur verið mikil sprenging í aðsókn ferðamanna í skíðaferðir norður á Akureyri. „Aðalferðamannatíminn hefst í raun um næstu helgi og stend- ur í þrjár vikur, þá eru vetrarfrí skólabarna og mjög margir eru farnir að nota þau í skíðaferð- ir innanlands. Svo er páskafrí- ið auðvitað vinsælt til skíðaferða en vetrarfrístíminn er í rauninni orðinn svipaður.“ Guðmundur segir aðsókn í Hlíðarfjall hafa tvöfaldast milli áranna 2008 og 2009. Hann segir að eflaust megi rekja aukna ásókn í Hlíðarfjall að einhverju leyti til kreppunnar, skíðafrí innanlands séu ódýrari en utanlandsferð. Nú í janúar hafi snjóleysið á suðvestur- horninu örugglega aukið aðsókn- ina norður. Snjóframleiðsluvélar í Hlíðarfjalli tryggi nægan snjó í fjallinu og því sé hægt að skipu- leggja ferðir þangað með fyrir- vara sem margir nýti sér þegar kemur að háannatíma. Dalvíkingar búa einnig svo vel að hafa snjóbyssu eins og snjó- framleiðsluvélar eru kallaðar, á sínu skíðasvæði sem er í Böggvis- staðafjalli. Þar, eins og á Akur- eyri, hefur verið opið á hverjum degi á þessu ári. Að sögn Magn- úsar Helgasonar, umsjónarmanns skíðaskálans í fjallinu, hafa marg- ir ferðalangar verið í fjallinu það sem af er ári. „Það koma margir krakkar hingað norður í æfinga- ferðir,“ segir Magnús og bætir við að fjölskyldufólk og ferðamenn að sunnan komi líka norður og þá séu páskarnir einkum vinsælir. Skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsfjalli er einnig opið um þessar mundir. Það liggur svo hátt að þrátt fyrir að ekkert hafi snjóað fyrir norðan síðan um jólin þá er þar enn snjór. „Hins vegar tækjum við vel á móti meiri snjó,“ segir Egill Rögnvaldsson umsjón- armaður og hlær við. Á Siglufirði var nær þreföldun á heimsóknum í fjallið á milli áranna 2008 og 2009. Ellefu þúsund komu í fjallið 2009 en fjögur þúsund árið 2008. Vegna snjóleysis hefur skíða- svæðið á Ólafsfirði verið lokað það sem af er ári. Skíðasvæðið á Sauðárkróki er einnig lokað vegna snjóleysis. Á skíðasvæðunum í Hlíðarfjalli, Dalvík og Siglufirði er alls staðar hægt að leigja skíðabúnað. Verð fyrir skíðapakka, skíði og skó er 2.500 krónur fyrir fullorðna á Dalvík og Siglufirði en 3.000 krónur dagurinn á Akureyri. Þar fer verðið svo lækkandi ef leigt er lengur en einn dag. Ýmis gisting býðst fyrir fyrir norðan. Umsjónarmenn segja marga ferðamenn nýta sér orlofsíbúðir stéttarfélaga en margir aðrir möguleikar eru í boði. sigridur@frettabladid.is Íslendingar flykkjast norður í skíðaferðir SNJÓBYSSUR Þær fjölga dögunum sem hægt er að hafa opið á skíðasvæðinu á Akureyri og Dalvík. Í HLÍÐARFJALLI Á góðum degi er jafnan margt um manninn á skíðasvæði Akureyringa. FRÉTTABLAÐIÐ/INDÍANA VERÐ Á DAGSKORTUM fullorðnir börn fjöldi lyfta Hlíðarfjall, Akureyri* 2.500 900 5 Böggvisstaðafjall, Dalvík** 1.600 800 2 Skarðsfjall, Siglufirði** 1.500 700 3 *Ódýrara ef keyptir eru fleiri dagar en einn**Ódýrara á virkum dögum ■ Ari Eldjárn grínisti „Það er gott að nota sóda- vatn og salt til að fjarlægja rauðvínsbletti,“ segir Ari Eldjárn, grínisti og einn af meðlimum uppi- standshópsins Mið-Íslands. „En alls ekki á kaffibletti, það endar bara illa,“ bætir hann við. Og hann lumar á öðru snjallræði sem ætti að nýtast vel í kreppunni: „Stundum, ef ég á ekki álegg, þá set ég bara rauðan Post-it miða á brauð- ið og læt eins og það sé skinka,“ segir Ari Eldjárn. GÓÐ HÚSRÁÐ POST-IT Á BRAUÐIÐ Útgjöldin >Kílóverð á eggjum HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 1989 1999 2009 407 kr 354 kr 571 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.