Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 20
20 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 30 Velta: 100,6 milljónir OMX ÍSLAND 6 819 +1,44% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 3,41% MAREL 1,49% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR G. 6,67% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 160,00 +0,00% ... Bakkavör 1,40 +0,00% ... Føroya Banki 136,50 +3,41% ... Icelandair Group 2,80 -6,67% ... Marel 61,30 +1,49% ... Össur 158,00 +0,00% Eigendur Saxbygg keyptu erlend fasteignaverkefni fyrirtækisins fyrir hrun og lánuðu sjálfum sér með fimm milljarða kúluláni. Eignirnar virðast hafa verið seldar fyrirtækjum sem enginn kann skil á. Skipta- stjóri þrotabús Saxbygg vill rifta samningum. Skiptastjóri þrotabús fjárfestingar- félagsins Saxbygg hefur stefnt for- svarsmönnum þriggja dótturfélaga Saxbygg og krefst riftunar á ráð- stöfun erlendra fasteignaverkefna Saxbygg til þeirra. Saxbygg átti rúman helmingshlut í Smáralind á móti Íslandsbanka og var umsvifamikið á fasteignamark- aði hér fyrir hrun. Þá átti það 5,7 prósenta hlut í Glitni, sem nú er verðlaus. Málavextir eru þeir að eigendur Saxbygg, Nóatúnsfjölskyldan svo- kallaða og þeir Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson, eigendur BYGG (Byggingafélags Gunnars og Gylfa), stofnuðu einkahlutafélagið Cromwell Holdings árið 2008. Á meðal Nóatúnssystkinanna er Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins Byrs. Cromwell Holdings var móður- félag þriggja annarra félaga sem öll voru stofnuð sama ár. Þau eru Stenias, Brandenburg Invest og Aldersgate Invest. Stenias er norskt fasteigna- fyrirtæki í fullum rekstri en hin tengjast nokkrum fasteignaþróun- arverkefnum í London og Berlín, sem meðal annars fela í sér kaup og endurnýjun á fasteignum þar og sölu þeirra. Félögin þrjú keyptu erlend fast- eignaverkefni Saxbygg sama ár gegn kúluláni frá Saxbygg í erlendri mynt, nú upp á 5,3 millj- arða íslenskra króna. Svo virðist sem eignirnar hafi verið seldar úr dótturfélögum Cromwell til fyrir- tækja í London í Bretlandi, Berlín í Þýskalandi og í Noregi í júlí og október 2008. Engin merki eru um það í bókhaldi félaganna þriggja að fjármunir hafi skilað sér við eigna- söluna. Einar Gautur Steingrímsson, skiptastjóri þrotabús Saxbygg, gerir bæði athugasemdir við að eignirnar eru seldar með kúlulán- um og að þeim hafi verið ráðstafað áfram og því ekki innan seilingar. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um það hverjir keyptu fasteignaverk- efnin af dótturfélagi Cromwell Holdings. „Þetta virðist hafa yfir- bragð venjulegra viðskipta. Ekkert var greitt við söluna heldur átti að greiða það síðar. Það sættum við okkur ekki við auk þess sem við höfðum athugasemdir við verðlagn- inguna,“ segir skiptastjóri. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Ekki ligg- ur fyrir hvenær það verður tekið fyrir. jonab@frettabladid.is Skiptastjóri Saxbygg stefnir fyrri eigendum Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Saxbygg, er skráður framkvæmda- stjóri Cromwell Holdings og dótturfélaganna þriggja. Hann vill ekkert tjá sig um málið. „Ég hef ekkert um þetta að segja, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Framkvæmdastjórinn segir ekkert Tilfærslur á erlendum fasteignaverkefnum Saxbygg Cromwell Holdings Aldersgate Brandenburg Stenias ? ? ? London Berlín Noregur Saxbygg er: Byggingarfélag Gunnars og Gylfa 50% Saxhóll - félag Nóatúnsfjölskyldunnar 50% Gjaldmiðill Upphæð* Nú í ísl kr.* Pund 21,0 4.300,0 Evrur 3,8 674,0 Norskar krónur 15,0 326,5 * í milljónum Lánin Nafn Eignarhlutur Gunnar Þorláksson 25% Gylfi Ómar Héðinsson 25% Einar Örn Jónsson 10% Jón Þorsteinn Jónsson 10% Júlíus Þór Jónsson 10% Rut Jónsdóttir 10% Sigrún Alda Jónsdóttir 10% * Heimild: Ársreikningur Cromwell Holdings ehf. 2008. Hluthafar Cromwell* Nokkur gremja er í hópi sjö fyrr- verandi starfsmanna Slippfélags- ins sem ekki voru ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu eftir eigendaskipti í síðasta mánuði. Þar á meðal er rúmlega sextugur maður sem hafði unnið hjá Slippfélaginu í um 45 ár. „Það er sorglegt að geta ekki ráðið alla í vinnu aftur,“ segir Baldvin Valdimarsson, fram- kvæmdastjór i Má ln i nga r, sem keypti rekstur og birgðir Slippfélagsins af Landsbankanum, sem sá um söluna fyrir bústjóra þrotabús fyrri eigenda. Hann bendir á að fótunum hafi verið kippt undan rekstrinum þegar málningaframleiðandinn Hempel í Danmörku sleit samningum við Slippfélagið í haust og umboðið fór yfir til Flügger. Þangað fóru sömu- leiðis tveir fyrrverandi starfsmenn Slippfélagsins. Sala á Hempel-skipamálningu var um helmingur af veltu Slipp- félagsins og unnu flestir þeirra sem ekki voru endurráðnir við framleiðsluna hér. Flügger flyt- ur nú Hempel-málningu inn frá Danmörku. Baldvin segir að störfin tengd Hempel hafi í raun verið flutt út og hafi forsvarsmenn Málningar, sem hafi verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi, séð tækifæri í því að tryggja að framleiðsla á málningu haldist enn í landinu. - jab Framleiðsla á máln- ingu flutt út VERSLUN SLIPPFÉLAGSINS Fram- leiðendum málningar hér fækkaði verulega þegar Hempel í Danmörku sleit samningum við Slippfélagið í fyrrahaust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er birtingarmynd kreppunn- ar, hruns af þeirri stærðargráðu sem líkja má við hamfarir,“ segir Víglundur Þorsteinsson, stjórnar- formaður BM Vallár. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðv- unar í gær. Víglundur bendir á að BM Vallá hafi verið vel sett fyrir hrunið fyrir rúmu ári. Velta fyrirtækis- ins hafi numið tíu milljörðum króna árið 2007 og starfsmenn verið liðlega fimm hundruð. Í lok síðasta árs voru þeir 232 og veltan tæpir fimm milljarðar króna. Þá jukust skuldir verulega. Þær eru að mestu í erlendri mynt og urðu íþyngjandi við gengishrun krónunnar frá 2008, að sögn Víg- lundar. Á móti skuldum eigi fyr- irtækið mikið af fastafjármunum. Á meðal þeirra er steypubílafloti og tengd tæki upp á 2,5 milljarða króna. Erfitt er hins vegar að losa um eignir í núverandi ástandi, að hans sögn. Heimild til greiðslustöðvunar felur í sér að BM Vallá fær þrjár vikur til að kynna lánardrottnum hugmyndir um fjárhagslega endur- skipulagningu. Gangi það eftir fær fyrirtækið nokkrar vikur til við- bótar til að ljúka ferlinu. Í kjölfar- ið verður hlutafé aukið. Víglundur býst við að verða meðal hluthafa. - jab BM Vallá fær greiðslustöðvun Erfitt er að gera sér grein fyrir eigna- og skuldastöðu BM Vallár og tengdra félaga en fyrirtækið hefur aldrei skil- að ársreikningi til Ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Mál BM Vallár hefur margoft kom- ist í hámæli. Árið 2001 var fyrirtækið kært vegna vanskila á ársreikningi og fleiri gagna um starfsemi félagsins. Dómari úrskurðaði að ekki væri heimild fyrir því í lögum þá um árs- reikninga að setja reglugerðir þar sem þessara upplýsinga er krafist. Á mánu- dag vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur hins vegar frá kröfu BM Vallár að viðurkennt verði að fyrirtækið þyrfti ekki að skila ársreikningum til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra. Víglundur vildi ekki tjá sig um málið í gær. „Þeim sem málið kemur við, svo sem lánardrottnar, geta feng- ið þær upplýsingar sem þeir vilja,“ segir hann. Samkvæmt lánabók Kaupþings sem lekið var á Netið í fyrra kemur fram að BM Vallá hafi skuldað bankanum 62 milljónir evra, jafnvirði ellefu milljarða króna á núvirði. Fram kemur að félagið sé mjög skuldsett. Á móti skuldum séu traustar eignir, að mestu í fasteignum og tækjum, upp á allt að 82 milljónir evra. SKULDAÐI ELLEFU MILLJARÐA STEYPUBÍLAR BM VALLÁR Mikill sam- dráttur og gengisfall neyddi BM Vallá til að leita eftir greiðslustöðvun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON MARKAÐSPUNKTAR Seðlabanki Noregs ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 1,75 prósentum. Þetta er í takt við vænt- ingar. Stýrivextir hafa verið hækk- aðir í tvígang í Noregi undanfarna mánuði og gengið styrkst. Það hefur haldið verðbólguþrýstingi í skefjum. Vinnumálastofnun bárust fjórar hópuppsagnir í nýliðnum mánuði en sextíu manns var sagt upp. Fyrirtækin eru í mannvirkjagerð og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. Uppsagnirnar eru flestar á höfuð- borgarsvæðinu. Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins hefur lækkað nokkuð frá í síðustu viku og stóð í 640 punktum um miðjan dag í gær. Hæst fór það í 720 punkta fyrir helgi. Flugvélaframleiðendurnir Boeing og Airbus gera ráð fyrir að stórar flugvélar verði eftirsóttar á Asíu- mörkuðum og muni framleiðendur geta vænst þess að selja á milli átta til níu þúsund flugvélar í álfunni á næstu tuttugu árum. Þetta kom fram á flugvéla- sýningunni, sem nú stendur yfir í Singapúr. Spárnar gera ráð fyrir að um 25 þúsund flugvélar verði seldar um heim allan fram til ársins 2030. Bæði fyrirtækin eru að setja á markað sínar nýj- ustu flugvélar, Boeing er með Dreamliner-farþega- þotuna, en Airbus með A380 risaþotuna. Spá Airbus er öllu bjartsýnni en Boeing. Hún gerir ráð fyrir því að hagur Kínverja muni vænkast veru- lega á næstu árum og muni það leiða til aukinna ferðalaga landsmanna. Randy Tinseth, aðstoðarframkvæmdastjóri mark- aðsdeildar bandarísku flugvélasmiðja Boeing, segir í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að tækifærin í Asíu séu gríðarlega mikil og muni álfan leiða bata flugvélageirans á næstu árum. - jab Reikna með góðu flugi FRÁ FLUGVÉLASÝNINGUNNI Hagvöxtur í Kína mun leiða til þess að fleiri nýta sér flugsamgöngur til ferðalaga, samkvæmt spá flugvélaframleiðandans Airbus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, segir að skoða verði hvort hálfsárs- uppgjör bankanna 2008 hafi verið rétt og reikningarnir eðlilega settir fram. Jafn- framt verði að kanna hvort yfirlýsingar bankastjóranna um gæði eignasafna og sterka lausafjárstöðu fyrir hrun standist skoðun. Ummæli Þórðar falla í framhaldi af því að fyrrverandi stjórnarformaður hol- lenska Fjármálaeftirlitsins sagði kollega sína hér hafa logið til um ástand íslenska bankakerfisins áður en það fór í þrot. Fréttastofa Stöðvar 2 benti á það í gær að Fjármálaeftirlitið hefði byggt upplýs- ingagjöf sína til erlendra aðila á hálfsárs- uppgjörum bankanna 2008. Samkvæmt þeim var staða bankanna sterk og eigið fé þeirra á milli átta til níu hundruð milljarð- ar króna. Þórður segir að skoða verði bæði hvort uppgjörin hafi verið rétt og hvernig stjórnendur þeirra hafi túlkað þau. - jab ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kauphallarinnar segir að skoða verði hvort uppgjör bankanna hafi verið rétt og hvernig stjórnendur þeirra túlkuðu þau. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vill skoða uppgjör bankanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.