Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 30
PIERRE CARDIN tískuhönnuður, sem er þekktur fyrir framtíðar- drauma í hönnun sinni, heldur nú upp á sextíu ára starfsafmæli sitt. Systurnar Edda Sif og Sandra Rún Sigurðar- dætur opnuðu Dúkkuhúsið að Vatnsstíg 3 seint á síðasta ári og hefur búðinni verið vel tekið. Þar fást litríkir kjólar, skór og fylgi- hlutir og minnir umgjörðin á lítið dúkku- hús. „Hugmyndin er sú að hingað sé hægt að koma, dubba sig upp og fara í eins konar dúkkuleik en umgjörðin og úrvalið er í samræmi við það,“ segir Edda Sif. En hvað varð til þess að þær systur ákváðu að hella sér út í verslunarrekstur? „Hug- myndin kviknaði í fyrravetur þegar við vorum að selja okkar eigin föt í Kolaport- inu. Við slógum sölumet og í kjölfarið datt okkur í hug að við hefðum ef til vill eitt- hvert vit á þessu. Upp frá því opnuðum við síðu á fésbók og seldum svolítið af eigin saumaskap en þegar við fengum samn- ing við breska framleiðandann Lipsy ákváðum við að opna verslun.“ Megnið af vörunum í versluninni er frá Lipsy en þær minna um margt á föt sem má sjá í sjónvarpsþáttum á borð við Gossip Girl og Sex and the City. „Við erum með mikið af fínum og litríkum kjól- um og háum hælum og bjóðum upp á gott mótvægi við verslanir sem selja notuð föt. Hingað koma mennta- og háskólastelpur í stórum stíl og hafa margar nælt sér í árs- hátíðarkjól að undanförnu.“ vera@frettabladid.is Dúkkulegt í anda Gossip Girl og Sex and the City Í Dúkkuhúsinu er að finna litrík föt og fylgihluti. Fötin minna um margt á klæðnað sem má sjá í þáttum eins og Gossip Girl og Sex and the City og eiga konur jafnt sem stúlkur erfitt með að standast mátið. Edda Sif útskrifaðist frá HR í fyrra og Sandra Rún úr Verslunarskóla Íslands. Eftir að þær náðu samningum við breska framleiðand- ann Lipsy ákváðu þær að opna verslun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í búðinni fást kjól- ar, pils, leggings, skór og yfirhafnir ásamt töskum og skarti. Edda Sif segir marg- ar stelpur hafa nælt sér í árshá- tíðarkjólinn í búðinni að undanförnu. Dúkku- húsið býður upp á gott mótvægi við verslanir sem selja notuð föt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.