Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 2010 3 Eftir tilkomulitlar herra-sýningar var hátíska næsta sumars á sýn-ingarpöllunum í París í vikunni er leið. Spurningin sem brann á vörum manna var hvort þær sýningar yrðu eins litlaus- ar og hinar fyrrnefndu og víst er að hátískan hefur mikið dregið saman seglin í kreppunni. Hvort sem um er að ræða Dior eða Chanel, þá fara tískusýningarn- ar fram í salarkynnum tískuhús- anna en ekki í Versölum eins og fyrir ekki svo löngu hjá Dior eða í Grand Palais sem oft hefur hýst sýningar Chanel. Það er heldur ekki laust við að það sé gat í dag- skránni nú í fyrsta skiptið þar sem Christian Lacroix tekur ekki þátt í hátískusýningunum eftir að hann komst í þrot á síðasta ári. Frumlegasta sýningin var hjá hönnuðinum Maurizio Galante sem bauð upp á tónleika með sópran-söngkonunni June Ander- son en hún skipti um kjóla milli þess að flytja tónlist eftir Bern- stein, Fauré og Bellini. Kjólarn- ir voru skreyttir strútsfjöðrum, með mörgum lögum af efni og létt sjöl notuð við. Hönnuðurinn mætti svo á svið líkt og þjónn á veitingastað með eðalskartgripi á bakka sem söngkonan skreytti sig með. Það var hinn sami Alexis Mabille sem opnaði hátískusýn- ingarnar líkt og herrasýning- arnar í fyrri viku. Hönnunin var undir rússneskum áhrifum, með drögtum í bleiku og svörtu og frökkum alsettum steinum; hátíska eins og hún á að vera. En þrátt fyrir samdráttinn og að hátískuna megi líta á sem lok- aðan klúbb mátti þó sjá nýliða á sýningunum. Bouchra Jarrar, fyrrverandi stjórnandi sauma- stofu Lacroix og Balenciaga, tók sig til eftir að sá fyrrnefndi lok- aði og á tæpum tveimur mánuð- um sló hún í eina sýningu. Hönn- unin er látlaus en fáguð með einföldum svörtum og hvítum kjólum. Riccardo Tisci er nú líklega sá sem átti enn og aftur eftir- minnilegustu tískusýninguna þó hann hafi róast eftir fimm ár hjá Givenchy og hannar heldur látlausari klæði en áður. Hann hristi hins vegar vel upp í mosa- vöxnum blúndum og mússilíni hátískunnar í byrjun ferils síns. Tisci er eins og áður upptekinn af kynþokka, efnin þunn og gegnsæ og skreytt fjöðrum bæði af strút- um og fleiri sjaldgæfum fuglum. Á sýningu Givenchy var hægt að láta sig dreyma og ferðast um stund í draumaveröld hátískunn- ar. Hjá Martin Margiela svíf- ur andi stofnandans enn yfir vötnum þó hann hafi yfirgefið tískuhús sitt í desember. Kjól- arnir sem eru í anda ballkjóla 4. og 5. áratugarins eru oft gerðir úr endurunnu efni eða saumaðir upp úr flíkum, þeir eiga að vera „vintage“. Algjör andstaða tak- markalausrar eyðslu og útgjalda sem gjarnan fylgir hátískunni þar sem að tugir metra eða hundruð silkiblóma eða steina geta hulið einn kjól. bergb75@free.fr Niðurskurðarhnífur í hátískunni ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Söngkonan Rihanna hefur í gegnum tíðina vakið nokkra athygli fyrir sérstakan fatasmekk. Stúlkan mætti í þess- um skósíða blúndukjól á árlega tónlistarhátíð sem haldin var í Cannes í lok janúar. KJóllinn var silf- urglansandi undir blúnd- unum og fékk hann mis- jafna dóma frá tískupek- úlöntum heims. En hvort sem mönnum líki flíkin eður ei þá hljóta þeir að vera ásáttir um að hann vekur athygli. Einstök söngkona Brúðarkjólasaumur er eitt af því sem kennt er á námskeiði í Tækniskólanum í Reykjavík. Tækniskólinn í Reykjavík býður upp á skemmtilegt námskeið í brúðarkjólasaumi. Þátttakend- ur læra þar að hanna og sauma stílhreinan brúðarkjól undir handleiðslu kennara. Helga Rún Pálsdóttir, klæðskerameistari, búningahönnuður og hattagerðar- kona, kennir námskeiðið sem hefst innan skamms. „Námskeiðið er ætlað konum sem hafa einhverja reynslu í saumaskap og ætla að gifta sig innan tíðar. Ég held að þetta geti verið mjög skemmtilegur undir- búningur fyrir þennan stóra dag og kjólarnir verða þeim mun per- sónulegri. Þar sem námskeiðið er stutt verður fólk þó að halda sér innan skynsamlegra marka þegar kemur að hönnun kjólsins,“ segir Helga Rún. Einnig verður farið yfir gerð höfuðskarts í stíl við kjól- inn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tækniskólans. - sm Sauma eigin brúðarkjól Helga Rún Pálsdóttir, klæðskerameistari og búningahönnuður, kennir konum að sauma eigin brúðarkjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elle MacPherson tekur við sem þáttastjórnandi Britain‘s next top model af Lisu Snowdon. Ástralska ofurfyrirsætan Elle MacPherson verður næsti þátta- stjórnandi fyrirsætuþáttarins Britain’s next top model. Þar mun hún veita þeim 25 ungu dömum sem dreymir um feril á tískupöll- unum góð ráð. Hún tekur við af Lisu Snowdon. MacPherson rekur einnig nær- fatafyrirtækið Elle MacPherson Intimates. Hún kynnti nýjustu nærfatalínuna nýlega í Printemps Haussman-versluninni í París, og við það tækifæri var þessi mynd tekin. Elle fer fyrir leitinni Elle kynnti nýju nærfatalínu sína á dög- unum. NORDICPHOTOS/AFP Rihanna klæðir sig oft í mjög einstakar flíkur. Kynning „Tískan í fermingarkjólunum hefur sjaldan verið skemmtilegri en núna, mjög kvenleg og litirnir fallegir og tærir,“ segir Lilja Hrönn Hauksdótt- ir, eigandi verslunarinnar Cosmo í Kringlunni, en þeir sem til þekkja vita að stíll verslunarinnar einkennist af kvenlegum sniðum. Verslunin hefur verið ríkjandi í fermingarfatnaði gegnum árin og býður eingöngu upp á hátískuvörur. Lilja segir úrvalið í versluninni breitt, ekki sé eingöngu hugsað um ferming- arstúlkuna heldur bjóði verslunin föt á mömmuna líka. „Stærðirnar hjá okkur hlaupa frá númerunum 3 6 og upp í 48 og hjá okkur geta bæði mömmurnar og fermingarstúlk- urnar einnig fundið yfirhafnir eins og kápur og fylgihluti í miklu úrvali. Við bjóðum meðal ann- ars upp á leggings, ermar og skart sem fermingarstúlkan getur valið við kjólinn.“ Litina, sem eru ráðandi í ferming- artískunni þetta árið, segir Lilja vera mikið svart og hvítt og silfurlitað með svörtu og fást bæði munstrað- ir og einlitir kjólar. „Við leggjum einmitt áherslu á að stúlkurnar geti svo notað kjólinn áfram eftir ferminguna, til dæmis á skóla- böllin. Ég hef rekið verslunina í tuttugu og fjögur ár og get því ábyrgst góða þjónustu og fagmannlega ráðgjöf því hjá mér vinnur frábært starfs- fólk sem hefur fylgt mér í um og yfir tuttugu ár . Við reynum að gera hverja einustu mann- eskju eins glæsilega og við getum.“ Ferming 2010 Lilja Hrönn Hauksdóttir. Kjóll kr. 12.900 Leggings kr. 3.990 Ermar kr. 3.990 Kjóll kr. 14.900 Kjóll kr. 14.900 Kjóll kr. 9.900 Sérverslun með FÁKAFENI 9 - - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Gott úrval af götuskóm frá Gabor Stærðir 35-44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.