Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Brettarekka er hægt að fá sérsniðna eftir þörfum viðskiptavinarins. Einnig býður Sindri staðlaðar stærðir frá 2,5–8,0 m háar uppistöður, slár frá 1,8–3,3 metrar á lengd. SINDRI Hillur í miklu úrvali, lengd 1000 mm, breidd 300–600 mm. Burðarþol allt að 200 kg á hillu. Vöruturn Compact Lift – Compact Twin Til að uppfylla kröfur markaðarins fyrir bestu mögulega nýtingu á geymsluplássi fyrir smá vöru býður Sindri tvö kerfi Compact Lift og Compact Twin. Þessi kerfi eru byggð á þeirri hugmynd að færa vöru á hillu eða bretti á móttökustað fyrir viðtakanda til meðhöndlunar (Allt að 80 staðsetningar í turni). Nokkur dæmi um kosti kerfis okkar: • Sparar pláss á gólfi. Pláss sparnaður allt að 70–90% samanborið við hefðbundna geymslu • Fljót og skilvirk afgreiðsla • Betri yfirsýn á birgðarstöðu • Gott að vinna við, minni hætta á álagsmeiðslum • Auka afköst, 5–7 sinnum hraðari afgreiðsla samanborið við hefðbundna meðhöndlun • Arðbær fjárfesting Auðveldar í uppsetningu. Byggingadeild • Klettagörðum 12 • 575 0000 Diskarekkar þar sem diskum er staflað upp á hlið, lóðrétt, eru þægilegir í notkun og gamlir diskarekkar úr við geta komið afar fallega út á eldhúsvegg, líka með nýrri innréttingum. Þá er oft gott að mála þá í ljósum eða mjög dökk- um lit, svo sem kolsvörtum. Fyrir þá sem langar ekki að hafa leirtauið sýnilegt er svo líka hægt að fá diskarekka þar sem diskum er staflað lóðrétt upp í langa skúffu. Munið bara að betra er að hafa skúffuna ofar heldur en neðar svo ekki þurfi að beygja sig eftir diskunum. - jma Gamaldags gerð af diskarekka sem væri líka hægt að mála í fallegum lit. NORDICPHOTOS/GETTY Dýrlegir diskarekkar í eldhúsið Byggingadeild Sindra hefur um áraraðir selt fjölbreyttar vörur til fyrirtækja og einstakl- inga. Má þar nefna iðnaðar- hurðir, stiga, hliðslár, girðingar, þakglugga og öryggislokanir. Einnig býður Sindri vöruhúsa- lausnir sem samanstanda af hillu- og brettakerfum. „Hillukerfin henta vel hvort sem er fyrir einstaklinga í bílskúra og geymslur eða fyrir vörulag- era fyrirtækja. Hillurnar henta mjög vel undir þungar vörur og uppfylla allar öryggiskröfur, auk þess er uppsetning kerfisins fljót- leg. Hillukerfið býður upp á fjöl- breytta möguleika í samsetn- ingu og lítið mál er að bæta hill- um inn í kerfið síðar. Bretta- og greinarekkarnir fást í ýmsum lengdum og hæðum. Þá er úrval aukahluta fjölbreytt svo auðvelt er að byggja upp aðgengilegt og skil- virkt rekkakerfi, hvort sem það er fyrir lager hjá minni fyrirtækjum eða í vöruafgreiðslu með fullsjálf- virkri birgðageymslu,“ útskýr- ir Sigurður Gíslason, sölufulltrúi hjá Sindra. „Það er komin löng og góð reynsla af þessum kerfum og við aðstoðum viðskiptavini við að finna bestu lausnina. Einnig getum við séð um uppsetningu þar sem þess er óskað.“ Sigurður segir Sindra einnig bjóða upp á lausnir til geymslu á vörum þar sem gólfpláss er lítið. „Við sérhæfum okkur í háum turnum með innbyggðu hillu- kerfi. Hillurnar eru inni í turn- inum og sjást ekki, en eru á eins konar færibandi þannig að hægt er að kalla niður þá hillu sem þarf hverju sinni. Þetta kerfi hentar vel fyrir ýmsa smávöru þar sem hraði og öryggi í afgreiðslu skipt- ir miklu máli. Svo sem í apótekum eða undir skjalasöfn. Þessir turnar eru tölvustýrðir.“ Geymslu- og lagerlausnir fyrir ólíkar aðstæður Sigurður Gíslason, sölufulltrúi hjá Sindra, til vinstri og Halldór Jónasson deildar- stjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ● HAGNÝT HIRSLA Þessi skemmtilegi skápur gengur undir heitinu Disko og er hannaður af Þjóðverjanum Kevin Krumnikl. Hann réðist í gerð Disko-skápsins þar sem hann átti í erfiðleikum með að finna stílhreinan og hagnýt- an skáp undir hljómgræjurnar sínar. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með útkomuna. „Eini gallinn er hins vegar sá að græjurnar verða að vera mjög sterkar þar sem hver skápur er sérsmíðaður utan um þær og því er ekki hægt að skipta þeim út fyrir nýjar,“ bendir hann hins vegar á. ● FJÖLNOTA BÓKAHILLA Hillusamstæðan Bookwave er einstök hönnun frá tyrkneska hönnunarfyrirtækinu Ilio. Hillusamstæðuna er hægt að nýta á ýmsa vegu, meðal annars sem bóka- og blaðahillu eða skilrúm. Þar sem varan er hönnuð úr teygjanlegu efni er hægt að stækka hilluna og minnka eftir hentisemi svo hægt sé að nýta rýmið sem best. Hönnuðurinn Mehtap Obuz hannaði hillurnar, en hún er jafnframt annar eigandi fyrirtækisins og margverðlaunaður hönnuður í heimalandi sínu. Hillurnar hafa vakið verðskuldaða athygli víða og hlotið umfjöllun í öllum helstu hönnunartímaritum heims. Í nýrri innréttingum er oft hægt að koma fyrir diskarekkum sem þessum svo leirtauið sé ekki sýnilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.