Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 48
32 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Alþjóðlegur hópur vísindamanna gerði umfangsmiklar fornleifarann- sóknir á víkingabyggð að Hofstöð- um í Mývatnssveit á árunum 1991 til 2002. Fornleifastofnun Íslands hefur nú gefið út veglegt rit þar sem fjallað er um afrakstur og niðurstöður rann- sóknanna. Dr. Gavin Murray Lucas, lektor í fornleifafræði við Háskóla Ís- lands, er ritstjóri verksins. Að hans sögn markar útgáfa þess tímamót í ýmsum skilningi. „Hofstaðir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í víkingafræðum allt frá því að danski fornleifafræðingurinn Dani- el Bruun skoðaði vettvanginn í byrj- un 20. aldar og dró þá ályktun að þar hefðu fornleg mannvirki meðal annars gegnt hlutverki hátíðarsals,“ útskýrir Gavin. „Niðurstaða hans varð kveikjan að þessum fornleifarannsóknum árið 1991. Við töldum að frekari rannsókn- ir gætu varpað skýrara ljósi á helgi- hald og trúarlíf Íslendinga á lands- námsöld en Íslendingasögurnar hafa til dæmis gert. Sögurnar eru auðvit- að ekki fullkomlega áreiðanlegar þar sem þær byggja á heimildum í munn- legri varðveislu og eru ritaðar löngu eftir landnám. Okkar rannsóknir gáfu til dæmis nákvæmari og hlutlausari mynd af dýrafórnum á svæðinu held- ur en Íslendingasögurnar gera enda litaðar af kristnu viðhorfi skrásetjara þeirra.“ Annað í niðurstöðum vísindamann- anna gengur þvert á viðteknar hug- myndir manna um landnám á Íslandi. „Við teljum að landsnámsmennirnir hafi til að mynda ekki unnið veruleg náttúruspjöll eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Þvert á móti hafi þeir gengið ágætlega um og nýtt sér helstu náttúruauðlindir úr nærum- hverfi sínu með skipulögðum hætti,“ segir Gavin og bætir við að fleira hafi komið á óvart. „Til dæmis sýna rannsóknirnar að landnemarnir á Hofstöðum höfðu völd jafn vel þótt þeir hafi ekki sest að fyrr en í kringum 950. Þetta gengur þvert á þá útbreiddu hugmynd að fyrstu landnámsmennirnir hafi í upphafi náð völdum og haldið þeim óskertum; átökin um völd voru því meiri en menn hafa kannski álitið.“ Meðal annars vegna þessara upp- götvana segir Gavin ritið marka þátta- skil í íslenskri fornleifafræði, auk þess sem það setur ný viðmið við út- gáfu á niðurstöðum uppgrafta hérlend- is. „Svona niðurstöður hafa ekki verið gefnar út í jafn veglegri útgáfu á Ís- landi síðan í upphafi 8. áratugarins. Ritið er 500 blaðsíður með 200 teikn- ingum og myndum. Það er á ensku en með íslenskum útdrætti og þótt fræði- menn séu helsti markhópurinn getur almenningur vitanlega haft gaman af því.“ Mikil vinna liggur að baki ritinu. Alls lögðu 45 vísindamenn hönd á plóg og tók átta ár að ljúka verkinu. Ritsjórinn segist vera hæstánægður með útkomuna en er þó þegar farinn að huga að næsta verkefni. „Í næstu bók verða birtar niðurstöður úr upp- grefti í Skálholti,“ segir hann og bætir brosandi við. „Það verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2012.“ roald@frettabladid.is NIÐURSTÖÐUR FORNLEIFARANNSÓKNA AÐ HOFSTÖÐUM: BIRTAR Í NÝJU RITI Nýjar upplýsingar um landnám FORNLEIFAUPPGRÖFTUR Doktor Gavin Murray Lucas ritstýrir nýju riti, Hofstaðir: Excavations of a Viking Age Feasting Hall in North-Eastern Ice- land, sem hefur að geyma niðurstöður fornleifarannsókna við Hofstaði í Mývatnssveit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Holdsveiki er talin hafa borist til Íslands á mið- öldum, líklegast frá Noregi. Sjúkdómurinn var landlægur hér í margar aldir og voru fjórir holds- veikraspítalar settir á stofn hérlendis fyrir til- stuðlan Friðriks III. Danakonungs. Sá fyrsti tók til starfa að Möðrufelli í Eyjafirði árið 1653. Næstu tveir, Klausturhólaspítali í Árnessýslu og spítalinn á Hörgslandi á Síðu í Skaftafellssýslu, voru teknir í gagnið ári síðar. Sá fjórði, Hallbjarnareyrarspítali í Eyrarsveit, tók til starfa árið 1655. Spítalarnir voru lagðir niður árið 1848 og var þá engin stofnun til fyrir holdsveika á Íslandi, eða þar til Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi tók til starfa 1898. Á þessum degi sama ár voru holds- veikir á Íslandi settir í sóttkví samkvæmt lögum. Síðasti holdsveikisjúklingurinn á Íslandi lést árið 1979. Fyrrgreind lög voru þó ekki afnumin hérlendis fyrr en árið 1990. Heimild: Erla Doris Halldórsdóttir. ÞETTA GERÐIST: 4. FEBRÚAR 1898 Holdsveikir á Íslandi settir í sóttkví ROSA PARKS FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Ég er orðin þreytt á því að komið sé fram við mig eins og annars flokks þjóðfélagsþegn.“ Rosa Louise McCauley Parks (1913–2005) varð fræg þegar hún var handtekin fyrir að standa ekki upp fyrir hvít- um manni og færa sig aftar í strætisvagni í Montgom- ery í Alabama 1. desember árið 1955. Þessi óhlýðni hratt af stað mótmælaöldu þar sem blökkumenn sniðgengu strætisvagna í bænum. MERKISATBURÐIR 1222 Menn Guðmundar bisk- ups Arasonar koma til Hóla að næturlagi og drepa Tuma Sighvatsson. 1792 George Washington kos- inn fyrsti forseti Banda- ríkjanna. 1947 Ný ríkisstjórn tekur við völdum á Íslandi. Forsæt- isráðherra er Stefán Jó- hann Stefánsson. 1961 Verslunarbankinn stofn- aður upp úr Verslunar- sparisjóðnum. 1974 Patriciu Hearst, nítján ára barnabarni útgefand- ans Williams Randolphs Hearst, er rænt. 1984 Hrafninn flýgur, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, er frumsýnd. 1999 Hugo Chávez er kosinn forseti Venesúela. SMITSJÚKDÓMUR Holdsveiki er enn útbreiddur sjúk- dómur víða um heim þótt honum hafi fyrir löngu verið útrýmt á Íslandi. Erfidrykkjur af alúð Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. S ími: 525 9930 hote lsaga@hote lsaga.is www.hote lsaga.is P IP A R • S ÍA • 9 1 0 1 3 Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveiði var aðaláh ugamál Gí sla Eiríks a lla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason æddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Stjórnendur og starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins í Laugardal eru í skýjunum um þessar mund- ir þar sem aðsóknarmet var slegið í janúarmánuði. Alls heimsóttu tæplega 4.500 gestir garðinn í upp- hafi árs og hefur því gamla aðsóknarmetið fyrir jan- úar frá árinu 2003 verið slegið. Þess má jafnframt geta að því verður fagnað í Laugardalnum að Fjöl- skyldu- og húsdýragarður- inn verður 20 ára 19. maí næstkomandi. - rve Aðsóknarmet slegið í janúar GÓÐ AÐSÓKN Alls heimsóttu 4.500 gestir Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í síðasta mánuði. AFMÆLI KRISTJÓN KORMÁKUR GUÐJÓNS- SON skáld er 34 ára. NATALIE IMBRUGLIA söngkona er 35 ára. OSCAR DE LA HOYA hnefaleika- maður er 37 ára. KIMBERLY WYATT söngkona er 28 ára. Biskup Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi hafa hleypt af stokkunum sameigin- legu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu. Eru sóknarnefndir hvattar til að varðveita sögu sína með því að koma skjölunum á næsta héraðsskjalasafn í því skyni að skjöl- in varðveitist á öruggum stað. Forsvars- menn sóknarnefnda, og þeir sem hafa undir höndum skjöl sóknarnefnda, eru því hvattir til að hafa samband við næsta héraðsskjala- safn varðandi nánari upplýsingar eða koma skjölunum til þeirra til varðveislu. Héraðsskjalasöfnin munu sjá um að skrá og ganga frá skjölum sóknarnefndanna þeim að kostnaðarlausu. Þeir einstaklingar sem hafa í fórum sínum skjöl sem varða starfsemi sóknarnefnda eru einnig hvattir til að skila þeim til síns héraðsskjalasafns. Best er að fá skjölin í sem upprunalegasta ástandi, það er óflokkuð. Nánar má fræðast um starfsemi og starfs- svæði héraðsskjalasafna á Íslandi á heima- síðunni www.heradsskjalasafn.is. Söfnun skjala sóknarnefnda ÁTAK Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Félag héraðsskjala- varða á Íslandi standa fyrir átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.