Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 52
36 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Í dag á milli kl. 17-19 verður haldið málþingið Hljóð og sjón: málþing um tónlist og hljóð í samtímalist. Í fyrirlestrunum á málþinginu verður lagt út af og farið ofan í saumana á sambandi hljóðs, tónlistar og myndlistar á Carn- egie Art Award-sýningunni 2010. Dagskránni lýkur með því að listamennirnir Kristján Guðmundsson og Finnbogi Pétursson ræða saman. Óp-hópurinn ætlar að flytja lög eftir Lehár og Strauss í Hafnarborg í hádeginu í dag. Þetta er félagsskapur ungra óperusöngvara, sem eiga það sameiginlegt að vera komnir á þann stað á söngferli sínum að miklu skiptir að kynna sig og fá æfingu og tækifæri til að koma fram opinberlega. Tilgangur hópsins er meðal annars að auka samvinnu söngvaranna, gera þeim kleift að flytja samsöngsatriði úr óper- um, koma reglulega fram á tónleikum, þjálfa söngvarana fyrir keppni erlendis og reyna að fá umboðsaðila og útsendara erlendra óperuhúsa til að koma til Íslands og kynn- ast því sem íslenskir söngvarar hafa upp á að bjóða. Í hópnum eru sjö söngv- arar úr öllum röddum, þau Bylgja Dís Gunnarsdótt- ir, Jón Svavar Jósefsson, Rúnar Guðmundsson, Erla Björg Káradóttir, Rósalind Gísladóttir, Hörn Hrafns- dóttir og Jóhanna Héðins- dóttir. Ungverski píanó- leikarinn Antonia Hevesi leikur undir hjá Ópinu. Ókeypis er á tónleikana meðan húsrúm leyfir. Óp í Hafnarborg ANTONIA HEVESI Píanóleikari Óp-hóps- ins. Fjarðabyggð í kvöld kl. 20 Tónleikar Bjarna Thors Kristins- sonar bassasöngvara og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara „Á niður leið“ eru nú á ferðalagi um landið. Í kvöld koma þau fram í kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð. Á laugardaginn kl. 15 verða þau í Hömrum á Ísafirði og ferðalaginu lýkur í Duus-húsum í Reykjanesbæ á sunnudagskvöldið klukkan 20. Í kvöld frumsýnir Íslenski dans- flokkurinn nýtt verk, Endalaus, eftir Alan Lucien Öyen, þrjátíu og tveggja ára norskan danshöfund á uppleið. Hann kom hingað í boði Kristínar Hall hjá dansflokknum í byrjun desember og samdi verkið á meðan hann dvaldist hér. Alan notar talað orð í dansverk- inu til að skapa sérstakan sögu- þráð í anda heimildarmyndar. Umfjöllunarefni Alans er sam- bandsslit ástvina. Okkur eru birt brot úr hugsunum, endurminn- ingar um horfna ástvini. Verkið reynir að svara því hvað hverfur og hvað situr eftir í minningunni þegar samband tveggja einstakl- inga rofnar. Þegar þú og ég erum ekki lengur við. Tónlistin í verkinu er eftir Ólaf Arnalds, sem Alan hafði samband við eftir að hafa lesið um hann og heyrt tónlist hans. Alan þótti mel- ankólískt yfirbragð verksins kall- ast skemmtilega á við tónlist Ólafs og segir að samvinnan hafi geng- ið vel. Alls verða sex sýningar á Enda- laus. Endalaus sambandsslit ENDALAUS Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt verk eftir Alan Lucien Öyen í kvöld. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við náðum að borga upp yfirdrátt- inn eftir síðustu helgi,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leik- aranna sem standa að leiksýn- ingunni Munaðarlaus sem hefur verið sýnt í Norræna húsinu und- anfarið. „Þessi sýning er kannski vonarneisti fyrir aðra nýútskrif- aða leikara. Það sést allavega að það er hægt að gera svona án styrkja og láta það ganga upp með hagsýni.“ Leikfélag Akureyrar kveikti á verkinu og hefur boðið leikhópn- um að sýna fyrir norðan. Munað- arlaus verður því óvissusýning vetrarins hjá LA. Fjórar sýn- ingar verða í boði á Akur- eyri, dagana 11. til 13. febrúar. „Við ákváðum í tilefni af þessu að efna til tveggja aukasýninga í bænum og það verða allra síð- ustu sýningar í Reykjavík,“ segir Hannes. „Þessar síðustu sýning- ar eru í Norræna húsinu í kvöld og á laugardaginn. Svo ætlum við að nýta ferðina norður og munum einnig sýna á Vopnafirði og Egilsstöðum.“ - drg Áfram munaðarlaus MUNAÐARLAUS Óvissusýning LA. Jóna Þorvaldsdóttir sýnir um þessar mundir ljós- myndir í sal Ljósmynda- safns Reykjavíkur í Gróf- arhúsi. Sýninguna nefnir hún Skynjanir. Jóna notar aðferðir frá upphafsárum ljósmyndatækninnar. „Ég tel mig nú ekki vera gamal- dags í mér. Ég hef bara alltaf verið heilluð af gömlum ljósmyndum,“ segir Jóna. „Það er eitthvað dular- fullt og rómantískt við þetta.“ Fólk á gömlum ljósmyndum lítur yfirleitt öðruvísi út en fólk á mynd- um í dag. Það er einhvern veginn alltaf alvarlegt á svipinn. „Já, það vill oft verða dramatískara en í dag, sem er líklega vegna þess að það þurfti að vera kyrrt svo lengi þegar það var myndað. Þessar myndir sem ég hef tekið að und- anförnu eru teknar á blaðfilmu- vél svo fólk þarf að vera kyrrt upp í nokkrar mínútur. Þá vill þessi gamli svipur koma á það.“ Jóna segir þónokkuð mál að stunda þessar forneskjulegu aðferðir, kaupa þurfi inn efni að utan með ærnum tilkostnaði. En á hún stafræna vél? „Nei, og ég kann ekkert á svo- leiðis! Ef ég sest fyrir framan tölvu fer mig að klæja í nefið og svo frýs allt hjá mér. Þannig að ég uni mér best í myrkraherberg- inu. Þar framkalla ég og stækka myndirnar á pappír. Ég kann það og líkar það best því ég hef stjórn á því ferli.“ Jóna lærði ljósmyndun við Eur- opean Institute of Photography í Póllandi á árunum 1997-2000. Hún hefur búið víðs vegar um heim og sótt fjölda ljósmyndanámskeiða, einkum í sígildum ljósmyndunar- aðferðum. Til að auka áhrif mynda sinna málaði hún sýningarsal Ljós- myndasafnsins grænan og súlur grænar, sem hún segir rýma við gullramma myndanna. Salur- inn er tvískiptur og í hinu rým- inu er sýning Jakobs Jakobssonar, Gengið að verki. Þær myndir gætu varla verið ólíkari en hinar mjúku myndir Jónu: svarthvítar myndir af byggingarframkvæmdum með sérstakri áherslu á myndir teknar á Íslandi á árunum 1955 til 1970. drgunni@frettabladid.is BEST Í MYRKRAHERBERGINU VIÐ TJÖRNINA Ein mynda Jónu Þorvaldsdóttur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Horft af brúnni Í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins á þessu ári flytur Útvarpsleikhúsið á Rás 1 valdar upptökur fyrri tíðar á sérstökum Leikrita- kvöldum útvarpsins. Klukk- an 22.20 í kvöld verður Horft af brúnni eftir Arthur Miller á dagskrá. Þetta er sýning Þjóðleikhússins, sem var frumsýnd 2. október 1957 og var sýnd bæði á stóra sviði leikhússins og á leikferð um landið. Sýningin naut mikilla vin- sælda og urðu sýningar alls 53 fyrir um 20.000 áhorf- endur. Leikstjóri og þulur er Lárus Pálsson en með helstu hlutverk fara Róbert Arn- finnsson, Regína Þórðar- dóttir og Kristbjörg Kjeld. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Matur og drykkur Helga Sigurðardóttir Stúlkan sem lék sér að eldinum - Stieg Larsson Svörtuloft Arnaldur Indriðason Fransí Biskví Elín Pálmadóttir Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Almanak Háskóla Íslands Þorsteinn Sæmundsson Stórskemmtilega stelpubókin Andrea J. Buchanan METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 27.01.10 – 03.02.10 Týnda táknið Dan Brown Eldað af lífi og sál Rósa Guðbjartsdóttir Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.