Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 54
38 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 04. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Óp-hópurinn kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efnisskránni vera verk eftir meðal annars Lehár og Strauss. 20.00 Þorsteinn Árbjörnsson tenór flytur óperettur og lög úr söngleikj- um á tónleikum í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Gestir á tónleikunum verða Janette A. Zilioli sópran og Davíð Ólafsson bassi. 20.00 Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó- leikari flytja fjölbreytta tónlistardagskrá í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð við Dalbraut 2 á Eskifirði. 21.00 Þorvaldur Þór Þorvaldsson heldur tónleika ásamt hljómsveit á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. 21.00 Karl Hallgrímsson og hljómsveit verða með tónleika á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verð- ur opnað kl. 20. ➜ Skák 19.00 Skák í kvöld í félagsheimili Sjálfsbjargar við Hátún 12. ➜ Námskeið 13.00 Rauði kross- inn við Borgartún 25 stendur fyrir ókeypis saumasmiðju þar sem gamlar flíkur fá nýtt útlit. Umsjón hafa Ósk Óskarsdóttir og Halldóra Guð- mundsdóttir. Fólk er hvatt til að hafa með sér saumavél. Nánari upplýsingar á www.raudakrosshusid.is. 20.00 Í Grafarvogskirkju við Fjörgyn verður opinn fyrirlestur um hjónaskiln- aði og afleiðingar þeirra. Umsjón hafa séra Guðrún Karlsdóttir og séra Arna Ýrr Sigríðardóttir. Tekið verður við skráningu á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda. Nánari upplýsingar á www. grafarvogskirkja.is. ➜ Uppákomur 20.00 Örkvikmyndaklúbburinn Kínó stendur fyrir kvikmyndakvöldi hjá Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Sýndar verða níu stuttmyndir eftir hol- lensku kvikmyndagerðarkonuna Franci- en Van Everdingen. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur verið opnuð ljósmyndasýningin Íslendingar þar sem sýnt er úrval mynda úr samnefndri bók eftir Unni Jökuls- dóttur og Sigurgeir Sigurjónsson. Opið alla daga kl. 11-17. Þrándur Þórarinsson hefur opnað sýninguna „Áfangar“ í veitingahúsinu Geysi við Aðalstræti 2. Opið alla daga kl. 11.30-23. ➜ Síðustu forvöð Sigurborg Stefánsdóttir er með sýn- ingu í Studio Stafni við Ingólfsstræti 6. Opið alla daga kl. 14-17. Sýningu lýkur á sunnudag. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz verður haldið á Enska barnum við Austur- stræti. Vegleg verðlaun í boði og eng- inn aðgangseyrir. Þema kvöldsins er markverðir. Nánari upplýsingar á www. sammarinn.com. 21.00 Polar Pub Quiz verður haldið á Karaoke Sport Bar við Frakkastíg 8. Í kvöld verður sérstakt stelpu-quiz. Almennar, krossa-, og mynda- spurningar ásamt hljóðdæmum. Hámark 4 saman í liði. ➜ Leikrit 20.00 Leikverkið „Tilbrigði við stef“ eftir Þór Rögnvaldsson í leikstjórn Ingu Bjarnason verður flutt í Iðnó við Vonarstræti. Nánari upplýsingar á www. leikhopar.is. ➜ Málþing 17.00 Á Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg verður haldið málþing um tón- list og hljóð í samtímalist í tengslum við sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur þar yfir. Nánari upplýs- ingar á www.listasafn.is. Út er komin bókin Þjóðkirkjan og lýðræðið. Hún inniheldur grein- ar sem fjalla um mál- efni kirkjunnar á líð- andi stund, með hliðsjón af hugmyndafræði þjóð- kirkjulaganna frá árinu 1997. Í kjölfar efnahags- hrunsins á haustdögum 2008 opnaðist almenn umræða um grunn- stoðir samfélagsins og mikilvægi lýðræðis. Bókin inniheldur ólík- ar nálganir, svo sem sagnfræðilega, guð- fræðilega, stjórnun- arlega og lögfræði- lega, í umfjöllun um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar. Þau sem skrifa í bók- ina eru Þorsteinn Pálsson, Ásbjörn Jónsson, Ásdís Emilsdóttir Peter- sen, Pétur Kr. Hafstein, Svanur Kristjánsson, Kristín Bjarnadótt- ir, Skúli Ólafsson, Harald Hegstad, Hulda Guðmunds- d ó t t i r, G u n n - ar Kristjánsson, Pétur Pétursson, Thies Gund lach, Solveig Lára Guð- mundsdóttir, Sigur- jón Pétursson, Lára G. Oddsdóttir, Krist- inn Ólason og Guð- björg Jóhannesdótt- ir. Bókin er 182 síður og prýdd ljósmynd- um eftir Þorfinn Sig- urgeirsson. Ritstjór- ar eru dr. Gunnar Kristjánsson og sr. Skúli S. Ólafsson. Útgefandi er Kjalarnessprófastsdæmi. Kirkjan og lýðræðið Nemendaópera Söngskólans sýnir óperuna Don Djammstaff í sam- vinnu við Íslensku óperuna. Óper- an er samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tónskáld og sungin á fjórum tungumálum. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt í uppnám til að ná ástum hennar. Inn í fram- vinduna fléttast hefndir kvenna og vald örlaganna. Alls tekur 31 af nemendum Óperu- deildar Söngskólans í Reykjavík þátt í sýningunni og bregður sér meðal annars í gervi vampíra, verndar- engla og norna. Anton Steingruber og Hrönn Þráinsdóttir hafa ann- ast tónlistarundirbúning og Hrönn leikur undir á píanó. Leikstjóri sýn- ingarinnar og höfundur dansa er Sibylle Köll. Tvær sýningar eru ráð- gerðar á verkinu, í kvöld kl. 20 og á laugardaginn 6. febrúar kl. 14. Söngskólinn með Djammstaff Trúbadorinn Svavar Knútur er nú á ferðalagi um Ástral- íu og sefur í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Platan Kvöldvaka selst eins og kaldur frostpinni í heitri Suðurálfunni. „þetta er yndislegt ferðalag og fólk er almennt bara mjög jákvætt. Ég hef spilað í öllum helstu borgunum og nokkrum smábæjum til viðbót- ar. Svo hefur maður verið í alveg tonni af góðum grillveislum,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, sem flækist nú um Ástralíu með kassagítarinn sinn og úkúlele-ið og spilar frumsamið efni. Hann seg- ist selja plötuna sína, Kvöldvöku, á ferðinni „eins og ískalda frost- pinna í eldheitri Suðurálfunni“. „Ég fór út í ársbyrjun og spil- aði á 12 bar club í London á útleið. Ótrúlega góð búlla,“ segir Svavar „Þetta eru eiginlega þrjú ólík tón- leikaferðalög, jafnvel fjögur. það fyrsta er núna, eitthvað út febrú- ar, í Suðaustur-Ástralíu. Svo er eitt í svona millibilsástandi í mars. Þá spila ég í Queensland, Nort- hern Territories og Alice Springs og svona. Svo kemur í apríl smá sessjón í Perth og Vestur-Ástralíu og strax eftir það fer ég aftur til Melbourne og Sydney og tek nokk- ur gigg þar, meðal annars með átrúnaðargoðinu mínu, Machine Translations. Það er algjör snill- ingur, sem hefur haft mikil áhrif á mig, bæði í lagasmíðum og hug- myndafræði. Á heimleiðinni spila ég svo eitthvað í Frakklandi og Englandi. Svo var ég að fá þær æðislegu fréttir að NXNE (North by Northweast-hátíðin í Toronto) voru að bjóða mér í sumar!“ Ástralíuferð Svavars er öll á DIY-planinu („Do it yourself“). „Það er náttúrlega þessi vina- hópur í kringum Hið alþjóðlega trúbadorasamsæri og Melodica- festivalið sem hjálpar manni. Ég hef líka bara svo gaman af því að ferðast. Maður gistir mestmegnis hjá vinum og vandamönnum. Það er ótrúlega mikið af Íslending- um hérna. Það eru búnir að koma svona 20 eða 30 Íslendingar á tón- leikana hingað til. Svo er maður bara að kynnast fólki sem er til í að hjálpa manni. Bæði að bóka og kynna og allt.“ Svavar tekur hlutverk sitt alvar- lega í Ástralíu og sinnir kynn- ingarstarfsemi fyrir íslenska menningu. „Ástralar eru sólgnir í Hugleik Dagsson. Ég tók enska útgáfu af Forðist okkur út og þeir fá ekki nóg af henni. Ég tek allt- af með íslenskar bækur og leyfi áhorfendum að lesa og kvitta í. Ég er líka með bækurnar Ástar- saga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington og Íslensku jólasveinana eftir Brian Pilkington. Fólk skrif- ar margt ótrúlega skemmtilegt í bækurnar, alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt. Ég er kominn með nokkrar svona bækur núna í bókahillunni heima.“ drgunni@frettabladid.is Svavar spilar fyrir Ástrala TRÚBADOR MEÐ KENGÚRUM Svavar Knútur gerir það nú gott meðal andfætlinganna. UPPRENNANDI Söngvararnir í Don Djammstaff. James Cameron, leik- stjóri stórmyndarinn- ar Avatar, býst ekk við að fá Óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina í ár, þrátt fyrir að myndin sé tilnefnd. Hann vonar að fyrrverandi eiginkona sín, Kathryn Bigelow, fái styttuna, en hún leik- stýrði The Hurt Locker – sem þykir afar sigur- strangleg. James Cameron segir í nýlegu viðtali að hann hafi litla trú á því að eld- ingu slái niður á sama stað tvisvar. „Mér finnst ólíklegt að ég vinni vegna þess að ég gerði mig að svo miklu fífli síðast,“ segir Cameron og vísar í þegar hann fékk Óskarinn fyrir Titanic og öskraði í þakk- arræðunni að hann væri konungur heimsins. „The Hurt Locker er mjög, mjög sterk mynd. Pottþétt sú sterkasta. Þetta er stundin hennar Kathryn. Ég myndi glaður tapa fyrir henni. Ég á þegar eina af þess- um fjandans styttum. Ég yrði reiður ef einhver annar myndi vinna, en ekki ef hún vinnur.“ Býst ekki við styttu GERÐI SIG AÐ FÍFLI James Cameron segist hafa gert sig að fífli þegar hann tók við Óskarnum fyrir Titanic. BRENNUVARGARNIR Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 U Fim 18/2 kl. 20:00 Síðasta sýn. U Mið 24/2 kl. 20:00 Aukas. Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Lau 20/2 kl. 20:00 4. K U Gerpla (Stóra sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fim 11/3 kl. 20:00 Ö Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 U Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 U Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 28/2 kl. 15:00 U Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Aukasýning 24. febrúar komin í sölu! Miðasala hafin – tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 U Lau 10/4 kl 15:00 U Sun 11/4 kl 13:00 U Sun 11/4 kl 15:00 U Lau 17/4 kl 13:00 Ö Lau 17/4 kl 15:00 Ö Sun 18/4 kl 13:00 Ö Sun 18/4 kl 15:00 U Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Oliver! MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. Fbl.★★★★★ Elísabet Brekkan IÐN Ó TILBRIGÐI VIÐ STEF Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Næstu sýningar: 4/2, 6/2, 11/2, 14/2, 21/2, 25/2, 27/2 – kl. 20 Sími: 562 9700 kl. 11–16 og tveim tímum fyrir sýningu – www.midi.is eftir Þór Rögnvaldsson Mbl. ★★★ Ingibjörg Þórisdóttir Klassískt verk fullt af leikgleði. Leikstjóranum Ingu Bjarnason tekst vel upp enda enginn nýgræðingur í faginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.