Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 56
40 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > Plata vikunnar Vampire Weekend Contra ★★★★★ „Tónlistin á annarri plötu Vampire Weekend fer í allar áttir og er stórskemmtileg og heillandi. Eins grípandi og þær gerast.“ Kjartan Guðmundsson Þó að flutningur á gömlum verkum njóti virðingar í heimi sígildrar tónlistar þykja tökulög ekki mjög spennandi í poppinu. Þar er gerð krafa um nýtt efni og helst samið af tónlistarmanninum sjálfum. Á þessu eru samt auðvitað undantekningar og stundum slá tökulög eftirminnilega í gegn. Ég nefni sem dæmi Satisfaction með Devo, Gloria með Patti Smith og Geburt einer Nation með Laibach. Þessa dagana eru að koma út tvær mjög ólíkar tökulagaplötur. Fyrst skal nefna Scratch My Back með Peter Gabriel sem kemur út 15. febrúar. Á henni tekur þessi margreyndi popprefur lög eftir unga listamenn eins og Arcade Fire, Reginu Spektor og Bon Iver og eldri, til dæmis Randy Newman, Lou Reed, Neil Young, Paul Simon, Talking Heads og David Bowie. Útsetningarnar eru mjög persónulegar og ólík- ar þeim upprunalegu. Gott dæmi er Heroes eftir Bowie sem opnar plötuna. Gabriel hægir það niður og útsetur það nær eingöngu fyrir strengi. Flott plata. Hin platan er Turn Ons með hljómsveitinni The Hotrats sem er hliðarverkefni Gaz Coombes og Danny Goffey úr Supergrass. Á plöt- unni, sem kom út í síðustu viku, eru nokkur af uppáhaldslögum þeirra félaga, meðal annars Queen Bitch (Bowie), Love Is the Drug (Roxy Music), Damaged Goods (Gang of Four), Pump it Up (Elvis Costello), Love Cats (Cure) og E.M.I. (Sex Pistols). Útsetningarnar eru ekki svo frábrugðnar þeim upprunalegu, en þeir rokka þetta svolítið upp. Undantekningin er Beastie Boys-lagið Fight For Your Right (to Party) sem er gjörólíkt. Þeir Gaz og Danny nefna Bowie plötuna Pinups sem fyrirmynd, en á henni tók Bowie nokk- ur af sínum uppáhaldslögum frá sjöunda áratugn- um. Turn Ons er skemmtileg plata sem sýnir að þeir félagar hafa góðan smekk. Tvær góðar með tökulögum PERSÓNULEGUR Peter Gabriel gerir lög Arcade Fire, Talking Heads, Bon Iver og Radiohead að sínum á nýrri plötu. > Í SPILARANUM Ringo Starr - Y not Hot Chip - One Life Stand The Brunettes - Paper Dolls Biffy Clyro - Only Revolutions David Guetta - One Love DAVID GUETTARINGO STARR Í kvöld heldur Þorvaldur Þór Þorvaldsson tónleika á Café Rosenberg ásamt hljómsveit. Með honum leikur djasslandsliðið; þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Óskar Guð- jónsson á saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar og Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á bassa. Leikin verður tón- list af plötu Þorvaldar sem kom út fyrir síðustu jól og heitir í höfuðið á tónlistarmanninum. „Mér hefur nú reynst erfitt að setja tónlistina nákvæmlega niður, því þetta er hvorki rokk, popp né djass,“ segir Þorvaldur. „Lögin eru líka í mismunandi stíl en stærsti samnefnarinn er að þau eru öll ósungin. Það setur músíkina sjálf- krafa í ákveðinn flokk og út á jaðarinn.“ Þorvaldur segist aðallega vera að hlusta á rapp og R&B þessa dagana og nefnir Clipse, Jay-Z og Black Eyed Peas sem uppáhaldstónlist. „Það eru auðvitað smá áhrif af þessu og öllu því sem maður upplifir í tónlistinni.“ Þorvaldur flutti til Íslands í fyrra eftir að hafa búið við nám og störf í Bandaríkjunum í tæp sjö ár. „Mér finnst alveg æðislegt að vera hérna, en það er helst að maður sé leiður á þessu kreppuvæli sem er í mörgum.“ Tóndæmi má heyra á www.dodditromm- ari.com. - drg Sjálfkrafa á jaðarinn Á ROSENBERG Í KVÖLD Þor- valdur Þór Þorvaldsson. Fimmta plata Massive Attack er væntanleg, kemur út 8. febrúar og heitir Heligoland eftir eyjaklasa úti fyrir Þýskalandi. Þetta er fyrsta stúdíóplata hljómsveitarinnar síðan 100th Window kom út árið 2003. Þeir Grant Marshall og Robert Del Naja hafa nostrað við plöt- una og það heyrist. Allt það sem þessir frumkvöðlar í tripp-hoppinu standa fyrir er á sínum stað; hnaus- þykku bassalínurnar, djúpu dáleiðandi bítin og frumlegu sándin. Margir greindu hökt í vél sveitarinnar á síðustu plötu, en þessi þykir sterk og hnitmiðuð þótt hún jafnist kannski ekki fullkomlega á við meistaraverk- in Mezzanine og Protected. Mikið söngvaralið leggur inn á plötuna. Horace Andy er með að venju en auk hans syngja á plöt- unni þau Damon Albarn, Tunde Adebimpe (úr TV on the Radio), Hope Sandoval (úr Mazzy Star), Martina Topley-Bird (sem hefur unnið með Tricky) og Guy Garvey (úr Elbow). Gítarleikari Portishead, Adrian Utley, leikur einnig á plötunnni, en Portishead er ásamt Massive Attack sú sveit sem enn heldur Bristol-tripp hoppinu snöggheitu eftir hina frábæru plötu Third, sem kom út 2008. - drg Massive Attack hittir í mark SNÖGGHEITT TRIPP HOPP Heligoland er fimmta plata Massive Attack. Tvær sólóplötur duttu inn seint í jólaplötuflóðinu í fyrra, plöturnar Enchanted með Uni og Silkimjúk er syndin með Jóni Tryggva. Tónlistarmennirnir eru báð- ir um þrítugt og þetta eru fyrstu plöturnar þeirra. „Ég er búin að læra tónlist síðan ég var kríli og búin að tala um það heillengi að gera plötu,“ segir Uni, eða Unnur Arndísardóttir eins og hún heitir. „Þegar kreppan skall á hafði maður ekkert annað en það sem maður var góður í og varð bara að láta til skarar skríða. Í góðærinu var maður bara alltaf að vinna og meika pening.“ „Þetta fór í gang hjá mér þegar ég lenti í vinnuslysi fyrir þremur árum,“ segir Jón Tryggvi. „Maður var búinn að tala um það heillengi að gera plötu en framkvæmda- viljann vantaði alltaf. Slysið setti hlutina í samhengi. Maður fór að hugsa og pæla í því hvað væri mikilvægast. Var mikilvægast að mæta alltaf í vinnu kl. átta og vinna til kl. sjö? Eða var kannski mikilvægara að gera það sem mann langaði mest til að gera?“ Fíkn og náttúran Fortíð þeirra í bransanum er sú að Jón Tryggvi var í hljómsveitinni Stæner á sínum tíma en Unnur hefur meðal annars tekið þátt í starfi Trúbatrixa. Þau eru kæru- stupar. „Við kynntumst á Myspace og vorum vinir lengi áður en við byrj- uðum saman fyrir einu ári síðan,“ segir Unnur. „Þá fórum við að vinna saman í músík. Við komum fram á plötunum hjá hvort öðru, hann spilar á gítar og syngur á minni plötu og ég syng á plötunni hans.“ Plöturnar voru teknar upp í Tankinum á Flateyri með mánaðar- millibili í fyrra og eru all ólíkar. „Ég er með einhverja kassagítar- kántrí-blús-samsuðu,“ segir Jón Tryggvi. „Og syng um lífið og til- veruna, mikið um fíkn, alkóhólisma og upprisuna úr alkóhólismanum. Ég hef sjálfur gengið í gegnum það. Meirihlutinn á plötunni er rólyndislegur og dapurlegur en svo eru hressari sprettir á milli. Nick Drake, Johnny Cash, Neil Young, KK og Bubbi eru helstu áhrifa- valdarnir.“ „Hjá mér eru þetta lög sem ég hef verið að semja í gegnum tíðina og þetta er mjög rólegt og „melló“. Ég spila á kassagítar og syng en platan er útsett fyrir sex manns,“ segir Uni. „Andleg mál hafa allt- af fylgt mér og náttúran er eigin- lega helsti áhrifavaldurinn. Ég hef ekki hugmynd um hvaða öðrum tónlistarmönnum ég líkist.“ Eintómir megahittarar Það er ekki hlaupið að því að koma sér á framfæri með tónlistina sína. „Þegar maður er svona alveg glæ- nýr er virkilega erfitt að koma sér á framfæri. Það kom virkilega á óvart,“ segir Unnur. „Já, allavega miðað við það að það eru ekkert nema megahittar- ar á þessum plötum!“ segir Jón Tryggvi. „Ætli málið sé ekki bara að senda fjölmiðlum nógu oft sömu fréttatilkynningarnar þangað til þeir fara að trúa þeim.“ Þau ætla að spila sem mest, reyna að fá sem mesta útvarpsspil- un og komast í sjónvarpið. Allur pakkinn. Og svo er stefnan sett á sjálfa Ameríku. „Það er planið að fara í mars. Bara við með gítarana á bakinu,“ segir Unnur. „Ég var að læra í Nýju-Mexíkó í þrjú ár svo ég á vini úti um allt. Við erum búin að bóka einhverja tuttugu tónleika. Byrjum í New York og fljúgum svo heim frá San Francisco eftir nokkrar vikur. Erum með gommu af giggum þarna á milli.“ Þau sjá fyrir sér að semja saman plötu „on ðe ród“ og vonast til að gefa hana saman út í sumar. „Það verður eitthvað ægilegt eyði- merkur-kántrí, held ég,“ segir Jón Tryggvi. „Við erum að skoða hvort við gefum þá plötu ekki út undir einhverju dúetta nafni – Uni & Johnny kannski?!“ drgunni@frettabladid.is BÆÐI RÓLEG OG „MELLÓ“ KREPPAN SETTI HLUTINA Í SAMHENGI Uni og Jón Tryggvi segja erfitt að vera glæný á markaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.