Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 2
2 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Skötuselur (Roðlaus/beinlaus/sjófrystur) Verð áður 3.990,- Tilboð í dag og á morgun laugardag. 2.890 kr.kg.- Skelfl ettur Humar 5.900 kr.kg Lausfrystur Humar 2.000 kr.kg STJÓRNMÁL Ástandið á Íslandi, Icesave-málið og umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu var á meðal þess sem Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, ræddu á fundi í gærmorgun. „Þetta var ítarlegur og hreinskiptinn fundur og ég var mjög ánægð með hann,“ sagði Jóhanna að honum loknum. Forsætisráðherra sagði Barroso frá óánægju hér á landi vegna byrða sem legðust á Íslendinga vegna Icesave-skuldbindinga og hversu ójafnt þær skipt- ust á milli Íslendinga, Breta og Hollendinga. Margir teldu okkur fórnarlömb gallaðs regluverks EES. Forsætisráðherra benti einnig á það hversu órétt- mætt það væri að afdrif Icesave-málsins væru tengd lánveitingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Það er mjög mikilvægt að Evrópusambandið sé inni í þessum málum og Barroso hlustaði af athygli á minn málflutning,“ segir Jóhanna sem lagði mikla áherslu á að afgreiða yrði lánin frá AGS enda væru þau forsenda annarra lánveitinga og endurreisnar efnahagslífsins hér á landi. Olly Rehn, stækkunarstjóri ESB, var einnig á fundinum en þar fór ráðherra einnig yfir umsókn að Evrópusambandsaðild sem hún vonast til að fari í þann farveg að hægt verði að taka hana fyrir með formlegum hætti í mars. - sbt Forsætisráðherra ræddi við forseta framkvæmdastjórnar ESB: Útskýrði sjónarmið Íslendinga AÐ FUNDI LOKNUM Forsætisráðherra og forseti framkvæmda- stjórnar ESB ætluðu að hittast á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember en þar gafst ekki tími og var þá afráðið að hittast í febrúar. NORDICPHOTOS/AFP Gunnar, verða þetta stífar prufur? „Já, stúlkurnar mæta í stirðum straumum.“ Gunnar Helgason leitar nú að leikkonu til að fara með hlutverk Sollu stirðu á Latabæjarskemmtuninni sem fram fer í Laugardalshöll 27. mars. ÖRYGGISMÁL „Mér líður prýðilega eftir vel heppnaða aðgerð en mér er sagt að þetta hefði getað endað öðruvísi. Þeir héldu mér gang- andi á sprengitöflum og súrefni,“ segir Jakob Örn Haraldsson, skip- verji á Sturlaugi Böðvarssyni AK, sem veiktist alvarlega á laugar- dag. Þá var togarinn að veiðum sjötíu mílur vestur af Garðskaga. „Það kom í ljós að æðin var nær alveg stífluð en hjartavöðvinn skemmdist ekki.“ Magnús Kristjánsson skipstjóri lýsir atburðarásinni sem svo að eftir að hafa greint einkenn- in hafi Jakobi verið gefin hjarta- lyf, eða svokölluð sprengitafla. „Það sló á einkennin og við viss- um að þetta var hjartasjúkdómur. Ég hafði þá samband við lækni á Landspítalanum sem aftur hafði samband við þyrlulækninn. Hann sagði okkur að sigla með manninn í land og að þeir gætu ekki komið þar sem aðeins ein þyrla væri á vakt. Það var allan tímann ljóst að aðstoð þyrlu var ekki í boði en hafa samband ef líðan Jakobs myndi versna.“ Magnús sigldi til hafnar í Reykjavík þar sem sjúkrabíll beið. Þá voru liðnar um tíu klukku- stundir frá því að Jakob kenndi sér meins. Hann fór í bráðaaðgerð á Landspítalanum og kom í ljós að hann var í bráðri lífshættu. Þessi reynslusaga Jakobs vekur spurningar varðandi niðurskurð hjá Landhelgisgæslunni og skerta björgunargetu hennar. Aðeins ein þyrluáhöfn var á vakt þegar kall- ið kom en starfsreglur LHG gera ekki ráð fyrir því að þyrla fari lengra en 20 sjómílur frá landi þegar önnur þyrla er ekki tiltæk. Þar kemur öryggi þyrluáhafnar- innar sjálfrar til. Nokkrum flug- mönnum var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðar hjá LHG. Frá þeim tíma hefur ekki verið hægt að manna báðar þyrlurnar á öllum tímum eins og var. Georg Lárusson, forstjóri LHG, segir það rétt að björgunargeta LHG sé skert eftir niðurskurð- inn og útilokar ekki að þyrla hefði verið send án tafar ef aðstæður hefðu verið aðrar. Það eigi þó ekki endilega við í þessu tilfelli; læknir hafi metið stöðuna sem svo að ekki væri bráðnauðsynlegt að senda þyrlu. „En í öllu falli var staðan sú á laugardag að við komumst ekki alla leið til þeirra.“ Georg segir reglu um 20 sjó- mílna flug ekki algilda og aðstæð- ur séu metnar hverju sinni um hvort senda eigi þyrlu. „En eins og búið var að okkur fyrir niður- skurðinn hefðum við sennilega sent þyrlu án umhugsunar. Það verður ekki undan því vikist að vegna niðurskurðarins þá getum við ekki gert hvað sem er.“ svavar@frettabladid.is Þyrlan gat ekki sótt hjartveikan sjómann Togarasjómaður veiktist alvarlega á laugardagskvöld. Skipstjóri segir að ekki hafi verið í boði að fá þyrlu til að sækja hann. Mat læknis var að óhætt væri að sigla í land með manninn. Á sjúkrahúsi var ljóst að hann var í bráðri lífshættu. Á BATAVEGI Jakob segir hendur Gæslunnar bundnar af niðurskurði stjórnvalda. Hann veltir því fyrir sér hvernig áhöfn þyrlunnar líði að komast ekki í loftið þegar þörf er á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld vísa á bug gagnrýni Baracks Obama Bandaríkjaforseta, sem ætlar að fara í hart út af deilum um kín- verska gjaldmiðilinn. Obama gagnrýnir Kínverja fyrir að halda gengi gjaldmiðils síns, júansins, allt of lágu – sem gagnast kínverskum útflutn- ings iðnaði og þar með kínversku efnahagslífi, en kemur niður á útflutningsiðnaði annarra ríkja, meðal annars Bandaríkjanna. Kínverjar segjast ekki skilja þessa gagnrýni og ætla að halda sínu striki. „Gagnrýni og þrýstingur hjálpa augljóslega ekki til við að leysa vandamál,“ sagði Ma Zha- oxu, talsmaður kínverska utan- ríkisráðuneytisins. - gb Deilur Kína og Bandaríkjanna: Kínverjar vísa gagnrýni á bug KÍNVERSKIR SEÐLAR Gjaldmiðill Kína þykir of lágt skráður. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð héraðsdóms þess efnis að rannsókn á meintum innherjasvik- um Baldurs Guðlaugsson- ar, fyrrver- andi ráðuneyt- isstjóra, skuli fram haldið. Baldur kærði rannsóknina og taldi hana ólög- mæta, ekki síst í ljósi þess að Fjármálaeftirlitið hefði þegar til- kynnt honum að fallið hefði verið frá rannsókn málsins. Í dómi Hæstaréttar segir að Baldur hafi ekki getað haft rétt- mætar væntingar til þess að ekk- ert yrði frekar aðhafst í máli hans, enda hefði FME tilkynnt honum um niðurfellingu málsins með þeim fyrirvara að það kynni að vera tekið upp að nýju bærust nýjar upplýsingar. - sh Dómur Hæstaréttar: Rannsókn á máli Baldurs heldur áfram BALDUR GUÐLAUGSSON Fékk nafnlausa gjöf Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk á dögunum endurlífgunardúkku að gjöf frá „örlátum stuðningsaðila“ sem ekki vill láta nafns síns getið, að því er kemur fram á vef Rauða kross Íslands. RAUÐI KROSSINN Risavatnstankurinn fundinn Lögreglan á Suðurnesjum hefur feng- ið upplýsingar um risavatnstank sem talinn var hafa horfið úr Sandgerði með grunsamlegum hætti. Í ljós kom að þeir sem höfðu tankinn undir höndum höfðu tekið hann í góðri trú. LÖGREGLUMÁL EFNAHAGSMÁL Nout Wellink, seðlabankastjóri Hollands, sak- aði íslensk stjórnvöld um að hafa logið um stöðu íslensku bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þar tekur hann undir orð Arnolds Schilder, fyrrverandi yfirmanns innra eftirlits hollenska seðlabank- ans, sem hafði fyrr í vikunni fullyrt það sama. Í vitnisburði sínum rekur Wellink samskipti sín við íslensk stjórnvöld og forsvarsmenn Fjármálaeftirlits- ins (FME) og Seðlabankans. Þar lýsir hann því að hollensk stjórn- völd hafi allt árið 2008 haft þungar áhyggjur af stöðu bankanna en jafn- an fengið þau svör að þeir stæðu styrkum fótum. Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi dregið lapp- irnar með þekktum afleiðingum. Eins rekur hann samskipti við FME sem hafi fullyrt í ágúst 2008 að bankarnir stæðust álagspróf. Í þeim mánuði sendi Wellink sér- staka sendinefnd til Íslands og sagði nefndarmönnum að hóta íslenskum stjórnvöldum því að leit- að yrði til framkvæmdastjórnar ESB ef ekki yrði brugðist við með aðgerðum. Í september var leitað til FME og óskað eftir að lausnir við vandan- um yrðu settar fram. Hann segir að því hafi verið lofað en efndirnar hafi engar orðið. Hann ræddi við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í september 2008. Davíð fullyrti að hann hefði varað stjórnvöld við stöðu bankanna sex mánuðum fyrr. - shá Seðlabankastjóri Hollands ber stjórnvöld þungum sökum fyrir þingnefnd: Segir stjórnvöld hafa logið TIL SVARA Wellink (nær) og Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, komu fyrir rannsóknarnefnd þingsins í gær. VIÐSKIPTI Marel tapaði 11,8 millj- ónum evra, jafnvirði tæps 2,1 milljarðs íslenskra króna, á síð- asta ári. Þetta er 3,4 milljónum evrum meira tap en árið á undan og undir væntingum. Tap upp á 23 milljónir evra á fjórða ársfjórðungi vegur þungt í bókum Marel. Það er tilkomið vegna niðurfærslu á bókfærðu verði eigna utan kjarnastarfsemi. Marel greindi einmitt frá því í gær, að það hefði samið um sölu á Food & Dairy Systems sem til- heyrir Stork og heyrir ekki undir kjarnastarfsemi. - jab Tap hjá Marel á síðasta ári: Uppgjörið und- ir væntingum ÁLFTANES Eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga (EFS) legg- ur til að sveitarfélaginu Álftanesi verði skipuð fjárhaldsstjórn sem hafi forystu um endurskipulagn- ingu fjármála sveitarfélagsins. Kristjáni L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var afhent bréf þess efnis frá nefnd- inni í gær. Ráðherra fundaði með fulltrúum frá sveitarfélaginu í gær og gerði þeim grein fyrir nið- urstöðu EFS. Kom þar fram að hann myndi ákveða næstu skref í málinu mjög fljótlega. Fjárhagur sveitarfélagsins hefur verið til skoðunar hjá EFS um nokkurt skeið. - sh Eftirlitsnefnd sveitarfélaga: Álftanes fái fjárhaldsstjórn SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.