Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 6
6 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Kannaðu málið á byr.is Þetta er miklu minna mál en þig grunar. „Vertu þinn eigin fjármálastjóri með Netgreiðsluþjónustu Byrs.“ í heimabanka DÓMSMÁL Fyrrum starfsmaður meðferðar- heimilisins í Árbót í Aðaldal, Jón Þór Dag- bjartsson, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem vistaðar voru á heim- ilinu árið 2008 á vegum barnaverndaryfir- valda. Maðurinn, sem er rúmlega fertugur, var þá starfsmaður á heimilinu. Honum var gefið að sök að hafa fengið stúlkurnar til ýmissa kynlífsathafna á um það bil þriggja mánaða tímabili. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, hefur verið tekin ákvörð- un um að loka meðferðarheimilinu að Árbót. Hann segir þá ákvörðun ekki tengjast beint kynferðisbrotamálinu sem nú hefur verið dæmt í. „Hins vegar kann að vera að foreldrar hafi verið tregari til að senda börn sín þangað eftir að uppvíst varð um það sem þar hafði gerst,“ segir Bragi. „En ég vil taka sérstak- lega fram að hjónin á Árbót hafa jafnan rekið þetta heimili þannig að sómi er að.“ Hann bætir við að meðferðarheimili verði opnað að Geldingalæk á Rangárvöllum með vorinu. Lögð verði áhersla á að hafa þar fyrst og fremst fagfólk við störf. Maðurinn, sem braut gegn stúlkunum hafði áður sætt rannsókn vegna gruns um brot gegn þeim. Önnur stúlkan neitaði þá alfarið að um slíkt hefði verið að ræða, þótt vinkona hennar hefði greint frá kynferðislegu áreiti starfsmannsins. Ríkissaksóknari lét málið þá niður falla, þar sem framkomin gögn í málinu voru ekki talin nægileg til sakfellingar. Málið var síðan tekið upp á nýjan leik, þegar stúlkan sem sagt hafði manninn sak- lausan lýsti því á fósturheimili sínu að hún hefði áhyggjur af stúlku á heimilinu, sem sagt hefði að maðurinn hefði áreitt hana. Sjálf sagðist stúlkan á fósturheimilinu hafa orðið fyrir áreitni hans. Hún greindi síðar frá því fyrir dómi, spurð hvort maðurinn hefði hótað henni, að hann hefði sagt henni að hann þekkti marga úr vélhjólaklúbbnum Fáfni. Hún mætti ekki segja frá vegna orðspors heimilisins og ann- ars. Raunar segist maðurinn á heimasíðu sinni hafa stofnað „Fafner MC Iceland“ sem er nú í formlegum tengslum við Hells Angels. Hann segist hættur í samtökunum. Fyrir dómi sagði stúlkan, sem þá var sextán ára, að hún hefði óttast manninn. Maðurinn var, auk fangelsisrefsingar, dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 1.250.000 krónur í miskabætur og hinni 500.000 krónur. jss@frettabladid.is ÁRBÓT Maðurinn braut um nokkurra vikna skeið gegn tveimur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu. Því verður nú lokað. MYND/BARNAVERNDARSTOFA Árbót lokað í kjölfar kyn- ferðisbrots gegn stúlkum Fyrrverandi starfsmaður meðferðarheimilisins að Árbót hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu nærrri tveggja milljóna króna í skaðabætur. Meðferðarheimilinu Árbót verður lokað. Barnaverndarstofa hefur í ljósi kynferðis- brotamálsins á Árbót sett ítarlegri reglur um viðbrögð starfsfólks en áður hafa gilt svo lærdóm megi draga af þessu dapur- lega máli. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Barnaverndarstofu. Hún segir dóminn sögulegan, þar sem aldrei fyrr hafi sann- ast fyrir dómi að börn hafi sætt kynferð- isofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldis- stofnunar á Íslandi. „Það er hins vegar þyngra en tárum taki að horfast í augu við þá staðreynd að ekki sé unnt að tryggja öryggi barna inni á barnaverndarstofnunum þar sem þau eiga rétt á skjóli og sérstakri vernd,“ segir Barna- verndarstofa. „Umræddur dómur er þó fagnaðarefni í þessu sorglega máli. Hann gefur von um að sá tími sé liðinn að siðblindir einstaklingar komist upp með að níðast á berskjölduðum börnum án þess að sæta afleiðingum. Hann er vísbending um að eftirlits- og viðbragðskerfi barnaverndaryf- irvalda, lögregla, ákæruvald og dómstólar rísi nú undir þeirri ábyrgð sem þessum aðilum er ætlað að axla. Framgang máls- ins skal þó fyrst og fremst þakka brota- þolum, ungu stúlkunum sem sýndu kjark með því að segja frá þeim brotum sem þær máttu sæta.“ HERÐIR REGLUR UM VIÐBRÖGÐ BRAGI GUÐBRANDSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur framlengt til 3. mars gæsluvarð- haldi rúmlega tvítugs manns sem grunaður er um að hafa nauðgað fjórum stúlkum sem hann kynnt- ist á Facebook. Lögregla hefur lokið rannsókn á þremur mál- anna og hafa þau verið send til ákæruvaldsins. Fjórða málið er enn til rannsóknar. Í tölvu mannsins reyndust vera margar myndir af hálfnöktum stúlkum og hreyfimyndir þar sem börn eru beitt grófu kyn- ferðislegu ofbeldi, svokölluðu BDSM. Maðurinn á því yfir höfði sér ákæru um vörslu barnakláms. -jss Gæsluvarðhaldsúrskurður: Framlengt á Facebook-mann PRÓFKJÖR Haraldur L. Haraldsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ á laugardag. Haraldur Haraldsson er fæddur 1944, uppalinn í Reykjavík en fluttist til Mosfells- bæjar 2005. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri útflutningsfyrir- tækisins Andra og einn af stofnend- um Kreditkorta hf. FRAKKLAND, AP Angela Merkel Þýskalandskanslari brá sér í heimsókn til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í París í gær. Helsta deiluefni fundarins snerist um örlög A400M-risa- herflutningþotunnar, sem fjár- magn vantar til að ljúka við smíði á. Að loknum fundinum sögðu þau fátt annað en að lausn muni finnast á þeim deilum. Þau voru einnig spurð út í ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að mæta ekki á leiðtogafund Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna á Spáni í maí. Þau gerðu lítið úr því. „Á það að vera eina vanda- mál okkar í heiminum nú um stundir?“ spurði Sarkozy. - gb Sarkozy og Merkel hittust: Vandi risaþotu verður leystur SARKOZY OG MERKEL Hittust í París í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Engar konur eru á meðal æðstu stjórnenda íslenskra fjölmiðla og í hópi næstráð- enda eru konur aðeins um þriðj- ungur stjórnenda, segir í álykt- un Félags fjölmiðlakvenna sem samþykkt var á fundi í fyrra- kvöld. Í ályktuninni er rýr hlutur kvenna á fjölmiðlum gagnrýnd- ur sem og uppsagnir á reyndum fjölmiðlakonum. Hátt í hundrað konur mættu á fundinn og segir Guðrún Helga Sigurðardóttir, formaður félags- ins, að þessi góða mæting sýni að fundurinn hafi verið tímabær og þarfur. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hlutur kvenna á fréttadeildum fjölmiðla en á þeim eru konur alls staðar í minnihluta nema á frétta- stofu Stöðvar tvö. Skorað er á stjórnvöld og yfirmenn fjöl- miðla að rétta h lut kvenna á fjölmiðlum landsins. Á fundinum var einnig rætt um aldursdreif- ingu á fjölmiðl- um og var hvatt til þess að fjöl- miðlakonum yrði leyft að eldast í starfinu. Guðrún Helga segir þá umræðu þarfa, nauðsynlegt sé að hafa reynslumiklar konur inni á fjölmiðlum. - sbt Gagnrýna harðlega fækkun kvenna á fjölmiðlum: Fleiri konur þarf í fréttamennsku GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR INDÓNESÍA, AP Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, hefur bannað fólki að nota buffla á mótmælafundum. Ástæðan er sú að í síðustu viku var buf- fall með nafni forsetans leiddur um götur Djakarta í mótmæla - aðgerðum gegn forsetanum. „Þau sögðu að ég væri eins og buffall, stór og heimskur og hægur,“ sagði forsetinn, harla ósáttur. Bannið nær reyndar til allra annarra dýra þegar mótmæli eru annars vegar. - gb Forseti móðgast: Bannar buffla BUFFALL Á MÓTMÆLAFUNDI Forseti Indónesíu vill ekki láta líkja sér við „stór og heimsk“ dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Kaupir þú einhvern tíma tónlist? Já 60,5% Nei 39,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Verður þú var við að húsaleiga hafi lækkað verulega? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Ragnheiður Ríkharðsdóttir, nýr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þingnefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hefur ekki sent Ríkisendurskoðun upp- lýsingar um kostnað við prófkjör sitt fyrir kosningarnar 2007. Ragnheiður útskýrir að þar sem lög og reglur ná ekki til ársins 2006 og 2007 þá hafi hún ákveðið að skila ekki fjár- hagsupplýsingum um prófkjörið. „En ef sú ákvörðun dregur setu mína í rann- sóknarnefndinni eitthvað í efa þá mun ég endurskoða þessa ákvörðun. Ég held hins vegar að svo sé alls ekki.“ Ragnheiður tók á dögunum við sæti Ásbjarnar Óttarssonar í nefndinni, en Ásbjörn hætti eftir að upp komst um misferli hans í einkarekstri. Ásbjörn sagðist hætta í nefndinni til að skapa frið um störf hennar, enda væri þar unnið að því að endurreisa traust á viðskiptalífinu. Ragnheiði ber ekki skylda til að skila þessum upplýsingum, sem Ríkisendurskoðun var falið að taka við, þar sem lög, sem sett voru í september 2009, um skil þessara upplýsinga eru ekki aftur- virk. Stjórnmálaflokkarnir skuldbundu sig hins vegar til að skora á frambjóðendur sína að veita Ríkisendurskoðun þessar upplýsingar. Margir frambjóðendur hafa orðið við þeim tilmælum. - kóþ, shá Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Skilar ekki fjárhagsupplýsingum RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Telur að birting fjármálaupplýsinga komi setu hennar í nefnd sem á að skoða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.