Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 8
8 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Já leitar að góðum verkefnastjóra sem á auðvelt með að koma fram í sjónvarpi og vill taka þátt í því að hjálpa til við jákvæð verkefni á næstu mánuðum. Við leitum að bjartsýnni og jákvæðri keppnismanneskju sem vill hafa áhrif og hjálpa öðrum. Við leitum að aðila sem er hamingjusamur, skemmtilegur og áreiðanlegur. Verkefnastjórinn þarf að búa yfir almennri þekkingu á þjónustu Já og kunna að nota Símaskrána, Já 118 og Já.is. Er ég að leita að þér? Umsóknarfrestur rennur út 8. febrúar 2010. Umsækjendur eru beðnir um að senda inn umsókn ásamt ferilskrá á netfangið gunnarth@ja.is. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Thorberg Sigurðsson í síma 864 4123. 1 Hvað heitir félag Bjarna Benediktssonar sem verið hefur í fréttum undanfarið? 2 Hvaða söngkona er að út- skrifast úr guðfræði um þessar mundir? 3 Hvaða hljómsveit leikur í auglýsingu með Jason Lee og Peter Stormare? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 SJÁVARÚTVEGSMÁL Áður en gengið yrði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um kvótakerfið þarf að huga að þrennu, að mati varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur: Í fyrsta lagi að ljúka þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Í annan stað þarf stjórnin að móta sér skýra afstöðu til sjávarútvegskerfisins sem slíks, það er um hvaða kerfi eigi að kjósa. Í þriðja lagi þarf að setja skýr lög um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þorgerður Katrín bregst hér við þeim orðum Steingríms J. Sigfússonar, sem sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi að þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið kæmi til greina. „Erum við að tala um kvótakerfið eins og það er í dag eða eins og ríkisstjórnin ætlar sér að hafa það með því að byrja fyrningarleiðina í gegnum skötusel- inn?“ spyr Þorgerður. Þetta sé óljóst með öllu. Stjórn- in þurfi að móta sér stefnu í sjávarútvegsmálum. „Áður en við förum í einhverjum popúlisma að tala um þjóðaratkvæðagreiðslur um hitt og þetta eigum við að móta okkur almenn lög um þjóðar- atkvæðagreiðslur, þannig að það verði skýrt að valdið sé hjá þjóðinni, að það sé hægt eftir ákveðnum leikreglum að kalla fram þjóðar- atkvæðagreiðslu og þá eru engin mál undan- skilin, hvorki kvótinn né annað,“ segir hún. Valdið eigi ekki að vera hjá einum manni, forseta Íslands. - kóþ Varaformaður Sjálfstæðisflokks ekki tilbúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um kvóta: Margt annað þarf að klára fyrst ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Telur þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið ótímabæra og vill meðal annars að sett séu skýr lög um slíkar kosningar fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI „Eiginfjárstaðan hefur aldrei verið betri,“ segir Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri stoðtækja- fyrirtækisins Össurar. Hann kynnti uppgjör fyrirtækisins ásamt Jóni Sigurðssyni forstjóra í Kaupmanna- höfn í Danmörku í gær. Fyrirtækið hagnaðist um tæpar 22,8 milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði 2,9 milljarða króna, í fyrra, sem er fjórðungi minna en fyrir ári. Svipuðu máli gegnir um flesta rekstrarliði, svo sem sölu, sem dróst saman um 4,6 prósent á milli ára. Lausafjárstaðan batnaði hins vegar verulega en í lok síðasta árs átti Össur tæpar áttatíu milljón- ir dala, tæpa tíu milljarða króna, í lausu fé. Þetta er tæp 160 prósenta aukning á milli ára. Eiginfjárhlut- fall Össurar stóð í 49,7 prósentum í lok árs samanborið við 41,3 prósent í hittifyrra og hefur það sjaldan ef nokkru sinni verið sterkara. Þeir Jón og Hjörleifur bentu á að horfur hefðu verið sveipaðar óvissu í efnahagsmálum í upphafi síð- asta árs og ekki vitað hvernig árið yrði. Úr rættist þegar á leið og var afkoman yfir væntingum flestra, þar á meðal rúmum 25 prósentum yfir spá IFS Greiningar. - jab JÓN SIGURÐSSON Afkoma stoðtækjafyrirtækisins Össurar var yfir væntingum á síð- asta ári og skilaði góðu uppgjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Afkoma stoðtækjafyrirtækisins Össurar yfir væntingum þrátt fyrir erfitt ár í fyrra: Vissum ekki hvað var í vændum UPPGJÖR ÖSSURAR* Liður 2009 4. ársfj. Sölutekjur 330,6 346,8 Rekstrarhagnaður 48,2 56,0 EBITDA 67,0 79,4 Eignir 628,2 603,8 Eigið fé 312,2 249,6 Hagnaður 22,7 28,5 Hagnaður á hlut** 5,32 6,74 Þynntur hag. / hlut** 5,30 6,73 * Í milljónum dala ** Í dölum talið SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi hyggst nýta sem mest af sautján þús- und tonna loðnukvóta fyrirtæk- isins til hrognatöku. Það þýðir að skip fyrirtækisins hefja ekki veiðar fyrr en um miðjan mánuðinn. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, deildarstjóra uppsjávar- sviðs, eru vinnslustöðvar félags- ins á Akranesi og Vopnafirði vel búnar fyrir hrognavinnslu og til standi að nýta þær báðar. Verð á hrognum hefur verið gott und- anfarin ár og því lag til að gera veruleg verðmæti úr þeim tak- markaða loðnukvóta sem búið að úthluta. Íslensk og norsk skip eru nú komin á veiðar fyrir Austur- og Suðurlandi og veiði er ágæt. - shá HB Grandi: Nýtir kvótann til hrognatöku DÓMSMÁL Áttræður maður hefur verið dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir íkveikju í sumarbústað í Grímsnesi. Maðurinn var ákærður fyrir að kasta logandi hlut upp á svefn- loft og hverfa síðan af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á bústaðn- um af völdum elds og reyks. Maðurinn neitaði í fyrstu að hafa kastað logandi hlut upp á svefnloftið en játaði að hafa orðið valdur að íkveikjunni með því að henda frá sér logandi sígarettu sem hefði lent í haug af bréfum í bústaðnum, sem væri í eigu fjöl- skyldunnar. Síðan breytti maður- inn framburði og játaði sök. - jss Áttræður hlýtur dóm: Lagði eld að sumarhúsi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.