Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 12
12 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR NORÐUR-ÍRLAND, AP Stífum tíu daga samningaviðræðum sambandssinna og lýðveldissinna á Norður-Írlandi lauk í gær þegar fulltrúar lýðveld- issinna sögðu nóg komið. Sambandssinnar þurfa nú að taka afstöðu til málamiðlunartillögu, sem lýðveldissinnar hafa fallist á. Stjórnvöld á Bretlandi og Írlandi hafa haft forystu um samningavið- ræðurnar, sem hófust 25. janúar síðastliðinn. Sinn Fein, helsta stjórnmála- afl hinna kaþólsku lýðveldissinna, hefur krafist þess að nýtt ráðu- neyti dómsmála verði stofnað innan heimastjórnar Norður-Írlands. Nýja ráðuneytið myndi fá það hlutverk að hafa yfirumsjón með dómstólum og lögreglu á Norður-Írlandi. Sinn Fein hefur hótað því að segja sig úr heimastjórninni og þar með líklega gera að engu frið- arsamkomulagið frá 1998 fallist sambandssinnar ekki á þetta fyr- irkomulag. Sambandssinnar, sem flestir eru mótmælendatrúar, hafa hins vegar ekki viljað fallast á þetta. Vanda- málið er að flokkar sambands- sinna í heimastjórninni eru klofnir í afstöðu sinni. Ástæða klofningsins er meðal annars sú, að margir hófsamir sambandssinnar telja óráðlegt að láta undan kröfum lýðveldissinna á kosningaári af ótta við að tapa atkvæðum til harðlínumanna. „Viðræðunum er lokið,“ sagði Gerry Kelly, aðalsamningafulltrúi Sinn Fein í gær. „Samninganefnd okkar telur að við séum komin með grundvöll til þess að þoka málun- um áfram.“ Umsjón löggæslu og dómsmála á Norður-Írlandi hefur verið í hönd- um Breta, en kaþólskir hafa gert kröfu um að stjórn þeirra verði færð í hendur heimamanna. Rík- isstjórnir Bretlands, Írlands og Bandaríkjanna hafa stutt það, í þeirri von að við þá breytingu auk- ist almennur stuðningur meðal kaþ- ólskra við lögreglu og dómstóla. Mótmælendur hafa hins vegar beitt neitunarvaldi sínu, ekki síst af ótta við að fyrrverandi liðs- menn Írska lýðveldishersins fái að taka þátt í stjórn þessa mála- flokks. Þegar friðarsamkomulagið var gert fyrir nærri tólf árum höfðu kaþólskir lýðveldissinnar þá bar- ist áratugum saman hatramm- ri baráttu fyrir aðskilnaði Norð- ur-Írlands frá Bretlandi og helst sameiningu við Írland. Þau átök kostuðu um 3.700 manns lífið. gudsteinn@frettabladid.is Líf heimastjórnar hangir á bláþræði Samningaviðræðum um framhald heimastjórnar Norður-Írlands var slitið í gær. Kaþólskir hafa fallist á málamiðlunartillögu, en mótmælendur eru klofnir í afstöðu sinni af ótta við útkomu þingkosninga, sem haldnar verða á árinu. GERRY KELLY OG GERRY ADAMS Aðalsamningafulltrúi Sinn Fein og formaður Sinn Fein, helsta stjórnmálaafls kaþólskra á Norður-Írlandi. NORDICPHOTOS/AFP Tap á jólaþorpinu Borgarráð hefur samþykkt að borga 1,5 milljónir króna vegna svokallaðs Jólaþorps sem rekið var á Hljóma- lindarreitnum síðustu dagana fyrir jól. Féð verður tekið af liðnum ófyrirséð útgjöld. REYKJAVÍKURBORG VIÐSKIPTI Tólf óskuldbindandi til- boð bárust í hlutafé trygginga- félagsins Sjóvár innan þess frests sem Fyrirtækjaráðgjöf Íslands- banka gaf til að bjóða í félagið. Fresturinn rann út á þriðjudag en þá voru tilboð opnuð í viður- vist óháðs matsaðila. Þrír erlend- ir aðilar buðu í félagið, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Þeim sex, sem áttu hæstu til- boðin og teljast hafa fullnægj- andi fjárhagslega burði, verður gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur aðgangur að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrir- tækisins. - jab Sala Íslandsbanka á Sjóvá: Þrjú tilboð komu að utan HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR Tólf tilboð bárust Íslandsbanka í tryggingafélagið Sjóvá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UNDIR STÓLABOGUM Drengur nokkur stendur undir tveimur bogum gerðum úr barnastólum á sýningu í London, þar sem til sýnis er hvers kyns sætis- búnaður fyrir börn. NORDICPHOTOS/AFP Nýtt enskt heiti Lyfjastofnun hefur fengið nýtt heiti á ensku. Eftirleiðis nefnist stofnunin Icelandic Medicines Agency á enskri tungu, en áður var notað heitið Icelandic Medicines Control Agency. Netfang og veffang breytist til samræmis og verður ima@ima.is og veffangið www.ima.is. Eldra netfang og veffang verða þó virk út árið. HEILBRIGÐISMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.