Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 16
16 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fjölmörg íslensk heimili standa nú frammi fyrir mikl- um erfiðleikum vegna skulda- stöðu sinnar. Ástæðurnar eru vel þekktar; í kjölfar falls bankanna og efnahagserfiðleika hafa skuld- ir hækkað hratt, laun lækkað og atvinnuleysi er mikið. Margir eru því í þeirri stöðu að þurfa að leita sér úrræða til að rétta af sína stöðu. Ýmsar leiðir eru færar fyrir skuldara í dag en gróflega má flokka úrræðin í tvennt; annars vegar úrræði innan hverrar lánastofnunar, t.d. bankanna og hins vegar róttæk- ari úrræði á vegum stjórnvalda sem krefjast aðkomu dómstóla. Úrræði á vegum banka og lánastofnana Sé um tímabundna erfiðleika að ræða sem fyrirsjáanlegt er að skuldari geti yfirstigið er eðli- legt að horfa til þeirra úrræða sem bankar og aðrar lánastofn- anir bjóða upp á. Með því er t.d. unnt að óska eftir frystingu á láni eða semja um breytta skil- mála á skuldum. Þessi úrræði geta létt töluvert undir og fela í mörgum tilfellum í sér töluverða eftirgjöf af hálfu bankanna. Mörgum nægir að nýta sér ein- hvern þessara kosta til þess að láta enda ná saman á nýjan leik. Í öðrum tilfellum er staðan erfiðari. Séu skuldirnar umtals- verðar og vanskil viðvarandi er eðlilegt að horfa til róttæk- ari úrræða hjá stjórnvöldum. Með lögum um greiðsluaðlög- un samningskrafna og lögum um greiðsluaðlögun fasteigna- veðkrafna var komið til móts við þennan hóp. Þar er kveðið á um að skuldarar, sem eru um fyrirséða framtíð ófærir um að standa í skilum með skuldbind- ingar sínar, geti óskað eftir að fá heimild til greiðsluaðlögunar á kröfum sínum. Fólk í þessari stöðu myndi í mörgum tilfellum ella stefna í gjaldþrot með til- heyrandi erfiðleikum. Greiðsluaðlögun veitir skjól Með greiðsluaðlögun er skuldur- um gefinn kostur á að komast í ákveðið skjól með sínar skuldir og aðlaga afborganir að sinni greiðslugetu í stað þess að fara í þrot. Ferlið tekur yfirleitt þrjú til fimm ár og getur bæði tekið til fasteignalána og annarra skulda. Sett er upp greiðsluáætlun í samráði við kröfuhafa og skuld- ara. Hugsunin með úrræðinu er að kröfuhafar fái eitthvað upp í skuldir sínar, ef kostur er, en skuldarar geti á móti fengið fast- an punkt í tilveruna og komið fjárhag sínum í betra horf. Eftir- stöðvar skuldanna eru í sumum tilfellum afskrifaðar að hluta eða jafnvel í heild. Skuldarinn stendur svo við greiðsluaðlögun- ina með því að greiða ákveðna fjárhæð mánaðarlega á meðan ferlið stendur yfir. Sú fjárhæð er fundin út að teknu tilliti til framfærslu umsækjanda. Sótt er um heimild til greiðslu- aðlögunar til héraðsdómstóla á hverjum stað. Slík umsókn verður að uppfylla ákveðnar formkröfur og hafa margir leitað aðstoðar við gerð umsókn- arinnar, til lögmannsstofa eða Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Vandinn við úrræð- ið í dag er hins vegar hve lang- ur tími líður frá því að umsókn berst og þar til úrskurður dóm- ara liggur fyrir en það ferli getur tekið allt að 8-10 vikur. Með fjölgun dómara og starfs- manna dómstóla mun þessi biðtími styttast. Áhyggjur af ábyrgðarmönnum Ábyrgðir fyrir skuldum eru mjög útbreiddar hér á landi og ábyrgðarmenn eru í mörgum til- fellum nákomnir skuldaranum. Þetta eru leifar hins svonefnda ábyrgðarmannakerfis. Afar mikilvægt er fyrir fólk að vita að sé óskað eftir úrræðum á borð við greiðsluaðlögun fellur skuld- in ekki á ábyrgðarmann. Meðan á greiðsluaðlögun stendur eru lán í skilum og því ekki hægt að ganga að ábyrgðarmönnum. Þá er jafnframt mikilvægt að átta sig á því að greiðsluaðlögun sem kveður á um lækkun kröfu á hendur skuldara hefur sömu áhrif til lækkunar á kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Athafnaleysi er dýrasti kosturinn Greiðsluerfiðleikar og vanskil valda fólki miklum áhyggjum og kvíða. Í slíkum aðstæðum margborgar sig hins vegar fyrir fólk að fara á stúfana og leita sér ráðgjafar í sínum málum. Þó að fyrstu skrefin geti verið þung, hvet ég þá sem þurfa á að halda að kanna sína stöðu og þau úrræði sem í boði eru. Á endanum er það oft dýrasti kost- urinn að aðhafast ekkert. Höfundur er lögmaður á JÁS Lögmönnum – www.jas.is. Skuldarar þurfa skjól UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leik- rit í þinginu þar sem samfylkingar- þingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnu- vegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sér- staklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjár- magninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sér- staka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmála- mönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður. Þrjár rýtingsstungur á einni viku EINAR K. GUÐFINNS SON ... frábært vöruúrval DVD Diskur DVD + R 8,5 GB Double layer MXL275579 Áður kr. 664 99 Enn er liði safnað Fyrr á öldum tíðkaðist að safna liði og ríða um héruð. Þá var öldin önnur og vopnaburður algengari en nú er. Mörgum brá því í brún þegar þeir litu forsíðu Sunnlenska fréttablaðsins í vikunni. „Sunnlendingar safna liði gegn Reykjavík“ var fyrirsögnin. Þegar nánar er að gáð er ekki um að ræða nýjan herleiðangur heldur hugnast sunn- leskum hestamönnum lítt að halda landsmót í Reykjavík. Enda alkunna að í sollinum syðra þrífst ekkert gott, hvað þá mannlíf eða hestar. Nafnleysingjar kljást Morgunblaðið heldur úti ýmsum nafnlausum dálkum og er almennt litið svo á að þar birtist skoðun blaðsins. Einn þeirra er Víkverji, sem fór á dögunum ómjúkum höndum um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann fyrtist við og krafðist leiðréttingar og afsökunarbeiðni frá Víkverja. Honum hefur ekki orðið að ósk sinni. Hins vegar var hanskinn tekinn upp fyrir Björn í öðrum nafnleysingjadálki í Morgunblaðinu, nefnilega Stakstein- um. Hvor dálkurinn ætli rími betur við skoðun blaðsins? Þjóðin svarar ekki kallinu Ríkisstjórnin stendur nú fyrir miklu sóknarátaki, 2020, og hyggur á fundaherferð um allt land. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar, heldur utan um átakið. Fyrsti fundurinn var haldinn á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Á fundina er boðið völdum sér- fræðingum og síðan slembiúrtaki úr þjóðskrá. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var sextíu Austfirðing- um boðið á fundinn. Þeir voru hins vegar lítt ginnkeyptir fyrir kallinu, sex mættu. Eruð þið þjóðin? kolbeinn@frettabladid.is SVERRIR BERGMANN PÁLMASON Í DAG | Málefni skuldara S eðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, sagði í gær að íslensk stjórnvöld hefðu logið um ástand íslenska banka- kerfisins skömmu fyrir fall þess. Vitnisburður Wellinks, sem féll frammi fyrir hollenskri rannsóknarnefnd, er athyglisvert innlegg í þá vinnu sem er í gangi hér á landi og miðar að því að varpa ljósi á aðdraganda falls bankanna. Ályktanir hollenska seðlabankastjórans byggjast líklega á því að örfáum vikum eftir að Hollendingum var sagt að allt væri í himnalagi með íslensku bankana, hrundu þeir til grunna. Væntan- lega leggur Wellink ekki trúnað á að nokkur stjórnvöld hafi getað verið svo illa að sér um eigið bankakerfi að þau hafi ekki áttað sig á að það var að hruni komið. Svör Íslendinga um góða heilsu bankanna hafi þar með ekki verið gefin af bestu samvisku. Í vitnisburði sínum vísaði Wellink, orðum sínum til staðfest- ingar, til samtals sem hann átti við kollega sinn í Seðlabanka Íslands í september 2008. Sá hafi sagt að hann hefði varað íslensk stjórnvöld við bágri stöðu bankanna hálfu ári fyrr, sem er um það bil í mars sama ár. Þarna hlýtur að vera kominn Davíð Oddsson, fyrrverandi for- maður bankastjórnar Seðlabankans. Davíð hefur einmitt haldið því sjálfur fram að hann hafi margsinnis varað við því að við- skiptabankarnir væru á leið í þrot og með þeim íslenskt efna- hagslíf. Því miður fyrir seðlabankastjórann fyrrverandi eru þó nákvæmlega engar skjalfestar heimildir til um þessar viðvaran- ir. Eina heimildin eru orð Davíðs sjálfs eftir að bankarnir voru komnir á höfuðið og allt var farið til fjandans. Á hinn bóginn eru til fjölmörg opinber dæmi um fullyrðing- ar seðlabankastjórans fyrrverandi þess efnis að undirstöður íslensks fjármálalífs væru traustar. Eitt er til dæmis lokaorðin í áliti Seðlabanka Íslands úr ritinu Fjármálastöðugleiki, sem kom út 9. maí 2008 og Davíð Oddsson skrifaði undir sem formaður bankastjórnar: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjár- málakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið upp- fyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ Fimm mánuðum eftir að þetta álit birtist voru allir helstu bankar landsins fallnir. Annað dæmi er frá mars árið 2008. Þá sagði seðlabankastjór- inn fyrrverandi í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 4 að engar líkur væru á því að íslensku bankarnir færu í þrot og þó svo ólík- lega færi gæti íslenska ríkið auðveldlega „gleypt“ skuldbindingar þeirra við erlenda innstæðueigendur. Tilefni spurningar breska fréttamannsins voru áhyggjur af háum upphæðum sem landar hans áttu á Icesave-reikningum Landsbankans. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir hins vegar engu hver sagði hvað hvenær. Það eina sem skiptir máli er hver gerði hvað hvenær. Það er ekki hlutverk Seðlabanka Íslands að vera álits- gjafi á kantinum. Seðlabankinn er í lykilhlutverki við að tryggja fjármálastöðugleika í landinu og beita til þess þeim stjórntækjum sem hann hefur yfir að ráða. Við það verkefni réðu ekki fyrrver- andi bankastjórar Seðlabankans. Þeir áttu að gæta hagsmuna almennings en gerðu það ekki. Viðvaranir og aðgerðaleysi: Álitsgjafinn JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.