Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 24
4 föstudagur 5. febrúar og Ólafi Arnalds, sem semur tónlistina við verkið Endalaus. „Það eru forréttindi að vinna með svona stórfenglegri tónlist eins og Óli er að gera. Alan er svo jákvæð- ur og mikill séntilmaður. Hann veit alveg hvað hann vill en hann biður mann á svo kurteisan og fallegan hátt að maður gerir allt með gleði. Samvinnan er búin að vera yndis- leg og okkur langar ekkert að sjá hann fara.“ Efni verksins er ástin, eða rétt- ara sagt sambandsslit, og hvað verði um ástina þegar sambandi er lokið. „Þetta getur verið klisju- legt viðfangsefni en við ákváðum öll að vera hundrað prósent einlæg í þessu. Ég sótti ákveðin augnablik í mína eigin persónulegu reynslu og ég held að við höfum öll gert það. Ég held líka að allir sem fara á verkið eigi eftir að tengja við þetta viðfangsefni og finna eigin upplifanir í þessu. Þessi augnablik þegar fólk segir eitthvað annað en það vildi segja eða segir hlutina án þess að segja neitt.“ Sjálf er Katr- ín ekki í sambandi núna og segist reyndar hafa lítinn tíma utan vinn- unnar. „Þetta er full vinna, ég mæti snemma á morgnana og æfi allan daginn. Auðvitað er þetta hörkupúl en þetta er nú einu sinni ástríð- an mín. Ég er í draumastarfinu mínu.“ En hvað með þessa mýtu að dansarar megi ekki borða neitt og endi oft með átraskanir? Eða er það mýta? „Ég held að það séu svo margir meðvitaðir um átröskun núna að þess er vandlega gætt. Þeir sem eru að velja dansara inn í list- dansskólana eru að velja ákveðna líkamsbyggð og ekki fólk sem þeir halda að muni þurfa að glíma við breytingar í líkamsþyngd. Ég held að það sé hins vegar alveg nógu mikil pressa á unga dansara, bara það eitt að sjá sig stöðugt fyrir framan spegil í bleikum ballett- sokkabuxum og bol.“ DANSARAR ERU HÁLFGERÐ- AR GEIMVERUR „Ætli ég hugsi ekki um dans samt alla tíma sólarhringsins. Við dans- arar tölum stundum um okkur annars vegar og venjulegt fólk hins vegar. Þetta er ekki gert á neinn niðrandi hátt heldur finnst mér stundum eins og við séum hálfgerðar geimverur, og dálítið öðruvísi en fólk er flest. Hvern- ig öðruvísi veit ég ekki alveg, ætli við deilum ekki að minnsta kosti gífurlegum metnaði. Hæfileikar eru ekki nóg í þessum bransa, agi og metnaður skipta öllu. Dansæv- in er líka svo stutt, flestir hætta um eða fyrir fertugt. Ég sjálf sé ekki fram á mikið meira en svona sex til átta ár í dansinum.“ Katrín segist ekkert kvíða því að hætta dansinum. „Alls ekki, maður má vera svo lengi ungur í dag. Það þykir ekkert skrýtið að byrja í háskóla um fertugt og læra eitthvað nýtt. Ég er til dæmis mjög spennt fyrir annað hvort lögfræði eða jafnvel mannfræði og guð- fræði. Það eina er að það verður kannski dálítið erfitt fyrir mig að fara alfarið úr leikhúsinu!“ segir hún og hlær. FÓLK STUNDUM MEÐ FOR- DÓMA FYRIR DANSI Á næstunni bíða spennandi verk- efni. „Gísli Örn Garðarsson er að semja nýtt verk fyrir Íslenska dans- flokkinn sem verður sýnt á Lista- hátíð og þetta er í fyrsta sinn sem hann semur dansverk.“ Tónlist- in verður hið magnaða verk Ford- landia eftir Jóhann Jóhannsson. „Við vorum orðin dálítið þreytt á að dansa við endalausar drunur og umhverfishljóð og svo koma þessi frábæru tónskáld til okkar í röð!“ segir Katrín brosandi. „Maður heyr- ir svo oft um fólk sem er kannski hrætt við að koma á danssýningar eða er með einhverja fordóma um að þetta verði tilgerðarlegt eða að það muni ekki skilja verkið. En ég veit um ótrúlegasta fólk sem hefur unun af því að koma á sýning- ar með dansflokknum. Einu sinni var ég á smíðaverkstæði í Kópa- vogi að sækja gardínustangir. Þá komu einhverjir smiðir fram til að heilsa upp á mig sem þekktu mig og höfðu mætt á margar sýningar! Ég segi við fólk að koma bara endi- lega og njóta, fólk má túlka sýning- ar eins mikið og lítið og það vill. “ Katrín Johnson hefur dansað frá fimm ára aldri og er í einu aðalhlutverkanna í verk- inu Endalaus í Borgar- leikhúsinu. Viðtal: Anna Margrét Björnsson Ljósmyndir: Stefán Karlsson É g byrjaði upphaflega að dansa þegar ég var fimm ára,“ segir Katr- ín Johnson dansari, nýkomin af æfingu í Borgarleikhúsinu. Frumsýning verksins Endalaus er fram undan hjá henni í kvöld en hún er af- slöppuð, björt og brosmild. „Þetta verður allt í fína lagi.“ Katrín fékk dansbakteríuna ung að árum í Ballettskóla Eddu Scheving. „Ætli ég hafi ekki verið fimm ára þegar ég byrjaði. Níu ára gömul fór ég svo í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem nú heitir List- dansskóli Íslands og svo á ballettn- ámskeið eitt sumar í Kaupmanna- höfn þar sem ég kynntist fullt af sænskum krökkum í listdansi. Þetta leiddi svo til þess að ég sótti um að fara í Konunglega sænska ballettskólann þegar ég var sextán ára. Þetta var menntaskóli ásamt því að vera dansskóli og að vissu leyti minnti þetta á sjónvarpsþætt- ina Fame,“ segir hún og skellihlær. „Það voru krakkar að spila á hljóð- færi og syngjandi og dansandi um allt.“ Ákvörðunina um að leggja dans fyrir sig segir Katrín að hún hafi tekið um tólf ára aldurinn en móðir hennar, Helga Möller, hafi alltaf hvatt hana dyggilega áfram. „Mamma var alltaf viðriðin dans- inn. Hún var lærður samkvæm- isdanskennari og varð Íslands- meistari í djassballett á sínum yngri árum. Hún var líka ein af stofnendum Módel 79 og þegar ég var krakki tók ég þátt í alls kyns tískusýningum. Það má segja að ég hafi fengið tilfinninguna fyrir svið- inu snemma. Mamma var einstæð móðir og var ótrúlega dugleg að hjálpa mér í þessu öllu saman. Hún setti mig upphaflega í ballettinn svo að ég fengi þennan klassíska grunn og gerði mér kleift að vera í skólanum án nokkurra námslána sem ég er eilíflega þakklát fyrir. “ HEPPIN AÐ HAFA GAMAN AF VINNUNNI „Einu sinni féllust mér hendur í örfáa daga. Það var auðvitað öllu fórnað fyrir ballettinn. Maður þarf að hafa gífurlega mikinn sjálfsaga en þó má segja að sjálfsaginn sé alinn upp í manni í þessum geira frá unga aldri. En ég sumsé kláraði skólann þegar ég var nítján ára og fékk þá samning við Íslenska dans- flokkinn. Það má segja að ég hafi verið þar allar götur síðan fyrir utan eitt ár í Sviss.“ Katrín segir að það sé ekki auð- lifað af dansinum einum saman. „Það er ekkert auðvelt, ég er ríkisstarfsmaður og láglauna- manneskja en ég er ekki að kvarta. Ég tel mig vera virkilega heppna að fá að hafa unun af því sem ég geri. “ En hvernig er með klassíska ballettinn á Íslandi, er hann deyj- andi geiri? „Nei, alls ekki, klassísk- ur ballett er alls ekki að deyja út en það má segja að hér á Íslandi hafi fólk engin tök á að sýna hann. Til þess að setja upp alvöru sýn- ingu þarftu kannski 70 manna dansflokk og það er ekki fjárhag- ur fyrir slíku hér á landi. Við erum til dæmis með tíu til tólf dansara í dansflokknum þannig að þetta er gífurlegur munur.“ SÆKI Í PERSÓNULEGA REYNSLU Katrín segir það hafa verið hreina unun að vinna með hinum unga norska danshöfundi, Alan Oyen, ER Í DRAUMASTARFINU Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! Katrín Johnson, dansari hjá ÍD „Þetta er ekkert auðvelt, ég er ríkis- starfsmaður og láglaunamanneskja en ég er ekki að kvarta. Ég tel mig vera virkilega heppna að fá að hafa unun af því sem ég geri.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.