Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 25
5. febrúar föstudagur 5 Þ egar leitað er að flottum, frumlegum og um fram allt ódýrum fötum eru „vintage“ eða notuð föt alltaf mikil fjársjóð- skista. Föstudagur sendi hljóm- sveitina Sykur á kílómarkað í Spúútnik á Laugavegi þar sem er hægt að fylla heilu pokana af dásamlegum flíkum fyrir lítið. Það voru þau Krista Hall og Björn Traustason, starfsmenn Spú- útník, sem aðstoðuðu þau Kristj- án og Halldór Eldjárn, Stefán Finn- bogason og Rakel Mjöll Leifsdóttur við að dressa sig upp. „Strákarn- ir vildu vera dálítið fínir fyrir tón- leikana og völdu sér jakkaföt. Björn hjálpaði þeim að rokka þau upp með kúrekastígvélum og flott- um klútum,“ segir Krista. „Rakel Mjöll er flott stelpa sem er til í að vera dálítið áberandi og öðruvísi. Hún var því ekki lengi að skella sér í kokkteilkjól sem við poppuðum upp með svörtum hatti en þeir eiga eftir að vera mjög vinsælir í tískunni á næstunni. Hún fann sér líka fallegan röndóttan kjól sem er meira hversdags en spari og við hann var upplagt að setja svartan leðurjakka til að rokka dressið upp.“ Hljómsveitin Sykur áætlar svo að spila næstu helgi í Reykjavík. - amb Hálstau valið Björn í Spúútník hnýtir klút á Stefán sem rokkar upp heildarlúkkið. Svala er í rauðum kokkteilkjól úr flaueli sem henni fannst guðdómlegur. Smáatriðin skipta máli Fallegur klútur og svöl kúrekastígvél eru málið við klass- ísk jakkaföt til að gefa þeim rokkaðra yfir- bragð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jakkaföt valin Strákarnir ákváðu að vera flottir í tauinu á næstu tónleikum. Hljómsveitin Sykur klæðir sig upp i Spúútnik: EITT KÍLÓ AF SYKRI Uppdressuð og sæt Kristján Eldjárn, Rakel Mjöll, Stefán Finnboga- son og Halldór Eldjarn. Röndótt og litríkt Rakel Mjöll valdi þennan kjól við leðurjakka með kögri. „Ég er háð kögri.“ Opið föstudag og laugardag 11-18 Flottust

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.