Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 34
 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is KARL SIGURBJÖRNSSON ER 63 ÁRA „Upprisa Jesú verður aldrei sönnuð né afsönnuð með aðferðum vísindanna. Hún verður aldrei sönnuð eða staðfest nema með tiltrú, trausti, trú þeirra sem taka við boðskapnum, voga að taka hann á orðinu og reiða sig á hann.“ Karl Sigurbjörnsson er biskup Íslands. Snorri Hjartarson (1906-1986) hlaut þennan dag árið 1967 Silf- urhestinn, bókmenntaverðlaun dagblaðanna, þegar hann var veittur í fyrsta sinn. Snorri var rithöfundur og ljóð- skáld. Foreldrar hans voru Hjört- ur Snorrason, bóndi og alþingis- maður, og Ragnheiður Torfadótt- ir frá Ólafsdal, húsfreyja. Snorri bjó lengi í Noregi og stundaði myndlistarnám við Listaháskólann í Ósló. Fyrsta rit- verk hans kom út á norsku árið 1934, en það var skáldsagan Høit flyver ravnen. Snorri er þekktastur fyrir ljóðabækur sínar á ís- lensku. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 fyrir ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér. Snorri var bókavörður við Borgarbókasafnið eftir að hann flutti aftur til Íslands. ÞETTA GERÐIST: 5. FEBRÚAR 1967 Snorri hlýtur Silfurhest SNORRI Liggur í gjótu og párar á blað. Tilvera samtök um ófrjósemi hafa starfað í tuttugu ár á þessu ári. Sam- tökin voru sett á fót árið 1990 af pörum sem þá þurftu að fara utan til Englands í glasafrjóvgunarmeðferðir en árið 1991 hófust meðferðir hér á landi. „Samtökin eru hagsmunasamtök fólks sem á við ófrjósemi að stríða, og eru til stuðnings til dæmis í sam- skiptum þess við heilbrigðisyfirvöld og í tengslum við þá þjónustu sem það þarf að þiggja,“ útskýrir Katrín Björk Baldvinsdóttir, sem tók við formennsku samtakanna í haust. Katrín telur að um 200 manns séu skráðir í samtökin en sú tala geti rokkað til af því að fólk hætti því miður gjarnan í samtökunum þegar meðferð tekst eða fólk ættleiðir barn. Hún segir samtökin leggja mikla áherslu á fræðslu bæði fyrir félags- menn og ekki síður fyrir aðstandend- ur þeirra og almenning. Fólk sem eign- ast börn án vandræða átti sig oft ekki á því hvað ófrjósemi reyni mikið á mann- eskjuna og nefnir Katrín að fólk sem á við ófrjósemi að stríða gangi í gegn- um sama streitustuðul og fólk sem stríðir við alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. „Þetta skilningsleysi kemur gjarn- an fram í „góðlátlegum“ ráðum eins og „hættu nú að hugsa um þetta“ eða „fáðu þér bara hund!“, segir hún á léttu nót- unum en bætir síðan við að staðreynd- in sé sú að fimmtán til tuttugu prósent para lendi í vandræðum þegar kemur að barneignum. „Okkar tilfinning er sú að það sé frekar að aukast. Við viljum því endilega opna umræðuna um ófrjósemi og minnka tabúið í kringum þetta. Því reynum við að hafa tvo til þrjá fræðslu- fundi á ári og erum að útbúa vettvang þar sem fólk getur hist, bæði kaffihúsa- fundi og sumargrill. Einnig er opinn spjallþráður á heimasíðunni okkar www.tilvera.is. Við höfum fengið sál- fræðinga og félagsfræðinga til að flytja fyrirlestra og einnig hefur líffræðing- ur komið og útskýrt hvernig börnin eru hreinlega búin til bak við luktar dyr.“ Í tilefni af tuttugu ára starfsafmælinu munu samtökin standa fyrir afmælis- þingi 13. febrúar næstkomandi. Meðal annars mun doktor Gyða Eyjólfsdótt- ir flytja erindi um sálrænu hliðina, Heilbrigðisráðherra mun einnig tala og kynnt verður bók sem samtökin eru að gefa út í samstarfi við bókaútgáfuna Sölku. „Þetta er þýðing á bandarískri bók, Experience of Infertility, en okkur fannst hún koma inn á svo margt. Til dæmis sálrænu hliðina, á sjónarhorn karlsins og sjónarhorn konunnar og farið yfir samskipti parsins svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig verða íslensk- ar reynslusögur í bókinni sem okkur fannst nauðsynlegt að hafa með.“ Fræðsluþingið verður haldið eins og áður sagði laugardaginn 13. febrú- ar í stofu 104 á Háskólatorgi og er opið öllum. Nánari upplýsingar um samtökin og dagskrá afmælisþingsins er að finna á heimasíðunni www.tilvera.is. heida@frettabladid.is TILVERA SAMTÖK UM ÓFRJÓSEMI: FAGNAR TUTTUGU ÁRA STARFSAFMÆLI VILJA OPINSKÁA UMRÆÐU LEGGJUM ÁHERSLU Á FRÆÐSLU Katrín Björk Baldvinsdóttir, formaður Tilveru samtaka um ófrjósemi, vill auka skilning almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Önnu Sigrúnar Snorradóttur. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Skjóli og Eir. Birgir Þórhallsson Snorri Sigfús Birgisson Guðrún Sigríður Birgisdóttir Martial Nardeau Þórhallur Birgisson Kathleen Bearden og barnabörn. Elsku dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, Margrét Hauksdóttir lést þriðjudaginn 2. febrúar sl. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Júlía Guðmundsdóttir Óskar Finnur Gunnarsson Harpa Sif Arnarsdóttir Bryndís Gunnarsdóttir Steingrímur Sigurðarson Daði Freyr Gunnarsson Ísak Funi Óskarsson Okkar ástkæra, Helga Guðjónsdóttir verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, mánudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Jarðsett verður í Stóra-Dals- kirkjugarði kl. 15.30. Hanna Kristín Brynjólfsdóttir Úlfar Brynjólfsson Rósa Aðalsteinsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Geir Þórólfsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir Jón Þorkell Rögnvaldsson Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveiði var aðaláh ugamál Gí sla Eiríks a lla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason æddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns. föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Rögnvaldar Árnasonar áður til heimilis í Einilundi 2, Akureyri. Lína Þorkelsdóttir Þorkell Ingi Rögnvaldsson Una Sigurlína Rögnvaldsdóttir Óskar Smári Haraldsson Heiðar Rögnvaldsson Heimir Rögnvaldsson Guðrún Björg Steinþórsdóttir afa og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Rögnvaldur Finnbogason Garðaflöt 17, Garðabæ, lést 1. febrúar sl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Hulda Ingvarsdóttir Ingvar J. Rögnvaldsson Auður Hauksdóttir Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir Gurstad Kristín og Haukur Ingvarsbörn Espen og Gøran Gurstad Hulda Guðný, Linda Bára og Elfa Dögg Finnbogadætur Kolbrún Sigfúsdóttir Björg Finnbogadóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigþrúður (Dúa) Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, Krummahólum 10, lést á LSH aðfaranótt þriðjudagsins 2. febrúar síðast- liðinn. Útför verður auglýst síðar. Helga Kr. Olsen Ingvar Valgeirsson Ingólfur M. Olsen Tinna Sigurðardóttir Eydís E. Olsen Sean Maverich og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.