Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 21 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 05. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 22.00 Menn ársins verða með tón- leika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð held- ur tónleika á Bar og Gallerí 46 við Hverfisgötu 46. ➜ Opnanir 17.00 Í Artóteki, sýningarrými Borgar- bókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu verður opnuð sýning á verkum Guðrún- ar Auðunsdóttur. Opið mán.-fim. kl. 10- 19, föst. kl. 11-19 ogum helgar kl. 13-17. ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir „Bráðum hata ég þig“ eftir Sigtrygg Magnason í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Valgerður H. Bjarnadóttir flytur erindið: Vanadísarsaga, völvu og val- kyrju - helgar myndir úr minni íslenskr- ar konu hjá ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu við Hringbraut 121 (4. hæð). Nánari upplýsingar á www.akademia.is. 14.50 Guðrún Pálína Guðmunds- dóttir flytur fyrirlestur um myndlistar- manninn Joris Rademaker í Ketilhús- inu í Listagilinu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Dansleikir Siggi Hlö og Valli Sport sjá um tón- listina á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Fræðsla 12.30 Rauði krossinn við Borgartún 25 stendur fyrir fyrirlestri og kynningu um Noreg. Umsjón hefur Nanna Þór- unn Hauksdóttir. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.raudakrosshusid.is. 20.00 Líf án áfengis / fræðslumið- stöð, stendur fyrir opnu forvarna- og fræðslukvöldi á Café Rót við Hafnar- stræti. Nánari upplýsingar á www. lifanafengis.is. > Ekki missa af Í dag kl. 14.50 mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir flytja fyrirlestur um myndlistar- manninn og kennarann Joris Rademaker. Sýning á verkum hans stendur nú yfir í Lista- safninu á Akureyri. Guðrún er starfandi myndlistarmaður og kennari á Akureyri. Hún hefur um árabil starfrækt Gallerí+ ásamt Joris Rademaker. Fyrir- lesturinn verður í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri. Þekkir þú slangur? Á slóðinni slangur.snara.is stend- ur nú yfir söfnun á nýju íslensku slangri. Íslenskufræðingarnir Einar Björn Magnússon og Guð- laugur Jón Árnason ritstýra vefn- um, en markmiðið er að safna saman orðum og gefa út í nýrri slangurorðabók, líklega á næsta ári. Síðast var gefin út slangur- orðabók árið 1982 en margt hefur breyst síðan þá. Sannarlega er því kominn tími á nýja bók. Í dag kl. 17.00 verður opnuð sýning á verkum Guðrúnar Auðunsdóttur myndlist- armanns í Artóteki. Sýningin nefn- ist Grunnsópað hefi ég gjörvallar hirzlur og er á 1. hæð Borgarbóka- safns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Guðrún starfar nú eingöngu við myndlist. Hún málar, gerir collage- verk, teiknar og tekur ljós- myndir sem hún vinnur áfram með í tölvu. Á sýningunni eru textílverk, brot úr gömlum ljósmynd- um, málverk og skissur. Smá brot úr heild. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hérlendis, í Danmörku, þar sem hún hefur búið síðastlið- in þrettán ár, og víðar. Hún á að baki fjölbreytt- an starfsferil við sjónlistir, hefur starfað sem mynd- listarkennari, vann sem hönnuður hjá Gefjun á Akureyri og rak Gallerí Langbrók í Lækj- argötu ásamt fleiri myndlist- arkonum í nokkur ár. Eftir að Guðrún flutti til Kaupmannahafn- ar vann hún sem aðstoðarmaður Dichen Lindberg fatahönnuðar um skeið. Sýning- in stendur til 14. mars. Sópaðar hirslur NOTAÐU GJAFAKORTIÐ! Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 U Fim 18/2 kl. 20:00 Síðasta sýn. U Mið 24/2 kl. 20:00 Aukas. Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Lau 20/2 kl. 20:00 4. K U Gerpla (Stóra sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fim 11/3 kl. 20:00 Ö Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 U Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 U Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 28/2 kl. 15:00 U Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Aukasýning 24. febrúar komin í sölu! Miðasala hafin – tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 U Lau 10/4 kl 15:00 U Sun 11/4 kl 13:00 U Sun 11/4 kl 15:00 U Lau 17/4 kl 13:00 Ö Lau 17/4 kl 15:00 Ö Sun 18/4 kl 13:00 Ö Sun 18/4 kl 15:00 U Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Oliver! ★★★★ MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. LAB LOKI OG HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ KYNNA: FRUMSÝNT Í KVÖLD! TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI MIÐASALA Á MIDI.IS OG 555-2222 EFTIR SJÓN Fbl.★★★★★ Elísabet Brekkan IÐN Ó TILBRIGÐI VIÐ STEF Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Næstu sýningar: 4/2, 6/2, 11/2, 14/2, 21/2, 25/2, 27/2 – kl. 20 Sími: 562 9700 kl. 11–16 og tveim tímum fyrir sýningu – www.midi.is eftir Þór Rögnvaldsson Mbl. ★★★ Ingibjörg Þórisdóttir Klassískt verk fullt af leikgleði. Leikstjóranum Ingu Bjarnason tekst vel upp enda enginn nýgræðingur í faginu. Ufsagrýlur, nýtt leikrit eftir Sjón, verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsi í kvöld. „Þetta er svartur gleðileikur, eins og sá sem við Íslendingar erum staddir í núna,“ segir Sjón. „Fjallar um trúnaðarbrestinn á milli þegn- anna í litlu landi og hvernig hann fer með fólkið. Kannski ekki síst með þá sem brugðust. Það er verið að velta því fyrir sér hvort lækning sé möguleg.“ Sjón segir að það sé niðurstaða í verkinu og hana muni áhorfendur sjá. „Ég held að áhorfendur muni hugsa um sjálfa sig og aðra á meðan þeir horfa á þetta. Ég held þeir muni taka afstöðu, en það er ekki verið að troða neinu niður um kokið á fólki. Þetta er ekkert predikunarverk. Það er verið að skoða djúpsálarmyndina af því sem hefur gerst. Við notum tæki ævintýrsins og martraðar- innar til að skoða þetta. En fyrst og fremst er þetta kómedía þótt hún sé ansi svört.“ Leikstjóri er Rúnar Guðbrands- son, sem Sjón segir að sé helsti framsækni leikstjórinn í dag. „Hann hefur safnað saman ansi mögnuðum hópi listamanna, meðal annars strákunum í Stilluppsteypu (Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson). Þeir eru í fyrsta skipti að vinna í leikhúsi og hafa búið til mjög flotta hljóðmynd.“ Leikarar í Ufsagrýlum eru sex, þau Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Haf- stein, Erling Jóhannesson, Hjálm- ar Hjálmarsson og Orri Huginn Ágústsson. - drg Kolsvartur gleðileikur ÚR UFSAGRÝLUM SJÓNS Djúpsálarmynd af hruninu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.