Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 42
26 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is IE-deild karla: Grindavík-KR 84-67 Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 19, Ómar Sævarsson 15, Darrell Flake 15, Páll Axel Vilbergs- son 14, Ólafur Ólafsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Arnar Freyr Jónsson 3. Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 16, Semaj Inge 13, Tommy Johnson 11, Fannar Ólafsson 11, Finnur Alti Magnússon 7, Skarphéðinn Ingason 4, Pavel Ermolinski 3, Darri Hilmarsson 2. Snæfell-Keflavík 106-86 Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 30 (17 frák.), Sean Burton 28, Sigurður Þorvaldsson 21, Jón Ólafur Jónsson 18, Emil Jóhannsson 7. Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 21, Gunnar Einarsson 16, Draelon Burns 12, Þröstur Jóhannsson 10,. ÍR-Breiðablik 86-100 Stig ÍR: Michael Jefferson 26, Hreggviður Magn- ússon 25, Nemanja Sovic 19, Ásgeir Hlöðversson 8, Steinar Arason 6, Ólafur Þórisson 2. Stig Breiðabliks: Jeremy Caldwell 25, Daníel Guðmundsson 24, Jonathan Schmidt 19, Hjalti Friðriksson 13, Gylfi Geirsson 10, Aðalsteinn Pálsson 4, Ágúst Angantýsson 2. STAÐA EFSTU LIÐA: KR 15 12 3 1406-1218 24 Snæfell 15 11 4 1416-1215 22 Njarðvík 14 11 3 1259-1068 22 Keflavík 15 11 4 1363-1184 22 Grindavík 15 10 5 1415-1227 20 Stjarnan 14 10 4 1310-1129 20 > Atli á leið til Tromsø Sóknarmaðurinn Atli Guðnason hjá FH, sem var valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar, er á leiðinni út til skoðunar hjá norska félaginu Tromsø en þetta kom fram á heimasíðu félagsins í gær. Morten Kræmer, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tromsø, segir að Tryggvi Guðmundsson, sem lék um tíma með norska félaginu, hafi bent því á Atla. Að því er fram kemur á heimasíðunni eru FH og Tromsø þegar búin að ná saman um kaupverð og því í raun undir Atla komið hvort af félaga- skiptunum verður en Atli fer út til Noregs á sunnudag. N1-deild karla: FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2) Varin skot: Pálmar Pétursson 24, Daníel Andrés- son 4/1. Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stef- ánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmunds- son 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 23, Heimir Örn Árnason 1. Haukar-Fram 30-25 Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 9, Sigur- bergur Sveinsson 7, Elías Halldórsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Pétur Pálsson 1, Jónatan Jónsson 1, Gísli Þórisson 1, Þórður Guðmundsson 1. Mörk Fram: Halldór Sigfússon 7, Einar Eiðsson 6, Haraldur Þorvarðarson 5, Daníel Berg Grétarsson 3, Guðjón Drengsson 1, Andri Berg Haraldsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Hákon Stefánsson 1. Grótta-Valur 26-27 STAÐA EFSTU LIÐA: Haukar 10 7 2 2 252-229 16 Valur 10 6 1 3 250-236 13 FH 10 6 1 3 288-263 13 HK 9 5 1 3 234-220 11 Akureyri 10 5 1 4 245-248 11 Grótta 10 4 0 6 255-264 8 ÚRSLIT Landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk nýja vinnu í gær þegar hann samdi við danska B-deildarliðið Faaborg HK. Ásgeir Örn missti vinnuna sína þegar hann var staddur með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki en þá fór félag hans, GOG, í gjaldþrot. Þjálfari liðsins var einmitt landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guð- mundsson. „Þetta kom mjög fjótt upp. Ég var með einhver tilboð í upphafi vikunnar. Sum þeirra duttu af borðinu, önnur ekki spennandi og þetta stóð eftir sem fýsileg- asti kosturinn á endanum þannig að ég skellti mér á þetta,“ sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær en hann segir einnig skipta máli að félagið er í nágrenni við núverandi heimili hans á Fjóni. „Ég get búið á sama stað enda er þetta félag aðeins í 20 kílómetra fjárlægð. Það er gríðarlegur kostur því maður var farinn að búa sig undir að þurfa að pakka og flytja sem er ekki það skemmtilegasta,“ segir Ásgeir Örn og ekki skemmir fyrir að hann fær fínan samning hjá félaginu. „Það kom mér á óvart hvað ég fékk fínan samning hjá félag- inu og stend nánast í stað í launum þó svo ég lækki mig um eina deild. Þetta félag ætlar sér upp í vor og ætlar greinilega að tjalda öllu til þess að ná því takmarki sínu. Við erum núna þrír frá GOG sem höfum samið við þetta félag,“ segir Ásgeir en danski landsliðsmaðurinn Kasper Nielsen hefur einnig samið við Faaborg en hann var með hæstlaunuðu leikmönnum dönsku deildarinnar. „Það var mikill léttir að finna sér lið. Ég get ekki neitað því. Þetta var búið að hvíla þungt á manni og óþægilegt að vita ekki hvað tekur við. Það verður ánægjulegt að fá aftur laun um næstu mánaðamót,“ segir Ásgeir Örn en hvað með framhaldið næsta sumar? „Það er óráðið. Það var eðlilega í forgangi að finna sér félag fram á sumar en eftir það er ég í raun opinn fyrir öllu. Ég hef það gott og er ánægður í Danmörku en það væri líka gaman að fara aftur til Þýskalands,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON: SAMDI VIÐ DANSKT B-DEILDARLIÐ FRAM Á NÆSTA SUMAR Mikill léttir að hafa fundið nýtt félag HANDBOLTI FH byrjar vel eftir EM- fríið í N1-deild karla en liðið inn- byrti tvö afar mikilvæg stig þegar Akureyri kom í heimsókn í gær. Yfirburðir FH miklir í leiknum og liðið vann síst of stóran sigur, 33-25. Það var ekki að sjá á Akureyrar- liðinu að leikurinn væri afar mikil- vægur. Leikmenn virtust ekki hafa neinn áhuga á verkefninu. Leik- menn voru áhuga- og andlausir og maður spurði sig að því af hverju þeir voru eiginlega að standa í því að fljúga í bæinn til þess að spila? Þeir höfðu nákvæmlega engan áhuga á verkefninu. FH-ingar voru aftur á móti rétt stilltir og gáfu Akureying- um ekkert ókeypis. Um miðjan fyrri hálfleik fór bilið á milli lið- anna að breikka og mest náðu FH- ingar tólf marka forskoti í síðari hálfleik. Leiknum var í raun lokið snemma í síðari hálfleik. „Ég fann að jólasteikin að norð- an var enn að taka í framan af. Þeir skutu ekki vel á markið og í kjölfarið datt ég í gang og var að halda mér vel,“ sagði Húsvíking- urinn Pálmar Pétursson sem fór hamförum í marki FH-inga og varði 24 skot þó svo hann hefði ekki leikið síðustu tíu mínúturnar í leiknum. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var nánast orðlaus eftir leikinn og vissi ekki hvað hann átti eiginlega að segja um frammistöðu síns liðs sem var skelfilegt. „Ég hélt við myndum mæta með meira hjarta til leiks en við gerð- um. Þetta var fyrir neðan allar hellur hjá okkur,“ sagði Rúnar svekktur. - hbg FH-ingar ekki í neinum vandræðum með Akureyri: Andlausir Akureyringar VARNARLAUSIR Akureyri mætti til leiks með einn markvörð og Heimir Örn fór í markið er Hafþór fékk brottvísun FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Grindvíkingar eru ekki búnir að segja sitt síðasta í topp- baráttu Iceland Express-deild- ar karla og minntu vel á sig með sannfærandi 17 stiga sigri á topp- liði KR, 84-67, í Grindavík í gær. Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mörg meiðsli og von- brigði það sem af er tímabilinu en það er ljóst á frammistöðu liðsins í gær, án Brentons Birmingham, að það verður ekki litið framhjá þeim í baráttunni um stóru titlana í vetur. „Við spiluðum vörnina mjög vel og mjög skynsamlega. Við völd- um skotin fyrir þá í þessum leik og það hjálpaði okkur í gegnum leikinn. Þeir spiluðu nánast eins og við áttum von á. Sóknarleikur- inn okkar var aldrei fallegur hjá okkur í þessum leik og við náðum aldrei flæði en við lifðum á vörn í þessum leik og það er nýbreytni í Grindavík,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Grindavíkur. KR-ingar tefldu fram Pavel Ermolinski í fyrsta sinn í gær og gekk ágætlega þegar hann var inn á en Pavel lenti í villuvandræðum og spilaði ekkert síðustu sjö mínút- ur leiksins eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. Það versta við innkomu Pavels var að hinn leikstjórnandi liðsins, Semaj Inge, fann sig tilneyddan til að skjóta skelfilegum skotum í gríð og erg allan leikinn. Grindvíkingar gáfu honum skotin og hann leysti það ekki betur en að klikka á 19 af 23 skotum sínum. Fyrirliði KR- liðsins, Fannar Ólafsson, var held- ur ekki sáttur við sinn mann. „Við vorum að hitta skelfilega og það er greinilegt að það ætluðu leikmenn að taka leikinn yfir sem höfðu ekki hausinn í það,“ sagði Fannar. KR-ingar misstu Grindavík frá sér í byrjun leiks en komu sér aftur inn í leikinn fyrir hálfleik og voru einu stigi yfir í leikhléi, 41-42. Grindvíkingar skoruðu hins vegar 8 af fyrstu tíu stigum seinni hálfleiks og tóku aftur frumkvæð- ið sem þeir létu aldrei af hendi. „Það var eitthvað skrítið í gangi og þá sérstaklega í byrjun seinni hálfeiks. Við komumst ekkert út úr því slömpi. Þeir lokuðu teign- um í seinni hálfleik og áttu sigur- inn fyllilega skilið,“ sagði Fannar. Þorleifur Ólafsson átti frábæra innkomu í Grindavíkurliðið í gær eftir meiðsli og Friðrik var líka sáttur við sinn mann sem skoraði 19 stig og gaf tóninn í baráttu og vinnusemi. „Lalli er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar lið og eitt af þessum akkerum í okkar liði. Það er gleðiefni að fá hann inn aftur. Við bíðum síðan eftir því að frá Brenton inn líka og þá erum við orðnir fullskipaðir,“ sagði Frið- rik að lokum en Þorleifur var besti maður Grindvíkinga ásamt Ómari Sævarssyni. ooj@frettabladid.is Við völdum skotin fyrir þá KR-ingar tefldu fram Pavel Ermolinski í fyrsta skipti í Grindavík í gær en það kom ekki í veg fyrir að varnarsinnaðir Grindvíkingar stöðvuðu toppliðið. MESSA Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, les hér yfir sínum mönnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.