Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 — 32. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að mánudags- fisknum er á gottimatinn.is AÐALBJÖRG ÁRNADÓTTIR Heldur upp á ljósmynd af sér og góðum vini • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Aðalbjörg Árnadóttir leikkona segir uppáhaldshlut sinn á heim-ilinu vera gamla innrammaða ljós-mynd sem hún fékk að gjöf frá fjölskylduvini þegar hún útskrif-aðist úr leiklistanámi. „Þettaer mynd af mérÁ „Ég flutti inn í íbúðina mína fyrir tveimur árum og myndin fór beint upp á vegg. Það er erfitt að negla í veggina vegna þess að þeir eru úr gipsi en það vorn l leikstýrir verkinu og hljómsveit-in Stilluppsteypa semur tónlistina. „Skáldið lýsti verkinu sem gamleik í nýl Faldi ljótu naglana með fallegum ljósmyndumAðalbjörg Árnadóttir leikkona heldur mikið upp á gamla ljósmynd af sér og æskuvini sínum. Ljósmyndin var útskriftargjöf frá gömlum fjölskylduvini og hangir nú uppi á vegg á heimili Aðalbjargar. Aðalbjörg Árnadóttir leikkona heldur mikið upp á gamla innrammaða ljósmynd sem hún fékk að gjöf. Myndin er af henni og vini hennar, Orra Hugin Ágústssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LITLIR LYGARAR er heitið á þessum sérstæðu og forn- fálegu útvörpum eftir Bik Van der Pol. Nafnið er dregið út frá útvörpum sem notuð voru í Sovétríkjunum á sínum tíma og námu aðeins eina tíðni. Þau útvörp voru til á öllum heimilum og varð að hafa kveikt á þeim allan daginn. FRAMADAGAR 2010 Nýsköpun, samvinna og spennandi tækifæri Sérblað um framadaga 2010 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hljóðlát barátta Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta er 75 ára. TÍMAMÓT 14 Hlýjast syðst Í dag verður hæg- lætisveður víða um land en 8-13 m/s við suðurströndina. Sunn- anlands verður skýjað og súld með köflum en léttara yfir annars staðar. Hiti við frostmark N-lands. VEÐUR 4 4 1 0 1 3 Chelsea vann Arsenal Drogba sá um að afgreiða Arsenal í mikilvægum sigri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. ÍÞRÓTTIR 22 FJÁRHÆTTUSPIL Icelandair hefur lagt inn beiðni til dómsmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um að fjár- hættuspil verði lögleitt hér á landi. Fyrirtækið hefur hug á að starf- rækja spilavíti á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Hugmyndin var kynnt iðnaðarráðherra og dóms- málaráðherra á fundum fyrir jól og beiðnin í kjölfarið send hagsmuna- aðilum til umsagnar. Tillagan er unnin að danskri fyrir mynd, þar sem rekstur spila- víta er leyfisskyldur og hagnað- ur af starfseminni er skattlagður mjög hátt. Er hugmyndin að ríflega sextíu prósent hans myndu renna til ríkisins. Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, segir að það gæti orðið mikill styrkur fyrir ferðaþjónust- una að fá að opna löglegt spilavíti hérlendis. Hann hafi fundið fyrir nokkrum áhuga erlendis á að slík starfsemi byðist á Íslandi. Þá geti verið til mikils að vinna fyrir hið opinbera ef hægt væri að koma fjárhættuspili upp á yfirborð- ið á Íslandi, hafa með því strangt eftirlit og afla skatttekna þar að auki. Tillagan var send Landlækni, lögreglu, SÁÁ og samtökum ferða- þjónustunnar til umsagnar. Síðustu umsagnir eiga að berast fyrir 12. febrúar. Hugmyndin kom upphaflega frá tvíburabræðrunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum og hefur verið í gerjun hjá þeim og Icelandair í fimm ár, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarki vildi ekki tjá sig um málið í gær. Bræðurnir eru þó enn í samstarfi við Icelandair um málið. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sagðist í samtali við Frétta- blaðið í gær sjá bæði kosti og galla við hugmyndina. Annars vegar kynni að vera jákvætt að færa spilamennskuna upp á yfirborðið og að ríkið gæti haft af henni tekj- ur, en á hinn bóginn væri spilafíkn alvarlegt vandamál. - sh Vilja reka spilavíti í skjóli hins opinbera Icelandair vill reka spilavíti á Hótel Nordica og hefur fundað með stjórnvöldum um málið. Hefur verið sent Landlækni, lögreglu, ferðaþjónustunni og SÁÁ til umsagnar. Hugmyndin er frá tvíburunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. HERA BJÖRK Fagnaði sigrinum í vöffluboði hjá mömmu Hera Björk fer fyrir Íslands hönd til Noregs FÓLK 26 HEILBRIGÐISMÁL Framkvæmdastjórn meðferðar- samtakanna SÁÁ hefur ákveðið að loka göngudeild sinni á Akureyri í vor. Þegar fjárlög ríkisins voru samþykkt rétt fyrir áramót varð ljóst að framlag ríkisins til SÁÁ myndi minnka um 13 prósent á tveimur árum. Samkvæmt upplýsingum SÁÁ kall- aði ákvörðunin á sparnað upp á 70 milljónir króna á þessu ári. Anna Hildur Guðmundsdóttir, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri, segir að innan sam- takanna hafi sú ákvörðun verið tekin að standa vörð um brýnustu starfsemina sem fram fari á Vogi og í eftirmeðferðarstöðvum SÁÁ. Anna Hildur segir fátt virðast geta komið í veg fyrir lokanir og niðurskurð hjá SÁÁ. Hún segir ljóst að lokun og samdráttur í starfsemi SÁÁ komi til með að þýða aukin útgjöld og álag á aðra þætti velferðarþjónustu. „Vandamálin hverfa ekki við að lokað sé hér,“ segir hún. „Þau brjótast fram annars staðar í kerfinu.“ Um tvö þúsund manns hafa árlega sótt þjónustu til göngudeildarinnar á Akureyri, en hún hefur að sögn Önnu Hildar verið starfrækt í tvo áratugi. - óká / sjá síðu 4 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar á vormánuðum vegna niðurskurðar á ríkisfé: SÁÁ skellir í lás fyrir norðan SVEITARSTJÓRNARMÁL Skuldbind- ingar sveitarfélaga í landinu sem nema 45 milljörðum króna koma ekki fram í efnahagsreikningum þeirra. Oftast er um að ræða fjármögnunarleigusamninga við fasteignafélög sem eiga og reka skóla, íþróttahús og önnur mannvirki. Meira en fjórðungur heildar- skuldbindinganna hvílir á Reykjanesbæ og tengist um fjöru- tíu fasteignum sveitarfélagsins. Stór hluti þessara skuldbindinga tengist tólf sveitarfélögum sem hafa samninga við við Eignar- haldsfélagið Fasteign. - pg, shá / sjá síðu 11 Fjármál sveitarfélaga: Tugir milljarða utan reikninga EINN, TVEIR OG STÖKKVA Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í Laugardalshöllinni um helgina en þar var saman komið fremsta frjálsíþróttafólk landsins. Keppt var í langstökki án atrennu í karla- og kvennaflokki að þessu sinni en rúm fimm ár eru síðan keppt var í þessari grein á meistaramótinu. Gunnar Páll Halldórsson, sem hér sést svífa frá pallinum, fór með sigur af hólmi, stökk 3,08 metra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN Talið er að tugir hafi farist og fjöldi fólks særst þegar sprenging varð í orkuveri í bænum Middletown í Connecti- cut-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hundruð manna voru við störf á svæðinu þegar spreng- ingin varð, þar af um fimmtíu inni í orkuverinu. Nokkrir höfðu verið fluttir mismikið slasaðir á sjúkrahús í gærkvöldi. Óljósar fregnir höfðu borist af tölu látinna, en vitni sögðu við fréttastofur vestanhafs að lík lægju um allt. Tvö dauðsföll höfðu verið staðfest. Erlendir fréttavefir nefndu tölur frá 34 og upp í 50 manns. Sprengingin er rakin til gas- leka og var gríðarlega öflug. Brak úr verinu þeyttist marga kílómetra. - sh Orkuver sprakk vestanhafs: Tugir taldir af eftir sprengingu MIKIL SPRENGING Orkuverið var enn í byggingu þegar sprengingin varð. Raunsæi og ábyrgð Það útheimtir mikla yfirlegu að finna út hvernig stjórnendur geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um niðurskurð, skrifar Oddný G. Harðardóttir. UMRÆÐAN 12 Vasi er einn eftir Vasi Gheorghe er síðasti götuharmoníku- leikarinn. FÓLK 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.