Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 10
10 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 3.603 kr. 2.882 kr. Gildir til 19. febrúar 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 3.603 kr. 2.882 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 3.603 kr. 2.882 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 89 96 0 1/ 10 Nánari upplýsingar og skráning á sa.is KARLA & KONUR VIRKJUM FJÖLBREYTNI Í FORYSTU Miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 8-10, efna SAMTÖK ATVINNULÍFSINS, FÉLAG KVENNA Í ATVINNUREKSTRI, VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS, LEIÐTOGA-AUÐUR, IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI og CREDITINFO til tímamótafundar á Hótel Nordica. Helga Björnsdóttir, Námufélagi í háskóla La u sn :N em a n d i Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 VÍSINDI, AP Vísindamenn í Cam- bridge í Bretlandi og Liege í Belgíu segjast hafa náð sambandi við nokkra sjúklinga sem taldir hafa verið í skynlausu ástandi, sem er frábrugðið dásvefni að því leyti að sjúklingarnir eru vakandi en sýna engin merki þess að skynja neitt í umhverfi sínu. Vísindamennirnir beittu staf- rænni segulómun sem gerir þeim kleift að greina heilavirkni sjúk- linganna. Sjúklingarnir voru spurð- ir einfaldra spurninga og beðnir að svara játandi eða neitandi með hugsunum sínum, þannig að til dæmis mikil hreyfing tákni nei en kyrrt ástand tákni já. Sjúklingarnir voru til dæmis beðnir um að ímynda sér tennisleik ef þeir vildu svara játandi en rólega gönguferð á götu í borg ef þeir vildu svara neitandi. Einn sjúklinganna er belgísk- ur maður sem lenti í alvarlegu bíl- slysi fyrir sjö árum. Honum tókst að gefa rétt svör við fimm af sex spurningum, sem öll tengdust ævi hans sjálfs. Vísindamennirnir birtu niður- stöður rannsókna sinna í lækna- tímaritinu New England Journal of Medicine í síðustu viku. Rannsóknin náði til 54 sjúklinga. Í ljós kom að fimm þeirra gátu stjórnað heilastarfsemi sinni að ein- hverju leyti. Af þessum fimm gátu fjórir notað fyrrgreinda aðferð til þess að svara játandi eða neitandi, en einungis þrír þeirra reyndust þó færir um að eiga í raunverulegum samskiptum við vísindamennina. Rannsóknin vekur því vonir um að hægt verði að ná sambandi við þá sjúklinga, sem virðast vera í skynlausu ástandi en eru í reynd með fullri meðvitund. Með þess- ari aðferð væri meðal annars hægt að spyrja sjúklingana út í líðan þeirra. Niðurstöðurnar vekja einnig upp ýmsar siðferðilegar spurningar. Í Bretlandi til dæmis, samkvæmt því sem fram kemur á fréttavef BBC, er heimilt að taka úr sambandi tækja- búnað, sem heldur sjúklingi á lífi, ef fullvíst er talið að hann komist ekki aftur til meðvitundar. Hins vegar er ekki heimilt að taka slíkan búnað úr sambandi ef sjúklingurinn hefur með viðbrögðum sínum sýnt fram á að hann sé með meðvitund, jafnvel þótt hann lýsi sjálfur eindregnum vilja sínum til þess að búnaðurinn verði tekinn úr sambandi. gudsteinn@frettabladid.is Brutust í gegn- um múrinn Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu hafa náð sam- bandi við fólk sem talið var hafa enga skynvitund. FARINN AÐ TJÁ SIG Hollendingurinn Ram Houben var talinn hafa verið í skynlausu ástandi í 23 ár en í ljós kom að hann gat tjáð sig með aðstoð tölvu. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Guðmundur G. Gunnars- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Álftaness, náði ekki inn á lista sex efstu manna í próf- kjöri flokksins um helgina. Hann sóttist eftir því að leiða listann áfram. Snorri Finnlaugsson fjármála- stjóri varð efstur í prófkjörinu. Hann var nýr í framboði. Forseti bæjarstjórnar, Kristinn Guðlaugs- son, hafnaði í öðru sæti, Kjartan Örn Sigurðsson í því þriðja og Hjör- dís Jóna Gísladóttir lenti í fjórða sæti. Kjörsókn var 75 prósent. - sh Sjálfstæðismenn á Álftanesi hafna oddvitanum: Oddviti flokksins ekki meðal sex efstu GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON SNORRI FINNLAUGSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.