Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 14
14 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is NICK NOLTE ER 69 ÁRA Í DAG. „Mér hefur aldrei liðið vel í eigin lífi. Fyrir mér hefur raunveruleikinn alltaf verið hálfskrítinn þannig að þegar ég steig á svið upp- lifði ég ekkert nema létti. Mér fannst ég hafa fund- ið stað þar sem ég gat upp- lifað allar hliðar lífsins án þess að upplifa óþægindi.“ Nick Nolte er bandarískur leikari, kvikmyndaframleið- andi og fyrrum fyrirsæta. Á þessum degi árið 1925 gekk yfir hið svokallaða Halaveður, kennt við Halamið þar sem tveir tog- arar fórust. Einnig strandaði vélbátur og létu þar sex manns lífið og fimm manns urðu úti, þar af tvö börn. Alls fórust 68 Íslendingar í óveðrinu og sex Englendingar. Halaveðrið er talið hafa byrjað daginn áður, síðari hluta laugardags 7. febrúar, en hríðversn- aði daginn eftir og stóð nær óslitið fram á mánu- dag. Ofviðrið gekk yfir vestanvert landið og olli margvíslegu tjóni en mesti mannskaðinn varð á Halamiðum en það voru togararnir Leifur heppni og Robertson sem fórust. Fjöldi íslenskra togara var þá að veiðum úti af Vestfjörðum, flestir á Halamiðum en miðin voru á þessum tíma nýlega orðin eftirsótt hjá íslenskum fiskimönnum og voru þeir því ókunnir því viðsjárverða veðri sem gat gert á þessum slóðum. Snögg veðrabrigðin komu þeim því í opna skjöldu. Önnur skip, sem komust í land, voru meira og minna brotin þar sem öllu ofanstokks hafði skolað af skipunum. Fyrir árið 1925 þótti það fjarstæðukennt að togarar gætu farist í rúmsjó og komu tíðindin af togurunum því eins og reiðarslag. Eftir Halaveðrið voru fiskimið þessi stunduð á annan hátt en áður og skipstjórar leituðu frekar í land en áður ef óveður var í aðsigi. ÞETTA GERÐIST: 8. FEBRÚAR 1925 Halaveðrið gekk yfir mið og land MERKISATBURÐIR 1924 Nevada verður fyrsta fylki Bandaríkjanna til að taka mann af lífi með gasi. 1935 Enskur togari, Langa- nes frá Grimsby, strand- ar í ofviðri á Vestfjörðum. Áhöfn, fjórtán manns, ferst. 1962 Sex manns láta lífið í París í óeirðum. 1971 NASDAQ-hlutabréfamark- aðurinn hefur starfsemi. 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen tekur við völdum og situr í rúm þrjú ár. Að stjórninni standa Alþýðu- bandalag, Framsóknar- flokkur og hluti Sjálfstæð- isflokks. 1982 Dýpsta lægð síðan árið 1982 gengur yfir landið. 2005 Ísrael og Palestína sam- þykkja vopnahlé. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnað 4. febrúar árið 1935 og er því 75 ára. Félagið er jafnframt elsta starfandi hagsmunafélag við Háskóla Íslands. Núverandi formaður Vöku er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir laganemi, en móðir hennar, Berglind Ásgeirsdótt- ir, gegndi formannsstarfi Vöku fyrir 32 árum. Hún var jafnframt fyrsta konan til að gegna því starfi. Kosningar til háskólaráðs og Stúdentaráðs fóru fram í síðustu viku og Sigrún segir að í kosn- ingabaráttunni sé margt breytt frá því móðir hennar var í Háskólanum. „Mamma mætti á kosningamið- stöðina í vikunni og við bárum saman bækur okkar. Hún skildi ekkert af hverju það var svona hljótt í kosninga- miðstöðinni enda snérist kosningabar- áttan á hennar tíma um að sannfæra fólk í gegnum síma. Nú voru allir auð- vitað í tölvunni að reyna að hala inn atkvæðum, á Facebook og með tölvu- pósti. Þannig að baráttan er mun hljóð- látari en hún var,“ segir Sigrún. „Þótt áherslurnar í starfi stúdentaráðs hafi að sjálfsögðu breyst í tímans rás þá finnst mér samt áberandi að fólkið sem hefur starfað fyrir Vöku, hvort sem er fyrir tugum ára eða nýlega, virðist vera á svolítið svipaðri bylgju- lengd. Þetta er oftar en ekki drifmik- ið og kraftmikið fólk sem hefur gaman af lífinu, með löngun til að breyta um- hverfinu til hins betra. Einnig virðast gamlir Vökuliðar alltaf bera sterkar taugar til félagsins. Þykir jafnvel svo- lítið vænt um það,“ segir Sigrún. Hlutverk Vöku er fyrst og fremst að berjast fyrir stúdenta að sögn Sigrún- ar, þar sem lánasjóðsmálin og mennta- mál Háskólans eru eitt af mikilvæg- ustu málunum. „Við höfum alltaf haldið í þá stefnu að Stúdentaráð sé í hags- munabaráttu og höfum lagt áherslu á að stjórn Stúdendaráðs vinni fyrir nemendur en sé ekki í pólitík. Þótt það hafi alltaf verið mikilvægt að í Stúdentaráði sé öflugt fólk er það ef- laust enn mikilvægara á tímum sem þessum og þá reynir líka á að reyna að finna hagkvæmar leiðir að mark- miðunum. Til dæmis fengum við það í gegn að teknar voru upp sumarannir með því að sýna stjórnvöldum fram á að það væri hagkvæmara að hafa þær en ekki.“ Haldið var upp á afmæli Vöku á kosn- ingavöku félagsins í síðustu viku. Síðar á árinu verður gefin út bók um 75 ára sögu Vöku sem er þá hugsað sem aðal- afmælisverkefni félagsins. juliam@frettabladid.is VAKA, FÉLAG LÝÐRÆÐISSINNAÐRA STÚDENTA: ER 75 ÁRA Hljóðlátari kosningabarátta heldur en fyrir 35 árum FORMENN MEÐ 32 ÁRA MILLIBILI Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, og dóttir hennar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, hafa báðar gegnt formannsstarfi Vöku. Berglind var jafnframt fyrsti kvenformaður félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFMÆLISBÖRN SVALA BJÖRGV- INS- DÓTTIR söngkona er 33 ára. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Ingvarsson Hraunvangi 1 (áður Mávahrauni 25) Hafnarfirði, lést sunnudaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Sólveig Stígsdóttir Sæland Ragnheiður Sæland Einarsdóttir Sigfús Jón Sigurðsson Auður Sæland Einarsdóttir Engilbert Hafberg Ásrún Sæland Einarsdóttir Jósef Kristjánsson Stígur Sæland Einarsson Stine Einarsson Katrín Sæland Einarsdóttir Haukur Geir Garðarsson Björg G. Sæland Eiríksdóttir Eiríkur Guðmundsson Sigríður M. Sæland Eiríksdóttir Ágúst Magnússon afa- og langafabörn. Móðir okkar og vinkona mín, Ingibjørg Johannesen lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 22. janúar. Bálförin hefur farið fram. Þökkum alla velvild í hennar garð, fyrr og síðar. Jón Á. Ásgeirsson Halldóra Ásgeirsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Eiríkur Bjarnason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, Björn Jónsson fv. skólastjóri Hagaskóla, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Heiður Agnes Björnsdóttir Hákon Óskarsson Magnús Jón Björnsson Ragna Árnadóttir Kjartan Hákonarson Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir Brynhildur Magnúsdóttir Agnes Guðrún Magnúsdóttir Helgi Magnússon Björg Baldvinsdóttir Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G gason æddist í Hann firði 12. drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum ur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ingigerður Steinþórsdóttir áður til heimilis í Langagerði 106, lést á Droplaugarstöðum hinn 3. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þann 11. febrúar kl. 13.00. Jórunn Sigurbergsdóttir, Pálmi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. ARN- BJÖRG HLÍF VALS- DÓTTIR leikkona er 34 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.