Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 24
 8. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● framadagar Uppbygging sprotafyrirtækja er mikilvæg og nái fyrirtækin að vaxa og dafna geta þau skapað aukna atvinnu. Í NÁVÍGI VIÐ SPROTAFRAMLEIÐSLU Matís er hlutafélag í eigu ríkisins sem styður uppbyggingu sprota- fyrirtækja hér á landi. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hverskyns vöruþróun innan matariðnaðar- ins og veitir meðal annars sprota- fyrirtækjum tækniaðstoð og aðstöðu til að þróa vörur sínar. „Við fluttum í nýtt húsnæði hér í Reykja- vík um áramót- in þar sem við getum nú veitt sprotum að - stöðu til að þróa vörur sínar. Hjá Matís starfa um hundrað manns víðs vegar á landinu sem gerir okkur kleift að vera í návígi við þá sem eru að framleiða vör- una,“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. Hún segir margar vörur sem nú eru á markaðnum hafa verið þró- aðar með aðstoð Matís og má þar nefna rabarbarakaramellur og heitreyktan makríl. Að sögn Sjafn- ar er aukinn áhugi hér á landi fyrir möguleikum sprotafyrirtækja eftir hrunið. Einnig hafi borið á því í auknum mæli að verið sé að markaðssetja íslenska matvöru til ferðamanna. Aðspurð segir Sjöfn mikilvægt að menn hafi einhvern til að leita til með hugmyndir sínar sem geti hjálpað þeim af stað. „Það skiptir einnig miklu máli að menn hafi út- hald í að halda vinnunni áfram og þróa hugmyndina enn frekar. Í dag er hægt að fá mikla og góða aðstoð bæði hvað viðskiptaáætlun varð- ar og núna einnig aðstöðu, eins og hjá okkur, sem auðveldar fólki að halda vinnunni áfram.“ STARFSFÓLKIÐ ER ALLT „Skýrr er svolítið samsett fyrir- tæki, annars vegar var þetta opinbert fyrirtæki sem stofnað var árið 1952 sem var einkavætt árið 1996. Vð þetta fyrirtæki sam- einuðust nokkur fyrrum sprota- fyrirtæki, líkt og Eskil, Kögun og Landsteinar Strengur,“ út- skýrir Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri Skýrr, en fyrir- tækið er eitt hið framsæknasta á sviði upplýsingatækni hér á landi. Að sögn Stefáns Hrafns er það starfsfólkið sem skiptir mestu máli þegar kemur að rekstri sprota- fyrirtækja og segir hann mikil- vægt að hlúa að því. „Starfsfólk- ið er allt og mætti segja að allur auður fyrirtækisins fari heim á kvöldin, restin er bara skel því það er hægt að fá húsnæði, tölvur og hugbúnað hvar sem er. Níutíu pró- sent af rekstrarkostnaði þekking- arfyrirtækja fara beint í að greiða starfsfólki laun og hlúa að því.“ MIKIL VINNA AÐ BAKI CLARA er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að afla upplýsinga um fyrir tæki á alheimsvefnum sem hægt er að nýta í áframhald- andi markaðsrannsóknir. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri CLARA, segir fyrir- tækið hafa dafnað á síðustu tveim- ur árum og hefur starfmönnum þess fjölgað úr fjórum í tólf talsins. „Það sem CLARA gerir er að hjálpa fyr- irtækjum að halda betur utan um það sem verið er að segja um þau á Netinu. Við notum til þess Vakt- arann, vöru úr okkar smiðju, sem fer í gegnum öll blogg, spjallþræði, frétta- og Twittersíður og tekur svo saman allt það sem skrifað er um fyrirtækið.“ Aðspurður segir Gunnar það hafa verið erfitt verk að koma fyrirtækinu á laggirnar en að það hafi hjálpað þeim mikið hvað fólk er almennt jákvætt gagnvart sprota- fyrirtækjum. Hann segir jafn- framt að sprotaheimurinn sé marg- falt stærri en margir halda. „Hér er að finna ýmis samtök sem aðstoða sprotafyrirtæki við að koma sér af stað og má þar nefna Hugmynda- ráðuneytið, Klak og Innovit. Það krefst mikillar vinnu að fá fyrir- tækið til að dafna en það sem hefur hjálpað okkur mikið að mínu mati er hversu opnir við höfum verið með okkar hugmyndir. Við ræddum þær við hvern þann sem nennti að hlusta og þannig fengum við oft góð ráð frá fólki og betri yfirsýn á hvert við vildum stefna.“ GOTT VIÐSKIPTAMÓDEL MIKILVÆGT Orf Líftækni er hlutafélag sem var stofnað árið 2001 og hefur þróað ný- stárlega aðferð fyrir framleiðslu á sérvirkum prótínum meðal annars fyrir læknisrannsóknir. Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri Orf Líf- tækni, segir það hafa tekið nokkur ár að þróa þá tækni sem fyrirtæk- ið byggir á. Samhliða þeirri tækni- þróun var unnið hörðum höndum að viðskiptamódeli sem Björn Lárus telur engu síður mikilvægt. „Ég tel að við höfum náð að þróa gott við- skiptamódel og góða vöru sem skap- ar eftirspurn. Við höfum einn- ig passað upp á að vörurnar geti sótt inn á marga markaði, þannig að ef einhverjir virka tregir þá getum við alltaf sótt inn á aðra. Það er þó ekk- ert launungamál að heppni spil- ar einnig inn í, maður verður að komast í kynni við fjárfesta sem hafa trú á fyrirtæk- inu og við vorum vissulega mjög heppnir í þeim efnum.“ Björn Lárus segir einnig mikil- vægt að fyrirtæki sem Orf Líftækni þrói tækni sem er að minnsta kosti jafn góð og annars staðar í heimin- um. Hann segir að upphaflega hafi gengið erfiðlega að finna fjárfesta til að styðja við bakið á Orf Líf- tækni en telur að hugarfar manna hafi breyst í kjölfar hrunsins. „Við sem stofnuðum Orf komum úr erfðatæknigeiranum og okkur gekk fyrst erfiðlega að sannfæra fólk um að hugmynd okkar væri góð. Það gekk á ýmsu í upphafi og til að mynda réðum við ekkert við Excel töflur bankanna á þessum tíma. Ég held að hugarfar fólks hafi breyst verulega í kjölfar hruns þrátt fyrir að aðstæður manna hafi ef til vill ekki batnað.“ - sg Sjöfn Sigurgísla- dóttir, forstjóri Matís, segir mikil- vægt að fólk hafi einhvern til að leita til með hugmyndir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stefán Hrafn Haga- lín, markaðsstjóri Skýrr, segir starfs- fólk sprotafyrir- tækja vera þeirra mesti auður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri CLARA, segist hafa fengið góð ráð víða að með því að ræða hugmyndir sínar við sem flesta. Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri Orf líftækni, segir mikilvægt að vera með gott viðskipta- módel frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jákvæðni í garð sprota Fjórtán ár eru liðin síðan fyrstu Framadagar voru haldnir með það að leiðarljósi að brúa bil milli menntafólks og atvinnulífs. Árið 1995 mættu 34 fyrirtæki í fyrsta skipti undi nafni Framadaga í að- albyggingu Háskóla Íslands og kynntu starfsemi sína fyrir metn- aðarfullu námsfólki. Eftir einstak- lega vel heppnaðan viðburð voru allir á einu máli um að þetta skyldi vera endurtekið. Framadagar hafa síðan verið haldnir á hverju ári og í ár verða þeir haldnir 10. febrúar í Háskólabíói. Stefna Framadaga hefur lítið breyst á þessum tíma og í ár munu koma saman fyrirtæki úr öllum áttum atvinnulífsins, ásamt lifandi tónlist og örfyrirlestrum. Í ár verður lögð áhersla á nýsköpun og þau tæki- færi sem myndast hafa á atvinnu- markaði. Bæði fyrirtækin og örfyrirlestr- arnir taka mið af því. Örfyr- irlesararn- ir koma alls staðar að úr atvinnulífinu og eiga það sameiginlegt að hafa nýtt sér nýsköpun og tækifæri til sóknar í atvinnulífi; þar má nefna fyrir- tæki á borð við CCP, Gogoyoko og verkefnið CarbFix. Markmið Framadaga er að sem flestir, óháð skóla eða námsbraut, njóti góðs af þeim. Framadagar eru frábær vettvangur fyrir fyr- irtæki til þess að komast í per- sónuleg kynni við ungt og metn- aðarfullt háskólafólk og tilvonandi starfskrafta sína. Enginn vafi leikur á því að á Ís- landi býr mikill mannauður. Er því kjörið tækifæri fyrir alla þá sem geta mætt að koma, kynna sig og kynnast því sem hæst ber í atvinnu- lífinu. Tækifærin eru ykkar. Framadagar eru tækifæri fyrir alla Framadagar eru frábær vettvangur fyrir fyrir tæki til að komast í persónu- leg kynni við ungt og metnaðarfullt háskólafólk og til- vonandi starfskrafta sína. Ein mikilvægasta áskorun þess- arar aldar er að ráðast í aðgerðir til að draga úr losun koltvísýrings (CO2) sem er ein þeirra lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Verið er að prófa aðferðir til að fanga koltvísýring frá mismun- andi uppsprettum og dæla honum djúpt niður í hentug berglög. Kol- tvísýringi, sem áður var bundinn í jarðlögum, er þannig skilað til baka í stað þess að losa hann út í andrúmsloftið. Þessa tækni vonast menn til að geta nýtt sem mótvæg- isaðgerð gegn gróðurhúsaáhrifum. Stefnt er að því að beisla þann kol- tvísýring (CO2) sem kemur upp úr jarðhitakerfi Hellisheiðarvirkjunar með því að dæla honum aftur niður í basaltjarðlög. Þar binst hann sem steindin kalsít í þúsundir ára. Fjölþjóðlegt rannsóknarverk- efni, CarbFix, var hleypt af stokk- unum haustið 2007 til að takast á við þetta viðfangsefni og er áætlað það standi yfir í að minnsta kosti þrjú ár. Fulltrúar verkefnisins hafa farið víða til kynningar og hefur það öðlast alþjóðaathygli. Carbfix er áhugavert nýsköpunarverkefni sem Íslendingar ættu að kynna sér. Hólmfríður Sigurðardóttir verk- efnastjóri flytur fyrirlestur um verkefnið á Framadögum. Til stendur að beisla koltvísýring sem kemur úr jaðrhitakerfi Hellisheiðarvirkj- unar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● STARFASKIPTI eru meðal þess sem AIESEC hefur upp á að bjóða og á hverju ári takast um 5.500 manns á við það krefjandi verkefni að búa og vinna í framandi landi. Störfin sem AIESEC hefur upp á að bjóða eru fjölbreytt og framboðið töluvert. Störfunum hefur verið skipt niður í fjögur svið til þess að einfalda leit að þeim og hjálpa fólki við að velja það sem tengist þeirra námi. Sviðin eru stjórnun, samfélagsaðstoð, tæknistörf og kennsla. Árið 2009 tóku 8.532 nemar þátt í starfaskipt- um á vegum AIESEC og búist er við að um 10.000 nemar fari í ár. Á Íslandi fóru ellefu nemar út í starfaskipti en í ár er áætlað að tuttugu taki þátt í starfaskiptum. Vinsæl- ustu lönd starfaskipta eru Indland, Kína og Pólland. Síaukin alþjóðavæðing kallar á að fólk geti unnið þvert á menningarheima og til að öðlast þá færni eru starfaskipti erlendis góður kostur. Binding koltvísýrings (CO2) í basalti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.