Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 5framadagar ● fréttablaðið ● Fyrir Framadaga 2010 var ákveðið að þemað skyldi verða nýsköpun og nýt- ing nýrra tækifæra á Íslandi. Í kjölfar falls bankakerfisins urðu stakkaskipti í íslensku atvinnulífi. Ein áhrifin voru að íslenskir háskólar fyllt- ust af nýjum nemendum á allar mögulegar námsbrautir. Örfyrirlestrar Framadaga eru hugsaðir til þess að fá ákveðna aðila, sem nýtt hafa sér þau nýju tækifæri sem skapast hafa, til að halda erindi á tímum uppbyggingar og nýsköpunar. Þeir eru fulltrúar þeirra mörgu náms- sviða sem í boði eru í Háskólunum. Allir nemar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Þeir sem munu halda erindi eru höfund- ar Eve Online, CCP; Jón Gerald Sullenber- ger, Hólmfríður Sigurðardóttir verkefna- stjóri Carb Fix, Gogoyoko, Gott val og Hönnunarmiðstöðin. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.framadagar.is. Örfyrirlestrar Framadaga Höfundar Eve Online munu halda erindi. Hönnunarmiðstöðin tekur þátt í örfyrirlestrum Framadaga. ● ÁNÆGJA MEÐ ÚT- KOMUNA Árið 2004 var gerð könnun í þeim tilgangi að athuga viðhorf nemenda til Framadaga. Ýmislegt skemmtilegt kom í ljós og þess má geta að yfir þriðjungur þeirra sem mættu var ánægur með þær upplýs- ingar sem fengust frá fyrirtækj- unum. Einnig kom fram að rúmur helmingur þátttakenda fékk betri hugmynd um hvernig menntun þeirra myndi nýtast í komandi framtíð. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að þátttakendur vildu helst að fyrirtækin kynntu starfs- semi sína með beinum viðræð- um við nemendur, dreifingu kynningarefnis, fyrirlestrum og þjálfun. En þetta er einmitt það sem Framadagar í ár snúast um. ● HLJÓMSVEITIR Á Frama- dögum munu nokkrar af betri hljómsveitum landsins halda uppi skemmtilegri stemningu yfir daginn og þar má nefna böndin Ourlives, Agent Fresco og Vicky. Nýliðarnir í Útidúr, sem lentu ný- verið í þriðja sæti í keppninni Global Battle Of The Bands, munu einnig troða upp. Aðdáendahóp- ur hljómsveitanna hefur farið ört vaxandi undanfarið og margt spennandi í vændum hjá þeim. Tónlistarfyrirtækið Gogoyoko mun halda örfyrirlestur í hádeg- inu um starfsemi sína þar sem farið verður yfir hvernig fyrirtækið komst á fót og þau verkefni sem verið er að fást við í dag. Á staðn- um verður einnig happdrætti þar sem í boði verða veglegir vinn- ingar frá fyrirtækjum á borð við Þjóðleikhúsið, Arctic ferðir, And- ersen & Lauth, Comfort snyrti- stofu og Magadanshúsið. Dregn- ir verða út vinningar reglulega yfir daginn og þeir veglegustu í lok dags. Ný tækifæri • Byggingatækniskólinn • Endurmenntunarskólinn • Fjölmenningarskólinn • Flugskóli Íslands • Hársnyrtiskólinn • Hönnunar- og handverksskólinn • Raftækniskólinn • Tækniakademían • Skipstjórnarskólinn • Upplýsingatækniskólinn • Véltækniskólinn Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður upp á f jölbreytt og skapandi nám. Í skólanum er hefðbundið framhaldsskólanám, iðnnám, stúdentsnám, flugnám, marmiðlunarnám, hljóðtækninám, diplómanám auk spennandi námskeiða fyrir almenning. Fagskólar Tækniskólans eru: Kynntu þér málið á www.tskoli.isSkrúfudagur Tækniskólans Tækniskólinn er með opið hús laugardaginn 27. febrúar frá kl. 12:00 - 16:00 og býður öllum áhugasömum í heimsókn. Boðið verður upp á f jölbreytta dagskrá, kynningar á náminu, sýningar nemenda og margt f leira. Nánari dagskrá verður kynnt á www.tskoli.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.