Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 15 „Eldkristallinn getur verið mjög dyntóttur en að sama skapi er mjög spennandi að vinna með hann,“ segir Kristbjörg og bend- ir á falleg kampavínsglös. Þar eru engin tvö glös eins þótt form- ið sé það sama. „Ég legg mikið upp úr glerungnum en minna upp úr skreyti, en nota stundum tré og málma með leirnum. Með eldkristalnum þarf ekki annað skraut, hann er skraut í sjálfu sér,“ segir hún svo og brosir. Hún segir að áður fyrr, þegar notaður hafi verið viður eða kol, til þess að knýja brennsluofn- ana, hafi eldkristallinn átt það til að myndast við ákveð- ið hitastig og aðstæð- ur en þá hafi verið litið á hann sem mistök. Svo sé hins vegar ekki leng- ur. „Nú er eldkristall- inn eftirsóttari og með tölvustýrðu brennsluofn- unum, sem nú eru komn- ir til sögunnar er með sér- stakri brennsluaðferð hægt að búa til eldkristalla.“ Krist- björg segir að kristallarn- ir sem myndist í hita ofnsins séu líkir þeim sem myndist á glugga í frosti og oft eru nefnd- ir frostrósir. ,,Eldkristallarnir vaxa í hitanum og geta orðið mjög stórir. Það getur verið erfitt að ráða við þá, en þegar vel tekst til geta þeir orðið undurfallegir. Ég ræð ekki nema að litlu leyti hvernig kristallarnir vaxa eða haga sér, en reyni mitt besta, það er samspil leirsins og hitans – í raun náttúrunnar.“ Kristbjörg hafði lengi átt sér þann draum að læra leirlist og flutti frá Hornafirði til Reykja- víkur til að nema fagið, sem hún gerði árin 1990-1994. „Ég byrjaði smátt en hef einbeitt mér að nytja- list eins og bollum og skálum sem ég hef svo þróað áfram og aukið úrvalið. Glerungurinn hefur eins og áður segir alltaf heillað mig. Ég hef lagt meira upp úr honum, sérstaklega á seinni árum, en öðru skrauti. Það má segja að hann sé mitt einkenni.“ Kampavínsglösin segir hún nýlega hönnun. „Þau eru til í mörgum litum og ein- mitt með eldkristöll- unum. Þetta er tilvalin gjöf fyrir par eða hjón en líka fyrir einstakling. Það er til dæmis huggu- legt að fá sér heilsudrykk á morgnana í handgerðu, fallega hönnuðu glasi. Ílátin sem við notum til þess að bera matinn fram á eða í skipta nefnilega miklu máli ef njóta á góðr- ar máltíðar til fulls.“ Staup- in fast meðal annars í Mýr- inni í Kringlunni, Kraumi og Epal Design í Leifsstöð. Einnig er hægt að kaupa þau á verkstæði Krist- bjargar í Hvassaleiti 119. - uhj Eldkristall getur verið dyntóttur Kristbjörg Guðmundsdóttir er ein fárra leirlistamanna hér á landi sem nota brennsluaðferð sem gerir glerunginn á leirmununum sem hún skapar einstakan. Postulínsstyttur af dýrum þóttu eitt sinn aðeins hæfa heimilum gamalla kvenna en eru nú að ná vinsældum hjá yngra fólki. Eins og sjá má á hönnun og verk- um fjölmargra hönnuða undan- farið þykja dýr í postulínsformi eiga upp á pallborðið og sjást þau gjarnan á skálum, diskum og kertastjökum. Dýrin minna mest á gömlu, fallegu postulínsstytturnar sem margir áttu sem börn. Ekki hafa allir efni á því að fjárfesta í flott- um vörum úr hönnunarlínum en þeim má til dæmis benda á Góða hirðinn þar sem oft finnast hunda- og kattapostulínsstyttur. Síðan er hægt að leika sér með að skreyta heimilið með styttunum eða leggj- ast jafnvel í eigið föndur með límtúpu sér við hönd. - jma Upp með postulíns- stytturnar Postulínsdýr hafa undanfarin misseri verið að öðlast sinn sess á ný sem stofustáss. Bergstaðastræti 4 - 101 Reykjavík - Sími: 562-0335 Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonar lokar 1. mars næstkomandi Útsala hefst mánudaginn 8. febrúar 40% afsláttur af öllum vörum Opnunartími 13:00 til 18:00 virka daga Gardinur fataefni gjafavara ‘ Kristbjörg hefur einbeitt sér að nytjalist, til dæmis með hönnun og gerð bolla og skála. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.