Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 46
26 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Í góðærinu streymdu erlendir harmóníkuleikarar til Íslands og léku hressilegar rúmbur og tang- óa fyrir framan stórverslanir. Svo kom kreppa og harmóníkuleikar- arnir fóru annað. Allir nema einn, það er að segja. Hann heitir Vasi Gheorghe og heldur enn fullum dampi á nikkunni. „Ég er bara einn eftir! Það vill enginn annar spila hérna lengur út af verðlaginu,“ segir hann og hlær. Það má rekast á Vasi annaðhvort fyrir framan Hagkaup á Seltjarn- arnesi eða fyrir framan Rúmfata- lagerinn á Korputorgi. Eða bara einhvers staðar allt annars staðar. Hann segir hrun krónunnar vit- anlega koma sér illa en þó sé enn miklu betra að spila á Íslandi en að starfa í Rúmeníu. „Rúmenía er algjör hörmung. Stjórnin er handónýt og þetta er bara allt ein stór mafía. Eins lengi og ég fæ ódýra flugmiða þá gengur þetta upp. Ég bý hjá Hjálpræðisher- num og á íslenska vini sem hjálpa mér mikið, þá Sigga, Paul og Pétur,“ segir hann. Vasi lifir ódýrt á Íslandi og reyn- ir að taka sem mest af tekjunum með sér heim til Rúmeníu. Þar á hann konu og tvær dætur. Hann fer eldsnemma af stað með strætó á morgnana og spilar svo fram á kvöld. Aldrei lengur en einn, tvo tíma á sama stað. Hann segir tekjur dagsins þetta á bilinu tvö til fimm þúsund krónur og slíkar upphæð- ir duga enn lengi í Rúmeníu þrátt fyrir gengishrunið. Í Rúmeníu myndi hann fá um hundrað evrur (18.000 krónur) í mánaðarlaun í byggingarvinnu frá 9-5. Hann hefur komið mörgum sinnum til Íslands frá árinu 2006 og segir Ísland langbesta landið sem hann hefur spilað í. „Ég var búinn að spila um alla Evrópu, en ég kann best við mig hér. Bestu staðirnir eru Kringl- an og Smáralind. Þar koma marg- ir sem þekkja mig og það er alltaf margt fólk þarna. Ég er með nýja harmóníku. Þetta er reyndar notuð harmóníka en hún hljómar vel. Sú gamla laskaðist í fluginu. Ég spila líka á hljómborð og trommur og tek að mér að spila í samkvæmum. Ég er fljótur að pikka upp lög og get spilað hvað sem er. Endilega bara hringja! Síminn er 892-7049.“ Vasi ætlar heim til fjölskyldunnar í vor en stefnir að því að koma aftur og vera hér í sumar. Hann er bjart- sýnn fyrir hönd íslensku þjóðar- innar. „Það er kannski aðeins erf- itt hjá ykkur núna, en ég er viss um að guð hjálpar þessari þjóð. Ég er alveg viss um að það eru góðir tímar í vændum í sumar!“ drgunni@frettabladid.is VASI GHEORGHE: RÚMENSKI HARMONÍKULEIKARINN SEM VARÐ EFTIR HARMONIÍKULEIKARI GEFST EKKI UPP FYRIR KREPPUNNI BEST Á ÍSLANDI Vasi Gheorghe segir enn betra að spila á Íslandi en að starfa í Rúm- eníu. Hann fer heim í vor en ætlar að snúa aftur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÁRÉTT 2. gryfja, 6. í röð, 8. kraftur, 9. keyra, 11. kusk, 12. grunneiningu lífveru, 14. fjandans, 16. hola, 17. gums, 18. óðagot, 20. holskrúfa, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. teikning af ferli, 3. guð, 4. útvegun- ar, 5. skordýr, 7. hákarlshúð, 10. eyrir, 13. mas, 15. fugl, 16. margsinnis, 19. eldsneyti. LAUSN Fimm síðna viðtal við áhugaljósmyndarann Salbjörgu Ritu Jónsdóttur birtist í nýjasta tölublaði breska ljósmyndaritsins Amateur Photographer. Tímaritið er afar virt, enda það elsta sinnar tegundar í heiminum, og því er um mikinn heiður að ræða fyrir Salbjörgu. „Þetta var byggt á viðtali sem tekið var við mig fyrir jól. Það er fínt að fá svona umfjöllun,“ viðurkennir hún. Mynd frá henni birtist einnig á forsíðu tímaritsins, sem hlýtur einnig að teljast mikil viðurkenning. Viðtalið snýst um barnaljósmyndir Salbjargar sem hafa verið henni hugleiknar síðan hún eignaðist fyrsta barnið sitt. Hún segir mikinn mun á því að mynda börn og fullorðna. „Börn eru miklu afslappaðri gagnvart myndavélinni. Þau gleyma því að maður er á staðnum og það finnst mér mjög skemmtilegt.“ Salbjörg hefur einnig myndað fyrir vini og vandamenn sem hafa hrifist af ljósmynd- um hennar og hefur hún því haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hún stundaði listnám í blönduðum mynd- miðlum í Þýskalandi og starfar sem graf- ískur hönnuður meðfram vinnu sinni við myndbanda- og ljósmyndagerð. Spurð hvort umfjöllunin í Amateur Photographer eigi ekki eftir að opna fleiri dyr fyrir henni segir hún það vel mögulegt. „Maður veit aldrei. Það eru ótrúlegustu hlutir sem opna dyr fyrir manni.“ - fb Stórt viðtal í bresku tímariti SALBJÖRG RITA JÓNSDÓTTIR Fimm síðna viðtal við Salbjörgu birtist í virtu bresku ljósmyndatímariti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÁRÉTT: 2. gröf, 6. rs, 8. afl, 9. aka, 11. ló, 12. frumu, 14. árans, 16. op, 17. lap, 18. fum, 20. ró, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. graf, 3. ra, 4. öflunar, 5. fló, 7. skrápur, 10. aur, 13. mal, 15. spói, 16. oft, 19. mó. „Þetta er bara frábært hjá þeim. Þeir eru algjörir snillingar og dugnaðarforkar. Sá eldri var búinn að ákveða 12 ára gamall að verða atvinnumaður og sá yngri fylgdi á eftir. Ég hugsaði ekki eins langt og hann.“ Kristín Eiríksdóttir er mamma snjóbretta- kappanna Halldórs og Eika Helgasonar. Þeir eru orðnir atvinnumenn í íþróttinni og náðu frábærum árangri á einu stærsta móti heims á dögunum. „Þetta verður stórkostlegt,“ segir söng- konan Hera Björk Þórhallsdóttir. Hera Björk sigraði í undankeppni Eurovision á laugardag með laginu Je ne sais quoi, sem er eftir hana og Örlyg Smára. Hún verður því fulltrúi Íslands í aðalkeppninni í Noregi í lok maí. Hera var í vöffluboði hjá mömmu sinni þegar Fréttablaðið náði í hana, en þar fagnaði hún sigrinum ásamt fjölskyldunni. „Nú er öðru takmarkinu náð af fjór- um. Þá er bara undankeppnin úti eftir og svo sigurinn,“ segir Hera Björk kampakát. „Þetta er allt liður í stóra planinu.“ Hera Björk hefur tvisvar sungið bakraddir í aðalkeppninni og því sannast hið fornkveðna: allt er þegar þrennt er. Í maí beinist athyglin að Heru og hún þakkar fyrir reynsluna sem hún hefur öðlast síðustu ár. „Nú beinist vindvélin að mér,“ segir hún og hlær. Spurð hvort lagið eigi eftir að ganga í gegnum breytingar á næstu vikum segir Hera að hún og Örlygur komi til með að grúska í útsetningunni. „Við ætlum að gera lagið sigurstranglegra fyrir Evrópu í heild sinni,“ segir hún. „En við breytum ekkert mannskapnum. Ég er ákaflega ánægð með þennan dás- amlega hóp. Þetta er allt prýðisfólk.“ Hera Björk segir næstu vikur fara í undirbúning sem felur meðal annars í sér að borða hollt og efla andann. „Plús að vera mamma, ástkona og vinkona og allt það. Það má ekki gleymast,“ segir hún. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og verður meiri hattar úti. Ég á ekki von á öðru en að Norðmennirnir geri þetta vel.“ - afb Hera fagnaði í vöffluboði hjá mömmu SIGURVEGARI Hera Björk syngur fyrir Íslands hönd í Eurovision í Noregi í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tugir lögreglumanna fylgdust með þegar Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, var skotinn á laugardagskvöld. Atvikið átti sér stað á sviði Borgarleikhúss- ins, en löggurnar voru þar á sýn- ingunni Harrý og Heimir. Stefáni var dröslað blóðugum af sviðinu á meðan áhorfend- ur öskruðu af kæti. Hann fetaði þar með í fótspor stórleikara á borð við Hilmi Snæ, Ingvar E. og Pétur Jóhann, þeir hafa einnig verið skotnir á sviðinu. Risavaxið atriði Haffa Haff í úrslitaþætti undankeppni Euro vision vakti mikla athygli, en hann þótti feta svipaðar slóðir og söngkonan Lady Gaga. Klæðnaður Haffa virtist vera undir áhrifum frá söngkonunni ásamt danssporum og sviðsmynd. Haffi byrj- aði atriðið á því að stíga upp úr líkkistu, en Lady Gaga var einmitt mynduð í einni slíkri fyrir tímaritið Out, sem fjallar um málefni samkyn- hneigðra. Hinn danski Rasmus Videbæk fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku á kvikmynda- hátíðinni í Gautaborg á laugardag. Videbæk var á bak við myndbandsupptöku- vélina í mynd Dags Kára, The Good Heart, sem er með Paul Dano og Brian Cox í aðalhlutverk- um. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í mars. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.