Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 48
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 Mest lesið VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Jogastudio.org 1 Segja Eið Smára hafa greitt fyrir þagmælsku frönsku fyrirsætunnar 2 Tekur ekki sæti í Garðabæ: „Ég segi nei takk og gangi þeim vel” 3 Hnuplaði jakka og endaði á því að stela bíl 4 Meðallaun starfsmanna Glitnis tæpar fimmtán milljónir 5 John Terry: Reynir að þagga niður í fleiri hjákonum Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% FÓLK Í FRÉTTUM Vinsældir Mónakó Hörður Magnússon og félagar á Stöð 2 Sport glöddust vænt- anlega mikið þegar þeir tryggðu sér sýningarréttinn á frönsku knattspyrnunni enda Eiður Smári Guðjohnsen þá nýgenginn til liðs við Mónakó. Sú gleði reyndist þó skammvinn enda Eiður Smári nú genginn í raðir Tottenham sem leikur á Englandi. Höddi og félagar láta þó ekki deigan síga og sýndu í gær frá leik Mónakó og St. Etienne. Ekki fer mörgum orðum um hvernig áhorfið hér á landi hefur verið á leiki Mónakó eftir að Eiður Smári yfirgaf liðið en í ljósi þess að íbúar smáríkisins sjá sér varla fært að mæta á leiki má búast við að áhuginn hér sé ekki mikill – hann fari í það minnsta þverrandi. Frekur á athyglina Eiður Smári var annars í hópnum þegar Tottenham mætti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Þótt Íslendingurinn hafi ekki komið við sögu í leiknum sjálfum voru enskir sjónvarpsmenn duglegir við að fylgjast með honum á bekkn- um þar sem hann tuggði tyggjó af miklum móð. Eiður Smári hefur verið til umfjöllunar á síðum enskra dagblaða síðustu daga vegna meints framhjá- halds með franskri undirfatafyrirsætu, sem einnig er sögð hafa átt vingott við John Terry, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins. Eiður Smári hefur þó neitað því staðfast- lega sem og franska fyrirsætan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.