Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 2010 — 34. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Botnsdalur er minn uppáhalds-staður á Íslandi, næst á eftir Ölstof-unni. Það helgast sennilega af því að þangað kom ég þrisvar sinnum í leit að fossinum Glym án þess að sú leit bæri árangur,“ segir Skúli Hakim Mechiat, lögfræðinemi við Háskólann í Reykjavík.Skúli segir fyrstu atrennuna í leitinni að Glym hafa átt sér stað þegar hann og nokkrir vinir voru á leið á Vestfirði og datt í hug að bregða út af sporinu til að sjá hæsta foss landsins. „Þar hittum við mann sem var kunnugur svæðinu og tjáði okkur að Glymur væri í um tveggja tíma fjarlægð. Sá benti okkur jafn-framt á leyndan stað í tífj l eftir því. Þetta var mjög árla morg-uns og enginn annar á ferli, sem hægt var að spyrja til vegar. Eftir þriggja klukkustunda ráf um svæð-ið ákvað ég að þetta væri orðið gott og sneri til baka,“ segir Skúli.Hann gengst fúslega við því að vera þrjóskupúki og segir fátt taka eins á taugarnar og að takast ekki ætlunarverk sitt. „Það var því létt-ir þegar Snorri vinur minn tilkynnti mér að hann þekkti svæðið eins og handarbakið á sér, enda hefði hann eytt löngum stundum þar sem strákur. Því var hann dreginn með í þriðju atrennuna,“ segir SkúliÞekki i umst ekki lengra. Þar sem gáfna-far okkar er að mörgu leyti svipað ákváðum við að klifra upp klettana, en við höfðum séð leið upp við eina skriðuna. Það var mikil þolraun og þegar upp var komið var vindur úr köppunum. Eftir að hafa legið í grasinu nokkra stund var ákveðið að halda heim á leið.“Það var svo í fjórðu tilraun að leitin bar árangur, en þá var vinur-inn Snorri enn með í för. „Við feng-um leiðbeiningar um hvernig ætti að finna fossinn en gátum náttúrlega ekki farið f Fann Glym í fjórðu tilraun Það tók lögfræðinemann Skúla Hakim Mechiat lengri tíma að finna hæsta foss landsins en hann óraði fyrir, enda ævintýramaður sem lætur illa að fara eftir leiðbeiningum að eigin sögn. Það tókst þó að lokum. HJÓNANÁMSKEIÐIN á vegum Hafnarfjarðarkirkju hafa notið mik- illa vinsælda. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á auka hjónanámskeið vegna mikillar aðsóknar. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á www.hafnarfjardarkirkja.is „Mér var einu sinni sagt að til að þekkja París þyrfti maður að hafa villst í París,“ segir Skúli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNM eirapró f VEÐRIÐ Í DAG SKÚLI HAKIM MECHIAT Leitaði oft og lengi að hæsta fossi Íslands • á ferðinni • dekur Í MIÐJU BLAÐSINS veljum íslensktMIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Félag leikskóla- kennara 60 ára Aðeins 35% starfs- manna í leikskólum eru leikskólakennarar og því þörf á að fjölga þeim. TÍMAMÓT 22 ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á FACEBOOK Ísland í aðalhlutverki Filmus kom að heimildarmyndaþátta- röð BBC. FÓLK 34 SMÁRI ÓLAFSSON Slær í gegn sem feitur Tékki Er sölumaður hjá Ísrós FÓLK 34 Íslensk þjóðlagahátíð í mars Fjórtán hljómsveitir spila á Café Rosenberg á fjórum kvöldum. FÓLK 28 ÚTFÖR Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í gær. Steingrímur lést 1. febrúar. Hann var á 82. aldursári. Hjálmar Jónsson, prestur í Dómkirkjunni, jarðsöng. Útförin fór fram á vegum ríkisins og var henni útvarpað í Ríkisútvarpinu. Líkmenn voru Dagur B. Egg- ertsson, Runólfur Þórðarson, Guðni Ágústsson, Egill Heiðar Gíslason, Hermann Sveinbjörns- son, Jón Sveinsson, Helgi Ágústs- son og Bjarni Guðnason. Steingrímur var verkfræðing- ur að mennt. Hann sat á Alþingi í 23 ár, frá 1971 til 1994, og var ráðherra í tólf ár. Þar af var hann forsætisráðherra í sjö ár. Stein- grímur var formaður Framsókn- arflokksins á árunum 1979 til 1994. Hann var bankastjóri við Seðlabankann 1994-1998. Steingrímur var kvæntur Eddu Guðmundsdóttur og áttu þau þrjú börn. Hann var áður kvæntur Söru Jane Donovan og átti með henni þrjú börn. Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær: Steingrímur borinn til grafar VELJUM ÍSLENSKT Tíska, tölvuleikir og iðnaðarmaður ársins Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VIÐSKIPTI Fjórar lögfræðiskrifstofur, auk endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækj- anna Capacent, PriceWaterhouseCoopers og Deloitte á Íslandi, fengu greiddar 894 millj- ónir króna fyrir störf sín fyrir skilanefnd Kaupþings í fyrra. Á þriðja tug erlendra fyr- irtækja sem veittu bankanum ráðgjöf skiptu hins vegar á milli sín rúmum 2,3 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr svari skilanefndar Kaupþings við fyrirspurn Fréttablaðsins og úr nýjustu skýrslu skilanefndarinnar til kröfuhafa bankans. Hjá skilanefnd Glitnis er unnið að því að taka saman sambærilegar tölur. Skilanefnd Landsbankans segist hins vegar engar upplýs- ingar veita fyrr en eftir kröfuhafafund sem haldinn verður 24. þessa mánaðar. Þar verði kröfuhöfum meðal annars gefnar upplýsingar sem varði kostnað. „Hluti af þeim upplýsing- um verður tiltækur blaðamönnum. Þar til þá hefur bankinn ekkert um þetta mál að segja,“ segir í svari Landsbankans. Í svari skilanefndar Kaupþings við fyrir- spurn blaðsins kemur fram að þegar skila- nefndin hafi tekið við Kaupþingi haustið 2008 hafi eignir bankans verið í misjöfnu ásigkomu- lagi í ljósi aðstæðna. „Á árinu 2009 var stór hluti lánasafnsins endurskipulagður að fullu. Við slíka endurskipulagningu koma upp flók- in úrlausnaratriði og hefur bankinn leitað til utanaðkomandi ráðgjafa í ýmis verkefni,“ segir þar og eru nefndar til sögunnar áreið- anleikakannanir, skattaáætlanir og verðmat eigna. Kröfuhafar hafi hins vegar lagt á það áherslu að skilanefndin og starfsfólk hennar kappkosti að tryggja hámarksvirði eigna bankans og leiti utanaðkomandi sérfræðiráð- gjafar þegar við eigi. Kostnaður við þá ráð- gjöf falli á kröfuhafana, en ekki á skattgreið- endur. Kaupþing var með starfsemi í fimmtán löndum og verðmæti eigna miðað við efna- hagsreikning í júní í fyrra nam þá um 1.700 milljörðum króna. - óká / sjá síðu 6 Ráðgjöf kostaði 3,2 milljarða Kröfuhafar Kaupþings hafa lagt áherslu á að skilanefnd bankans leiti utanaðkomandi ráðgjafar til að tryggja hámarksvirði eigna bankans. Kostnaður vegna þessa hleypur á milljörðum og fellur á kröfuhafana. BJART EYSTRA Í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt. Bjart austan til en skýjað og dálítil væta sunnan- og suðvestanlands. Vægt frost norðaustan til en hiti annars 0-7 stig. VEÐUR 4 5 6 4 -2 0 Ég er vondur áhorfandi Guðjón Valur Sigurðsson fór í hnéaðgerð í gær og verður frá næstu mánuði. ÍÞRÓTTIR 30 ICESAVE Indriði H. Þorláksson, formaður íslensku samninga- nefndarinnar í Icesave-málinu, segir rangt hjá Kristrúnu Heim- isdóttur að Brussel-viðmiðin hafi ógilt fyrri yfirlýsingar um Icesave og sett málið í marghliða samningaferli, sem hann hafi síðan umbreytt í tvíhliða samn- inga. Indriði ritar grein í blaðið í dag þar sem hann svarar grein Kristrúnar frá því á laugardag. Indriði segir Kristrúnu fara með rangt mál í nokkrum veigamikl- um atriðum, meðal annars um að Brussel-viðmiðin „feli í sér véfrétt um aflausn á IceSave syndum í faðmi ESB“. „Með Brusselyfirlýsingunni,“ skrifar Indriði, „staðfesti Ísland fyrri yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda með formlegri hætti en áður þess efnis að Ísland myndi ábyrgjast greiðslu lág- marksinnstæðna og muni semja um greiðslu þeirra hið skjótasta.“ Indriði segir ýmislegt renna stoðum undir þetta. Til dæmis hafi Hollendingar talið í desem- ber 2008 að yfirlýsingar frá 11. október sama ár væru í fullu gildi. - bs / sjá síðu 18 Indriði H. Þorláksson: Lánið var tekið haustið 2008 VIÐ DÓMKIRKJUNA Útför Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Eins og jafnan þegar fyrrverandi æðstu menn þjóðarinnar falla frá var útförin gerð á vegum ríkisins. Útvarpað var frá athöfninni í Ríkisútvarpinu. Forseti Íslands og ríkisstjórnin voru meðal þeirra sem fylgdu Steingrími til grafar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.