Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 2
2 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Nýr Rauðmagi Glæný Línuýsa Anna, geturðu núna stokkið upp á nef þér? „Já, og mér stekkur oftar bros. Ég er fjölhæf kona.“ Anna Helgadóttir, vefstjóri hjá Marel, hoppaði 5.050 froskahopp á hundrað dögum. STJÓRNSÝSLA „Þetta staðfestir að ríkisstjórninni er óheimilt að fjár- magna eigin áróður úr vasa skatt- greiðenda,“ segir Ólafur Nielsen, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, um svar umboðs- manns Alþingis við erindi sam- bandsins. SUS sendi umboðsmanni bréf í janúar til að vekja athygli á orðum Steingríms J. Sigfússon- ar fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar. „Steingrímur sagði að ríkið myndi fjármagna kynningarefni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana fyrir bæði sjónarmið í málinu. Umfram það myndi ríkissjóður fjármagna skoð- un ríkisstjórnarinnar,“ útskýrir Ólafur. „Þeir geta sofið alveg rólegir, blessaðir ungu sjálfstæðismenn- irnir. Það stendur ekki til að fara að misfara með opinbert fé í þess- ari viðkvæmu stöðu og það hefur aldrei staðið til,“ svarar Steingrím- ur. Umboðsmaður segir stjórnvöld verða, við gerð slíks kynningar- efnis, að gæta þess að framsetn- ingin sé eins hlutlæg og kostur er. Gætt sé að því að setja fram þau andstæðu sjónarmið sem hafi komið fram á Alþingi um þessi til- teknu lög. „Stjórnvöldum er því óheimilt við slíkar aðstæður, í ljósi rétt- mætisreglunnar, að fjármagna úr sjóðum hins opinbera, til dæmis með ráðstöfunarfé ráðherra, gerð kynningarefnis sem varpar að efni til einungis eða aðallega ljósi á þau sjónarmið sem lágu að baki sam- þykkt meirihluta Alþingis án þess að samhliða sé gætt að því í sambærilegum mæli að lýsa þeim andstæðu sjónarmiðum sem fram komu við meðferð þess frumvarps sem varð að lögunum,“ segir umboðsmaður sem bætir því við þar sem engar upplýsingar liggi fyrir um kynn- ingarefnið og fjármögnun þess sjái hann ekki ástæðu til að hefja athugun á málinu. Hann muni þó „fylgjast með því á næstu dögum og vikum hvort og þá hvernig háttað verði kynningarstarfsemi stjórnvalda í aðdraganda þjóðar- atkvæðagreiðslunnar“. Ólafur segir niðurstöður umboðs- manns vera að skattgreiðendur borgi ekki fyrir áróður ríkisstjórn- arinnar. „Ef ríkisstjórnin ætlar að fjármagna einhvern áróður í því skyni að halda sjálfri sér á lífi á hún að gera það úr sjóðum sinna flokka: Samfylkingar og Vinstri grænna,“ segir hann. Steingrímur segir að önnur dæmi ættu að standa ungum sjálfstæðis- mönnum nær. „Þeir gætu gluggað í það hvernig póltík og fjármagn hafa blandast saman á undanförn- um árum. Sagan sýnir að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Vinstri grænum í þeim efnum,“ segir fjár- málaráðherra. gar@frettabladid.is Ríkið gæti hlutlægni í Icesave-kynningum Ungir sjálfstæðismenn báðu umboðsmann Alþingis að skoða hvort fjármála- ráðherra megi efna til útgjalda úr ríkissjóði vegna kynningar fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um Icesave. Geta sofið alveg rólegir fullyrðir fjármálaráðherra. ÓLAFUR NIELSEN Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna túlkar svar umboðs- manns Alþingis þannig að ríkisstjórnin geti ekki látið skattgreiðendur borga áróður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SJÁVARÚTVEGUR Loðnugangan er komin vestur undir Þorlákshöfn eins og kemur fram á bátabloggi skipverja á Guðmundi VE sem eru nýkomnir á miðin. Þar segir að loðnan sé stór og góð og henti vel til frystingar. Hrognainnihaldið er komið í tuttugu prósent en þarf að aukast um nokkur prósent áður en veiðar til hrognakreistingar hefjast. Síðustu norsku skipin hafa landað og eru á heimleið. Alls stundaði 31 skip veiðarnar og var heildarafli þeirra 27.745 tonn. Aflamarkið sem kom í hlut norskra skipa var hins vegar 28.431 tonn. Loðnan stór og góð: Gangan komin að Þorlákshöfn FÉLAGSMÁL Sjö konur og átta karl- ar verða í fimmtán manna stjórn VR eftir kosningu trúnaðarráðs og trúnaðarmanna, sem lauk í gær. „Mér finnst þetta til marks um að menn vilji leiðrétta kynja- hlutfallið,“ segir Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, og lýsti ánægju sinni með umskiptin, því fyrir voru í stjórn- inni fimm konur og tíu karlar. Þrjár nýjar konur setjast sem sagt í stjórnina, þær Ingibjörg Ósk Birgisdóttir frá Verkfræðingafé- lagi Íslands, Guðrún Helga Tómas- dóttir frá Icelandair og Hildur Mósesdóttir frá Iceland Express, en varamenn verða Hólmfríður Björg Petersen frá KFUM&K, Birgir Már Guðmundsson frá Sorpu og Benedikt Vilhjálmsson frá Fálkanum. Þrjár konur í stjórn VR: Hafa leiðrétt kynjahlutfallið KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók í gærmorgun átján ára karlmann fyrir rán í versluninni Sunnubúð við Lönguhlíð á sunnudagskvöld. Maðurinn var yfirheyrður í gær og gekkst þar við því að hafa rænt verslunina. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður stórum hníf og ógn- aði afgreiðslumanninum. Hann krafðist peninga úr kassan- um og komst undan með smá- ræði. Engan sakaði í ráninu, en afgreiðslumanninum, sem var einn á staðnum, var brugðið. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. - sh Ungur maður játar rán: Gripinn eftir rán í Sunnubúð DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í sextíu þúsund króna sekt fyrir að sýna ekki næga tillitssemi og varúð við akstur sjúkrabifreiðar í neyðarakstri í júlí á síðasta ári. Maðurinn ók sjúkrabílnum með hljóð- og ljósmerkjum á rauðu ljósi yfir gatnamót við Njarðar- götu og lenti í árekstri. Sjúkra- bíllinn, sem valt tæpa 30 metra áður en hann stöðvaðist, hafði verið á leið í útkall vegna manns með hjartsláttartruflanir. - jss Sekt vegna tillitsleysis: Sjúkrabíllinn valt 30 metra STJÓRNMÁL „Ég tel við séum í aðal- atriðum búin að ná utan um þetta af okkar hálfu,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra um fund forsvarsmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um Icesave- málið. Í framhaldi af fundinum kveðst Steingrímur hafa átt símtöl við bæði Wouter Bos, fjármálaráðherra Hol- lands, og Lord Paul Myners, banka- málaráðherra Bretlands. „Ég upp- lýsti þá um stöðuna og við ræddum um framhaldið,“ segir Steingrímur sem ekki vill upplýsa hvað erlendu ráðherrarnir sögðu. „Við skulum vona að það geti orðið framhald á en það kemur í ljós á næstu dögum. Eins og ég segi þá áttum við ráð- herrarnir símtöl í dag og það er væntanlega til marks um að það er hreyfing á málunum.“ Steingrímur vill ekki upplýsa útgangspunkt Íslendinga í vænt- anlegum viðræðum við Breta og Hollendinga. „Markmiðið er að ná árangri og velja sér þær aðferð- ir sem eru líklegastar til að duga í þeim efnum,“ segir hann. Don Johnston, fyrrverandi ráð- herra í Kanada og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá OECD, og bandaríski lögfræðingurinn Lee Bucheit hafa verið íslenskum stjórn- völdum til ráðgjafar að undanförnu. „Ég geri ráð fyrir því að við munum njóta þeirra krafta,“ svarar fjár- málaráðherra um hlutverk þessara tveggja manna í komandi viðræðum við Breta og Hollendinga. - gar Fjármálaráðherra segir nú samstöðu hér heima um markmið í Icesave-málinu: Ræddi við erlendu ráðherrana í gær FUNDAÐ UM ICESAVE Bandaríski lögfræðingurinn Lee Bucheit mætti á fund með forsvarsmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINKAVÆÐING Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðar- bankans, segist hafa neitað að lána Björgólfsfeðgum fyrir kaup- um í Landsbankanum þegar fyrst var eftir því leitað árið 2003. „Ég sagði að þetta kæmi mér nú svolítið undarlega fyrir sjónir því að ég hefði haldið að þeir hefðu fengið að kaupa Lands- bankann á grundvelli þess að þeir væru að koma með svo mikið af dollurum til landsins að það hálfa væri nóg,“ sagði Sólon í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi. Hann hafi síðan látið undan þrýstingi frá Halldóri J. Kristj- ánssyni, bankastjóra Landsbank- ans, og lánað 3,4 milljarða. - pg Sólon Sigurðsson: Lánaði fyrir Landsbanka vegna þrýstings SÓLON SIGURÐSSON Fyrrverandi banka- stjóri segist hafa látið undan þrýstingi frá Halldóri J. Kristjánssyni. LÖGREGLUMÁL „Þetta er bara eitt stykki viðbjóður,“ segir Kristinn Kristmundsson, líkkistusmiður og eigandi Vídeóflugunnar á Egilsstöðum, sem nú hefur misst þriðja köttinn á voveiflegan hátt. Á fimmtudagsmorguninn fyrir tæpum tveimur vikum segir Kristinn að læða sem hann átti hafi fundist dauð nokkur hundruð metrum frá líkkistu- verkstæði hans. Krufning hafi leitt í ljós að köttur- inn hafi verið stunginn með eggvopni í höfuðið. Að sögn Kristins drapst annar köttur sem hann átti á árinu 2007 eftir að hafa innbyrt rottueitur. Á árinu 2004 hafi síamslæðan Didda verið skotin á færi. „Dýralæknirinn segir að það sé raðmorðingi hér í bænum og ég er alveg búinn að fá nóg af þessu. For- eldrar mínir eru báðir dánir og það endar með því að ég fæ miðil til að hafa samband við hana móður mína. Ég veit að hún getur svarað mér. Þetta er maður sem er alvarlega veikur og hann verður að finna. Það eru allir orðnir uggandi með dýrin sín og þora ekki að láta þau út,“ segir Kristinn. Litla læðan, sem hann tók við fyrir um ári þar sem eigandinn gat ekki haft hana vegna ofnæmis, hafði ekki fengið neitt nafn. Hún eignaðist hins vegar lítinn kettling sem fór út með móður sinni fimmtudagsmorguninn örlagaríka. „Það hefur ekk- ert spurst til hans síðan. Þannig að nú er búið að drepa fyrir mér þrjá ketti og sá fjórði er horfinn,“ segir Kristinn Kristmundsson. - gar Kristinn Krismundsson í Vídeóflugunni langþreyttur á kattadrápi á Egilsstöðum: Fæ miðil til að tala við móður mína KIDDI OG DIDDA Kristinn Kristmundsson í Vídeóflugunni með síamslæðunni sem skotin var á færi árið 2004. MYND/KK SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.