Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 4
4 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Tvær breytingartillög- ur á lögum um tekjuskatt birtust fyrir mistök í vitlausri röð í Stjórn- artíðindum milli jóla og nýárs með þeim afleiðingum að embætti Rík- isskattstjóra hefur ekki lagaheim- ild til að afgreiða beiðnir sem hafa borist um leiðréttingu á tekjuskatti. Um fimmtíu mál bíða vegna þessa tilbúin hjá embættinu og nokkrir tugir til viðbótar eru nær tilbúin til afgreiðslu. Deildarstjóri hjá rík- isskattstjóra segir málið klúður en vegna þess að embættið hafi nokkra mánuði til að afgreiða beiðnir þá hafi ekki mikið verið kvartað yfir töfum á afgreiðslu. Málið snýst um breytingu á 101. grein laga um tekjuskatt sem samþykkt var í tveimur hlutum í desember. Í breytingum sem samþykkt- ar voru 18. desember kemur fram hvernig 101. grein laganna eigi að hljóða en hún fjallar um hlutverk ríkisskattstjóra. Í lagabreytingum sem samþykktar voru 28. desem- ber er einnig fjallað um þessa sömu grein og tilgreind málsgrein sem hefst á þessum orðum: „Ríkisskatt- stjóra er heimilt að taka til greina beiðni skattaðila um breytingu á ákvörðun um skattstofn eða skatt- álagningu …“ og hún sögð eiga að koma á milli fyrstu og þriðju máls- greinar í lagagrein 101. Fyrir mistök birtist síðarnefnda breytingin hins vegar fyrst. Það hafði þær afleiðingar þegar fyrri breytingartillagan birtist og tók þar með gildi, degi síðar, að hún þurrkaði í raun út ákvæðið sem gefur ríkisskattstjóra þessa heim- ild til að taka til greina beiðnir um breytingu á tekjuskatti. Að sögn Jarþrúðar Hönnu Jóhannsdóttur, deildarstjóra úrskurðardeildar ríkisskattstjóra, uppgötvuðust mistökin strax í byrj- un janúar og var þá strax farið í það að semja nýtt frumvarp, þar sem fram kemur hvernig laga- greinin á að hljóða. En vegna jóla- leyfis Alþingis var ekki hægt að gera neitt í málinu í janúar og enn hefur nýja breytingartillagan ekki verið lögð fyrir Alþingi. Jarþrúður sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til að það yrði þó gert sem fyrst en Alþingi kemur næst saman á föstudag. Jarþrúður sagði að yfirleitt væri gert ráð fyrir allt að þremur mán- uðum til afgreiðslu beiðna um leið- réttingu og þó að vissulega hefðu einhverjir haft af þessu óþægindi þá væru þau ekki veruleg. „Þetta er klúður, það átti alveg að vera á hreinu í hvaða röð ætti að birta lögin.“ sigridur@frettabladid.is Tugir bíða leiðrétt- ingar vegna mistaka Embætti ríkisskattstjóra hefur ekki heimild til að afgreiða beiðnir sem hafa borist um leiðréttingu á tekjuskatti. Ástæðan eru mistök við birtingu lagabreyt- inga rétt fyrir áramót. Tugir mála bíða afgreiðslu hjá embættinu vegna þessa. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° -1° -5° -3° 0° -5° -4° -2° -2° 20° 3° 12° 1° 13° -11° 4° 13° -2° Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR 3-8 m/s. 7 6 5 5 4 0 2 -2 6 4 -2 6 8 7 6 5 4 3 3 7 8 2 7 4 5 2 0 4 6 5 2 0 LÍTILSHÁTTAR VÆTA Það verður dálítil rigning eða súld um sunn- an- og vestanvert landið næstu daga en það birtir líklega eitthvað til inn á milli. Hitinn verður mjög svipaður en horfur eru á að það hlýni aðeins norðan- og austan- lands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Í forsíðufrétt blaðsins í gær kom fram að Reykjavíkurborg hefur styrkt stjórnmálaflokkana um 129,5 milljónir króna undanfarin fjögur ár og er fénu úthlutað í samræmi við kjörfylgi flokkanna. Ekki kom fram að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor munu greiðslur til flokkanna breytast í samræmi við kosningaúrslitin. Einungis liggur því fyrir hvernig um helmingur þeirra 29,5 milljóna, sem renna til flokkanna á þessu ári, skipt- ist á milli þeirra. Í fréttinni og töflu með henni var ranglega miðað við að hlutföllin frá 2006 giltu allt árið 2010. ÁRÉTTING FINNLAND Bíræfinn bankaræn- ingi, að því er virtist kvenkyns, gekk í gærmorgun inn í banka í smábænum Vaajakovski í Finnlandi vopnaður lásboga og örvum, otaði þessu að starfs- mönnum bankans og gekk út með fimm þúsund evrur í reiðu- fé. Gjaldkerar sögðu bankaræn- ingjann hafa verið konu, en lög- reglan telur hugsanlegt að þarna hafi verið á ferðinni karl í kven- mannsfötum. Hans var ákaft leitað í gær í nágrenni bæjarins. Engir viðskiptavinir voru staddir í bankanum þegar ránið var framið. - gb Bankarán í Finnlandi: Rændi banka með lásboga LÖGREGLUMÁL Karlmaður um fer- tugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, er grunað- ur um aðild að innflutningi fíkni- efna til landsins. Um er að ræða um það bil hálfan lítra af amfet- amíni í fljótandi formi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ekki er vitað um styrkleika þess enn þá, þar sem rannsóknum á efninu er ekki lokið. Hins vegar má gera ráð fyrir að hægt hefði verið að marg- falda það áður en það hefði verið selt í götusölu. Lögreglan handtók manninn, ásamt landa hans, í fyrradag. Samlandanum var sleppt eftir yfirheyrslur, þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum lengur vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald eins og áður sagði. Mennirnir eru báðir frá Austur-Evrópu, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Eftir því sem næst verður kom- ist var amfetamínið sent í niður- suðudósum með pósti hingað til lands. Lögreglan rannsakar málið í samvinnu við tollyfirvöld. - jss PÓSTURINN Amfetamínið var sent með pósti hingað til lands. Karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald: Fljótandi amfetamín í póstinum SJÁVARÚTVEGUR Fiskistofa hefur óskað umsagnar Ísafjarðarbæj- ar á umsókn Fjarðarlax um rekstrar leyfi til fiskeldis í Arn- arfirði. BB.is segir frá því að fyrirtækin Þóroddur ehf., og Fjarðar lax ehf., hyggja á allt að tíu þúsund tonna framleiðslu í Arnarfirði, Tálknafirði og á Patreksfirði. Ráðgert er að fiskeldi hefjist í Arnarfirði í vor og er fyrirhug- að að flytja afurðirnar vestur um haf og þá aðallega með skipum. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar. - shá Fiskeldi fyrir vestan: Stórtækt eldi í undirbúningi DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hella bens- íni á og leggja eld að bíl á Leifs- götu í Reykjavík í október 2008. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann ásamt öðrum bíl sem stóð nærri. Sótskemmdir urðu á þriðja bílnum og sprungur komu í rúður á 1. og 2. hæð húss í næsta nágrenni vegna hita. Maðurinn játaði brot sitt. Áður en hann braut af sér í þetta sinn hafði hann margoft verið dæmdur, meðal annars fyrir umferðarlagabrot, ölvunarakst- ur og skemmdarverk. - jss Margdæmdur maður: Tvö ár fyrir að kveikja í bíl DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til sviptingar ökuréttinda í fimm ár. Hann var ákærður fyrir að brjótast inn í iðnaðarhúsnæði þar sem hann stal verðmætum fyrir á aðra milljón króna. Eftir þetta ók hann, undir áhrifum amfet- amíns og metamfetamíns, vöru- bíl frá Hveragerði til Reykja- víkur. Hann hafði ekki tilskilin réttindi til að aka vörubifreið. Þá var hann ákærður fyrir vörslu á 33 grömmum af amfetamíni og þrettán e-töflum. Maðurinn ját- aði sök fyrir dómi. Hann á langan sakaferil að baki. - jss Fangelsi og svipting: Ók vörubíl í mikilli vímu Gott verð á mörkuðum Verð á þorski og ýsu sem selt var á fiskmörkuðunum í síðustu viku gaf aðeins eftir miðað við vikuna þar á undan. Verðið hækkaði svo jafnt og þétt það sem eftir var vikunnar og skilaði föstudagurinn 329 krónum/ kíló af óslægðum þorski og 303 krón- ur fyrir ýsuna. SJÁVARÚTVEGUR Vilja seka biskupa burt Fórnarlömb barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar hafa beðið páfa um að reka biskupa sem áratugum saman hafa hylmt yfir með hinum seku prestum. ÍRLAND Hjá Stjórnartíðindum feng- ust þær upplýsingar að lög væru alls ekki endilega birt í þeirri röð sem þau væru samþykkt, nema beðið væri um það sérstaklega og svo hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Mörg lög biðu birting- ar á milli jóla og nýárs og starfsmenn hafi einfaldlega keppst við að afgreiða þau sem fyrst, áður en þau tækju gildi 1. janúar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði mistökin ekki Alþingis, samkvæmt hennar upplýsingum hefði það misfarist í fjármála- ráðuneytinu að koma þeim upplýsingum á framfæri við Stjórnartíðindi að máli skipti í hvaða röð lögin væru birt. Málið stæði til bóta enda búið að semja frumvarp til breytingar á lagagreininni sem gæfi ríkisskattstjóra heimild til leiðréttinga aftur. LÖG EKKI ENDILEGA BIRT Í TÍMARÖÐ ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 09.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,3688 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,14 128,76 199,73 200,71 175,81 176,79 23,612 23,750 21,554 21,680 17,360 17,462 1,4277 1,4361 197,30 198,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.