Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 18
18 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Indriði Þorláksson svarar grein Kristrúnar Heimisdóttur Fyrrverandi aðstoð-arkona fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar í Fréttablaðið 6. febrúar sl. langa grein til varnar verkum og athöfnum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar í IceSave málinu á haustmánuð- um 2008. Þörf hennar er skiljan- leg en spurning hvort þvotturinn hefði ekki mátt vera auðmýkri, raunsæið meira og sannleiksást- in ríkari. Meginstef Kristrúnar Heim- isdóttir eru svokölluð Brussel- viðmið, sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar ESB frá 13. nóvember 2008. Þessi Brusselviðmið eru reyndar ein- föld og auðskilin þeim sem lesa þau eins og þau eru orðuð í stað útlegginga Kristrúnar. Þar segir: „Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutað- eigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands sam- kvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðu- tryggingar 94/19/EB. Aðil- ar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðu- tryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evr- ópska efnahagssvæðið í samræmi við samning- inn um Evrópska efna- hagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Viðurkenning allra aðila á þess- ari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningavið- ræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og for- dæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjár- mála- og efnahagskerfi sitt. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.“ Eins og glöggur lesandi sér er því fjarri að þessi yfirlýsing feli í sér véfrétt um aflausn á IceSave syndum í faðmi ESB eða alþjóða- samfélagsins eins og Kristrún heldur fram. Að orðanna hljóðan og í samræmi við allar aðstæður á þessum tíma felur hún einungis í sér eftirfarandi: 1. Að Ísland fellst á að tilskip- unin um innstæðutryggingar gildi hér á landi. Það var og er skiln- ingur allra Evrópusambandsríkj- anna að innstæðutryggingin skuli tvímælalaust greiða út allar inn- stæður upp að áskildu lágmarki þ.e. 20.887 evrum. Það er útilokað að nokkur sem að gerð yfirlýsing- arinnar kom hafi skilið eða getað skilið hana á annan veg. 2. Að viðurkenning Íslands á þessari lagalegu stöðu, þ.e. að það sé skuldbundið til að greiða lág- markstrygginguna, greiði fyrir skjótri niðurstöðu í samningavið- ræðum sem standa yfir um fjár- hagsaðstoð við landið. Þær samn- ingaviðræður um fjárhagsaðstoð, sem stóðu yfir, voru við Breta og Hollendinga svo og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (AGS) og ríkin sem veittu fjárhagsaðstoð í tengslum við sjóðinn. Með þessu fallast Íslendingar beinlínis á að tengja væntanleg aðstoð frá AGS og Norðurlöndunum við samningana við Bretland og Holland. 3. Tilvísunin til „samningavið- ræðna sem standa yfir um fjár- hagsaðstoð“ vísar eingöngu til samningaviðræðnanna við Bret- land, Holland og AGS og þeirra landa sem tóku þátt í lánafyrir- greiðslu í samvinnu við sjóðinn. Engar aðrar samningaviðræð- ur um fjárhagsaðstoð stóðu yfir. Með þessu var því ekki sett af stað neitt marghliða samningsferli eins og nú er reynt að halda fram. 4. Ákvæðinu um að taka skuli tillit til hinna „erfiðu og for- dæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjár- mála- og efnahagskerfi sitt“ er beint að sömu samningum þ.e. samningunum við Breta, Hollend- inga og AGS. 5. Yfirlýsingin um að stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli verði eftir því leitað felur hvorki í sér að þessar stofnanir hafi tekið málið að sér né að Bretar, Hollend- ingar eða Íslendingar hafi falið þeim forræði á því. Fullyrðing sem stenst ekki Augljóst er að fullyrðing Krist- rúnar að Brussel samkomulagið hafi tekið málið úr höndum við- komandi ríkja og sett það í marg- hliða ferli er í grundvallaratriðum röng. Með Brussel samkomulaginu var það samningaferli, sem áður var hafið, fest í sessi og tengt við aðstoðina frá AGS. Með Brusselyf- irlýsingunni staðfesti Ísland fyrri yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda með formlegri hætti en áður þess efnis að Ísland myndi ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðna og muni semja um greiðslu þeirra hið skjótasta. Ennfremur viðurkenndi Ísland að væntanleg aðstoð AGS og landa sem veiti fjárhagsaðstoð samhliða sjóðnum velti á efndum þessarar skuldbindingar. Á þessu er síðan hnykkt sex dögum síðar í viljayfirlýsingu Íslands vegna fyrirgreiðslu AGS. Að gagngjaldi fékk Ísland í yfirlýsinguna ákvæði þess efnis að í samningunum við Breta, Hollendinga og AGS og í tengdum gjaldeyrislánasamning- unum skyldi taka tillit til erfiðrar stöðu landsins. Enn frekari afsönnun á kenn- ingu Kristrúnar um meint upp- haf marghliðaferlis er framvinda samninganna eftir Brusselyfir- lýsinguna undir forystu utanrík- isráðuneytisins þar sem Kristrún gegndi starfi aðstoðarkonu utan- ríkisráðherra og hefur væntanlega sem slík vitað um hvað aðhafst var í jafn mikilvægu máli. Eftir fundarhöld í kjölfar Brusselyfir- lýsingarinnar sendu Hollending- ar og Bretar Íslendingum drög að samningum dagsett 4. desember 2008. Þetta voru einfaldir einka- réttarlegir lánasamningar, samn- ingsform, sem Kristrún segir í grein sinni að sé óásættanlegt með öllu fyrir Ísland. Þessum samningsdrögum er svarað af utanríkisráðuneytinu með athuga- semdum 12. desember 2008 þar sem ekki er gerð minnsta athuga- semd við samningsformið. Til baka komu ný samningsdrög dag- sett 19. desember þar sem brugð- ist er við athugasemdum Íslands og í þeim eru nánast öll efnisat- riði núverandi samninga, en bara hærri vextir, stífari afborganir og styttri afborganalaus tími. Einka- réttarlegur lánasamningur er því ekki „ný nálgun Svavarsnefnd- arinnar” heldur arfur frá Krist- rúnu og félögum frá haustinu 2008. Þannig skildi hún við málið án þess að örlað hefði á marghliða- ferli þegar viðræður lognuðust út af hjá óstarfhæfri ríkisstjórn í janúar 2009. Rökrétt framhald Framvinda málsins var í rökréttu framhaldi af Brussel samkomu- laginu þótt með hnökrum hafi verið. AGS veitti Íslandi fjárhags- lega fyrirgreiðslu sem er að til- tölu meiri en nokkurt aðildarríki hefur fengið og með lánakjörum sem eru hagstæðari en almennar reglur sjóðsins kveða á um. Norð- urlöndin og Pólland veittu að láni með góðum kjörum það fé sem þurfti til viðbótar vegna gjald- eyrisvarasjóðsins. Bretar og Hol- lendingar sömdu síðan um lán með skilmálum sem eru hagstæðari en lán hinna aðilanna hvort sem litið er á vexti, greiðslutíma eða gjaldfrjálsan tíma. Þessa niður- stöðu má að hluta þakka Brussel viðmiðunum og ætla má að hún sé að einhverju leyti tilkomin vegna ákvæða þeirra um hinar „erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í“. Á hinn bóginn á Ísland eftir að sýna að það standi við sinn hluta Brussel samkomulags- ins. Það verður ekki gert með því að fara í síðbúinn diplómataleik. Hinu pólitíska ferli málsins lauk í Brussel 13. nóvember 2008. Þá fékkst sú alþjóðlega viðurkennda pólitíska niðurstaða málsins. Vinnubrögðin haustið 2008 Auk hugarleikfimi með Brussel- viðmiðin reynir Kristrún að beina athygli frá þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru haustið 2008 og kenna um öðrum sem komu síðar að málinu. Þannig staðhæf- ir hún að þeir sem síðar komu að samningunum hafi varla þekkt til Brusselviðmiðanna. Staðreyndin er önnur. Þetta atriði var ítarlega skoðað og rætt og því beitt í samn- ingsviðræðunum. En ekkert sverð dugar betur en það bítur. Bretar og Hollend- ingar voru Brusselviðmiðunum gjörkunnugir. Þeir þekktu inn- tak þeirra sem rakið er hér að framan. Þeir litu svo á að með þeim hefðu Íslendingar að þjóð- arrétti undirgengist að greiða lágmarksinnstæðurnar og end- urgreiða lán vegna þeirra. Þeir vissu að á grundvelli þeirra gætu þeir haldið Evrópuþjóðunum frá því að afgreiða AGS mál þar til frágangur Icesave væri kominn í höfn. Þeir vissu að með sam- þykki annarra Evrópuþjóða væru samningarnir við Íslendinga í þeirra höndum en ekki annarra. Það eina í Brusselviðmiðunum sem nothæft var fyrir Ísland í samningaviðræðunum var tilvís- unin í fordæmalausa stöðu lands- ins. Hún var þó ekki alls kostar sannfærandi í ljósi þess að þrátt fyrir allt var staða Íslands ekki svo afbrigðileg. Atvinnuleysi var minna en í mörgum löndum Evr- ópu, fall landsframleiðslu áþekkt og víða annars staðar og tekjur á mann þrátt fyrir kreppuna hærri en í þeim flestum. Engu að síður var þeim rökum beitt að í þessu fælist skuldbinding um lausn hag- stæða Íslendingum. Lán tekið í október 2008 Annað sem Kristrún átelur samn- inganefndina og undirritaðan sér- staklega fyrir er að hafa sagt að Ísland hafi „í raun tekið lán í okt- óber 2008“. Telur hún það ekki styðjast við rök í gögnum máls- ins. Rifjum upp nokkur atriði. Hinn 11. október 2008 undirrita Íslendingar og Hollendingar það sem Kristrún kallar viljayfirlýs- ingu en gengið hefur undir nafn- inu MoU. Þar segir m.a.: ■ Ísland viðurkennir greiðslu- skyldu á allt að 20.887 evrum á hvern reikning. ■ Holland samþykkir að veita íslenska tryggingarsjóðnum lán til útgreiðslu innstæðnanna. ■ Lánið með vöxtum og vanskil- um verði með ábyrgð íslenska rík- isins. ■ Skuldbindingarnar verði reiknaðar og greiddar í evrum. ■ Lánið verði greitt til Seðla- banka Hollands, sem sjái um útborgun innstæðnanna. Samkomulag þetta var undirrit- að af fulltrúa fjármálaráðuneytis- ins, Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda og fulltrúa hollenska ríkisins og síðan kynnt með opinberri til- kynningu frá forsætisráðuneyt- inu og í annarri slíkri var sagt frá því að hliðstætt samkomulag við Breta væri vel á veg komið. Yfirlýsing í fullu gildi Meira en ári eftir þetta, í desem- ber 2009, heldur fyrrverandi utan- ríkisráðherra því fram í bréfi til Alþingis að samkomulag þetta hafi verið tekið af borðinu með Brusselviðmiðunum. Hvernig hún komst að slíkri niðurstöðu er erfitt að segja til um þar sem í Brusselskjalinu er ekki svo mikið sem einu orði vikið að MoU skjal- inu, sem er þó að sögn verið að ógilda. Ekki virðist heldur hafa verið haft fyrir því að láta aðila að MoU skjalinu vita um þetta. Að minnsta kosti var Hollending- um ókunnugt um þennan meinta gjörning en voru þeir þó á fund- inum. Löngu síðar litu þeir enn svo á að yfirlýsingin frá 11. okt- óber 2008 væri í fullu gildi. Vísað Oftúlkað kurteisishjal INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON FRAMHALD Á SÍÐU 21 NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.